Þetta kemur fram í fréttatilkynningu á vef Hagstofunnar, þar sem segir að fleiri konur hafi sótt símenntun en karlar, eða rúm 29 prósent í samanburði við 21 prósent karla.
Tölurnar séu svipaðar og árið 2022, þegar tæp 27 prósent landsmanna sóttu símenntun. Þátttaka í símenntun aukist með aukinni menntun og sé meiri á meðal atvinnulausra og starfandi einstaklinga en þeirra sem eru utan vinnumarkaðar.