Eins og staðan er í dag útilokar Klopp að snúa aftur í þjálfun Aron Guðmundsson skrifar 31. júlí 2024 11:30 Jurgen Klopp steig frá borði hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool eftir síðasta tímabil. Jurgen Klopp, fyrrverandi knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, segir að eins og staðan sé í dag útiloki hann að snúa aftur í þjálfun. Afstaða sem gæti breyst innan nokkurra mánaða en Þjóðverjinn segist of ungur til þess að taka sér ekkert fyrir hendur. Klopp, sem lét af störfum sem knattspyrnustjóri Liverpool eftir síðasta tímabil, hafði gefið það út að hann hygðist taka sér hlé frá þjálfun eftir árin á Anfield sem höfðu í för með sér ljúfar stundir og titla. Stundir sem höfðu einnig í för með sér streitu sem hafði tekið sinn toll á Klopp. Frá því að hann yfirgaf herbúðir Liverpool hefur Jurgen Klopp verið orðaður við margar þjálfarastöður og nú síðast við landsliðsþjálfarastarfið hjá enska landsliðinu eftir að Gareth Southgate steig til hliðar í starfi eftir Evrópumótið fyrr í sumar. Klopp satt fyrir svörum á alþjóðaráðstefnu knattspyrnuþjálfara í Wurzburg og þar var hann inntur eftir því hvað framtíðin bæri í skauti sér fyrir hann. Játaði Klopp þar að hann væri óviss með það hvort hann myndi vilja snúa aftur í þjálfun. Hins vegar yrði knattspyrnan alltaf hluti af framtíðarsýn hans. Sama í hvaða formi það væri. „Ég mun taka mér eitthvað fyrir hendur,“ sagði Klopp í Wurzburg. „Ég er of ungur til þess að eyða tíma mínum eingöngu í að spila paddle eða verja tíma með barnabörnunum. Mun ég fara aftur í þjálfun? Ég myndi eiginlega útiloka það á þessari stundu. Sjáum hvernig hlutirnir þróast næstu mánuðina. Eins og staðan er núna er það ekki að heilla.“ Enski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Sjá meira
Klopp, sem lét af störfum sem knattspyrnustjóri Liverpool eftir síðasta tímabil, hafði gefið það út að hann hygðist taka sér hlé frá þjálfun eftir árin á Anfield sem höfðu í för með sér ljúfar stundir og titla. Stundir sem höfðu einnig í för með sér streitu sem hafði tekið sinn toll á Klopp. Frá því að hann yfirgaf herbúðir Liverpool hefur Jurgen Klopp verið orðaður við margar þjálfarastöður og nú síðast við landsliðsþjálfarastarfið hjá enska landsliðinu eftir að Gareth Southgate steig til hliðar í starfi eftir Evrópumótið fyrr í sumar. Klopp satt fyrir svörum á alþjóðaráðstefnu knattspyrnuþjálfara í Wurzburg og þar var hann inntur eftir því hvað framtíðin bæri í skauti sér fyrir hann. Játaði Klopp þar að hann væri óviss með það hvort hann myndi vilja snúa aftur í þjálfun. Hins vegar yrði knattspyrnan alltaf hluti af framtíðarsýn hans. Sama í hvaða formi það væri. „Ég mun taka mér eitthvað fyrir hendur,“ sagði Klopp í Wurzburg. „Ég er of ungur til þess að eyða tíma mínum eingöngu í að spila paddle eða verja tíma með barnabörnunum. Mun ég fara aftur í þjálfun? Ég myndi eiginlega útiloka það á þessari stundu. Sjáum hvernig hlutirnir þróast næstu mánuðina. Eins og staðan er núna er það ekki að heilla.“
Enski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Sjá meira