Blinken segir González réttkjörinn forseta en Maduro situr sem fastast Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. ágúst 2024 06:36 Blinken segir ljóst að niðurstöðurnar sem gefnar hafa verið út í Venesúela séu rangar. AP Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir sönnunargögn sýna að Edmundo González hafi borið sigur úr býtum í forsetakosningunum í Venesúela gegn Nicolás Maduro, sitjandi forseta. Kosningarnar hafa verið harðlega gagnrýndar vegna fjölmargra brota sem virðast hafa verið framin í aðdraganda kosninganna og á meðan þeim stóð. Þá hafa stjórnvöld neitað að birta öll talningargögn. Forsetar Brasilíu, Kólumbíu og Mexíkó hafa kallað eftir því að gögnin verði birt. Electoral data overwhelmingly demonstrate the will of the Venezuelan people: democratic opposition candidate @EdmundoGU won the most votes in Sunday’s election. Venezuelans have voted, and their votes must count.— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) August 2, 2024 Kjörstjórn landsins tilkynnti um síðustu helgi að Maduro hefði sigrað í kosningunum en stjórnarandstaðan segir þetta einfaldlega rangt. Hún hefur komist yfir seðla úr flestum kosningavélum landsins og segir niðurstöðuna hreinlega falsaða. Skoðanakannanir í aðdraganda kosninganna sýndu González með afgerandi forskot á Maduro. Stjórnvöld víða um heim hafa kallað eftir því að yfirvöld í Venesúela færi sönnur á að Maduro hafi sigrað en forsetinn hefur sakað erlend ríki um afskipti af innanríkismálum Venesúela og segir framgöngu stjórnarandstöðunnar jafngilda valdaránstilraun. Niðurstaðan hefur verið viðurkennd af Kína, Rússlandi og Íran. María Corina Machado, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, er í felum en hefur boðað til mótmæla á morgun. Bandaríkin Venesúela Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Kosningarnar hafa verið harðlega gagnrýndar vegna fjölmargra brota sem virðast hafa verið framin í aðdraganda kosninganna og á meðan þeim stóð. Þá hafa stjórnvöld neitað að birta öll talningargögn. Forsetar Brasilíu, Kólumbíu og Mexíkó hafa kallað eftir því að gögnin verði birt. Electoral data overwhelmingly demonstrate the will of the Venezuelan people: democratic opposition candidate @EdmundoGU won the most votes in Sunday’s election. Venezuelans have voted, and their votes must count.— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) August 2, 2024 Kjörstjórn landsins tilkynnti um síðustu helgi að Maduro hefði sigrað í kosningunum en stjórnarandstaðan segir þetta einfaldlega rangt. Hún hefur komist yfir seðla úr flestum kosningavélum landsins og segir niðurstöðuna hreinlega falsaða. Skoðanakannanir í aðdraganda kosninganna sýndu González með afgerandi forskot á Maduro. Stjórnvöld víða um heim hafa kallað eftir því að yfirvöld í Venesúela færi sönnur á að Maduro hafi sigrað en forsetinn hefur sakað erlend ríki um afskipti af innanríkismálum Venesúela og segir framgöngu stjórnarandstöðunnar jafngilda valdaránstilraun. Niðurstaðan hefur verið viðurkennd af Kína, Rússlandi og Íran. María Corina Machado, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, er í felum en hefur boðað til mótmæla á morgun.
Bandaríkin Venesúela Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira