Besta veðrið um verslunarmannahelgina? Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. júlí 2024 21:25 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. vísir Útlit er fyrir nokkuð úrkomusama verslunarmannahelgi, þar á meðal í Vestmannaeyjum. Á Vesturlandi og suðvesturhorni verður ágætis veður að sögn Einar Sveinbjörnssonar veðurfræðings hjá blika.is. Hann vill ekkert gefa upp um það hvar hann verður staddur um helgina. „Þessi lægð er enn í aðalhlutverki hjá okkur, við sjáum ekkert annað. Það þýðir að það er frekar vindasamt á landinu,“ segir Einar sem fór yfir útlitið fyrir helgina í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Föstudagur „Síðdegis á föstudag rignir eiginlega um allt land. Það er kannski minnst vestantil á Norðurlandi og Vesturlandi. Af því það er austanátt með þessu og þá kemur loftið yfir fjöllin.“ Þá verði bæði rigning og vindasamt í Eyjum. „En ef þetta verður mjög hvasst, eins og það verður oft í Eyjum, þá getur orðið erfitt að hemja tjöldin.“ „Þar háttar nú þannig til að ef það snýst í norðaustanátt, þá skánar mjög ástandið. En af því að loftið er að koma af hafi er hætt við því að rigning verði frá Eyjum, syðst á landinu og austur á firði.“ Súlurnar fyrir tjaldborgina í Eyjum voru settar upp í slagviðri í dag, eins og sjá má í umfjöllun Eyjafrétta. Í nótt fuku Tuborg tjaldið og annað sölutjald inn í Herjólfsdal. Laugardagur Á laugardag verði lægðin hins vegar farin að grynnast, eins og Einar orðar það. „Þá verða úrkomusvæðin orðin gömul.“ Hann segir tvo vindstrengi verða til staðar, annar með suðurströndinni, og hinn norðanlands. Varðandi suðvesturhornið segir Einar að það megi búast við ágætis veðri. „Snæfellsnesi, Breiðarfirði og inn til landsins hérna vestantil. Þar fáum við rof í skýjunum í þessari austanátt.“ Sunnudagur Svipað ástand verður á sunnudeginum, að sögn Einars. Það gæti hins vegar þést í rigningu norðanlands. „En vindurinn áfram hægur, nema allra syðst. Ekki alveg jafn hlýtt, en svo er hann að snúa sér í norðaustan áttina á mánudag og það gæti hvesst síðari hluta helgarinnar á vestfjörðum og norðvesturhluta landsins.“ Það megi búast við logni í Eyjum á sunnudagskvöld. Mánudagur Á mánudag hvessi og bæti í úrkomu norðaustantil. „Áfram lágur þrýstingur, við erum undir áhrifum einhverra lægða,“ segir Einar. Hann segir spána hafa skánað undanfarna daga. Veður Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Hiti að sjö stigum og mildast syðst Fer að lægja norðvestantil um hádegi Sjá meira
„Þessi lægð er enn í aðalhlutverki hjá okkur, við sjáum ekkert annað. Það þýðir að það er frekar vindasamt á landinu,“ segir Einar sem fór yfir útlitið fyrir helgina í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Föstudagur „Síðdegis á föstudag rignir eiginlega um allt land. Það er kannski minnst vestantil á Norðurlandi og Vesturlandi. Af því það er austanátt með þessu og þá kemur loftið yfir fjöllin.“ Þá verði bæði rigning og vindasamt í Eyjum. „En ef þetta verður mjög hvasst, eins og það verður oft í Eyjum, þá getur orðið erfitt að hemja tjöldin.“ „Þar háttar nú þannig til að ef það snýst í norðaustanátt, þá skánar mjög ástandið. En af því að loftið er að koma af hafi er hætt við því að rigning verði frá Eyjum, syðst á landinu og austur á firði.“ Súlurnar fyrir tjaldborgina í Eyjum voru settar upp í slagviðri í dag, eins og sjá má í umfjöllun Eyjafrétta. Í nótt fuku Tuborg tjaldið og annað sölutjald inn í Herjólfsdal. Laugardagur Á laugardag verði lægðin hins vegar farin að grynnast, eins og Einar orðar það. „Þá verða úrkomusvæðin orðin gömul.“ Hann segir tvo vindstrengi verða til staðar, annar með suðurströndinni, og hinn norðanlands. Varðandi suðvesturhornið segir Einar að það megi búast við ágætis veðri. „Snæfellsnesi, Breiðarfirði og inn til landsins hérna vestantil. Þar fáum við rof í skýjunum í þessari austanátt.“ Sunnudagur Svipað ástand verður á sunnudeginum, að sögn Einars. Það gæti hins vegar þést í rigningu norðanlands. „En vindurinn áfram hægur, nema allra syðst. Ekki alveg jafn hlýtt, en svo er hann að snúa sér í norðaustan áttina á mánudag og það gæti hvesst síðari hluta helgarinnar á vestfjörðum og norðvesturhluta landsins.“ Það megi búast við logni í Eyjum á sunnudagskvöld. Mánudagur Á mánudag hvessi og bæti í úrkomu norðaustantil. „Áfram lágur þrýstingur, við erum undir áhrifum einhverra lægða,“ segir Einar. Hann segir spána hafa skánað undanfarna daga.
Veður Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Hiti að sjö stigum og mildast syðst Fer að lægja norðvestantil um hádegi Sjá meira