Ólympíufari sem á ekki fyrir leigu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. ágúst 2024 15:48 Fraley fagnar bronsi í undankeppni fyrir ólympíuleikana í ár. getty Bandaríski kringlukastarinn Veronica Fraley keppir í kvöld í kringluvarpi á Ólympíuleikunum í París. Hún vakti hins vegar athygli á því á samfélagsmiðlum að þrátt fyrir að skara fram úr í sinni íþróttagrein hefur hún enn ekki efni á leigu heima fyrir. Farley vakti máls á þessari stöðu á X í gærkvöldi. „Ég keppi á Ólympíuleikunum Á MORGUN og get ekki einu sinni borgað leiguna mína. Skólinn sendi mér um 75 prósent af leigunni á meðan þeir borga ruðningsleikmönnum (sem hafa ekki unnið nokkurn skapaðan hlut) nóg til þess að kaupa nýja bíla og hús.“ I compete in the Olympic Games TOMORROW and can’t even pay my rent 😒 my school only sent about 75% of my rent while they pay football players (who haven’t won anything 😂) enough to buy new cars and houses 👎🏾👎🏾👎🏾— Veronica™⚓️ (@vmfraley) August 1, 2024 Það stóð ekki á viðbrögðunum við þessari færslu Fraley í gær. Skömmu síðar hafði bandaríski rapparinn Flavor Flav boðist til þess að borga leiguna. Þá bauðst Alexis Ohanian annar stofnenda samfélagsmiðilsins Reddit til þess að borga leigu hennar út árið. Fraley stundar nú framhaldsnám við Vanderbilt háskólann í Nashville í Tennessee. „Ég sé um þetta,“ skrifaði Flav við færslu Fraley. „Sendu mér skilaboð og ég sendi greiðslu í dag þannig þú þurfir ekki að hafa áhyggjur af þessu á morgun. Og held með þér á morgun, KOMA SVO!“ skrifaði Flav sömuleiðis. „Svona nú! Ég borga á móti Flavor,“ skrifaði Ohanian. Þeir birtu báðir skjáskot sem sýna millifærslur til Fraley. Síðar birti Fraley aðra færslu á X þar sem hún áréttir að kvörtunin hafi ekkert með háskóla sinn að gera. Hún sé aðeins að kvarta yfir reglum sem geri það að verkum að hún fái ekki jafn mikið greitt og hún sé virði. Fraley keppir í kringlukasti í kvöld klukkan 18:20. Úrslit í kringlukasti fara fram á mánudag. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Frjálsar íþróttir Bandaríkin Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Sjá meira
Farley vakti máls á þessari stöðu á X í gærkvöldi. „Ég keppi á Ólympíuleikunum Á MORGUN og get ekki einu sinni borgað leiguna mína. Skólinn sendi mér um 75 prósent af leigunni á meðan þeir borga ruðningsleikmönnum (sem hafa ekki unnið nokkurn skapaðan hlut) nóg til þess að kaupa nýja bíla og hús.“ I compete in the Olympic Games TOMORROW and can’t even pay my rent 😒 my school only sent about 75% of my rent while they pay football players (who haven’t won anything 😂) enough to buy new cars and houses 👎🏾👎🏾👎🏾— Veronica™⚓️ (@vmfraley) August 1, 2024 Það stóð ekki á viðbrögðunum við þessari færslu Fraley í gær. Skömmu síðar hafði bandaríski rapparinn Flavor Flav boðist til þess að borga leiguna. Þá bauðst Alexis Ohanian annar stofnenda samfélagsmiðilsins Reddit til þess að borga leigu hennar út árið. Fraley stundar nú framhaldsnám við Vanderbilt háskólann í Nashville í Tennessee. „Ég sé um þetta,“ skrifaði Flav við færslu Fraley. „Sendu mér skilaboð og ég sendi greiðslu í dag þannig þú þurfir ekki að hafa áhyggjur af þessu á morgun. Og held með þér á morgun, KOMA SVO!“ skrifaði Flav sömuleiðis. „Svona nú! Ég borga á móti Flavor,“ skrifaði Ohanian. Þeir birtu báðir skjáskot sem sýna millifærslur til Fraley. Síðar birti Fraley aðra færslu á X þar sem hún áréttir að kvörtunin hafi ekkert með háskóla sinn að gera. Hún sé aðeins að kvarta yfir reglum sem geri það að verkum að hún fái ekki jafn mikið greitt og hún sé virði. Fraley keppir í kringlukasti í kvöld klukkan 18:20. Úrslit í kringlukasti fara fram á mánudag.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Frjálsar íþróttir Bandaríkin Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Sjá meira