Ofbeldi verði að lokum eina svarið gegn „cancel culture og vók hyski“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. júlí 2024 06:22 Ingó Veðurguð hefur verið sakaður um að vilja þagga niður í þolendum með hótunum um ofbeldi. „Ef þeir sem völdin hafa fara ekki að átta sig á skaðanum sem allt cancel culture og vók hyskið er að valda í kringum sig verður að lokum ofbeldi eina svarið,“ segir Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, á Facebook í gærkvöldi. Tilefnið er gagnrýni sem hefur blossað upp á samfélagsmiðlum í kjölfar ákvörðunar Skógarbaðanna að efna til tónleika með Ingólfi um verslunarmannahelgina. Ákvörðunin hefur meðal annars verið rædd í Baráttuhóp gegn ofbeldismenningu á Facebook, sem telur 16.300 meðlimi. Í Facebook-færslu sinni deilir Ingólfur skjáskotum af Facebook-síðu Skógarbaðanna, þar sem margir segjast munu sniðganga Skógarböðin sökum tónleikanna. „Eruð þið með fasta tímasetningu þar sem hann verður ekki á svæðinu?“ spyr einn. Ingólfur segir nú þrjú ár frá því að „einhver bylgja fór af stað um að ég væri einhver versti níðingur“. Bylgjan hafi byggt á nafnlausum sögum þriðja aðila og fjölmiðlar ákveðið að birta. Aðgerðahópurinn Öfgar birti á sínum tíma nafnlausar sögur meintra þolenda tónlistarmanns sem var ekki bókstaflega nafngreindur. Ingólfur sendi hópnum kröfugerð í kjölfarið. „Þetta hefur tekið á bæði mig og alla mína fjölskyldu og vini en ég ákvað í upphafi að halda mínu striki þar sem timinn myndi leiða í ljós að ég var aldrei í þessum hræðilegu hlutum og þetta væri dæmi um nafnlaust bull sem varð að snjóflóði. Ég tel það hafa komið ágætlega í ljós þó erfitt sé að sanna sakleysi sitt,“ segir Ingólfur. Aðeins ein kona hafi nafngreint hann í tengslum við ofbeldisbrot en í ljós hafi komið að hún hafi „logið í hvert sinn sem hún opnaði munninn,“ segir Ingólfur. „Mig langar til þess að henda því út í kosmósið að samfélagið okkar reyni að hugsa það til enda þegar mannorðsmorð á internetinu eru daglegt brauð. Ég á ungan strák sem á ekki að þurfa að lesa svona viðbjóð frá andlega veiku fólki. Ef þeir sem völdin hafa fara ekki að átta sig á skaðanum sem allt cancel culture og vók hyskið er að valda í kringum sig verður að lokum ofbeldi eina svarið. Ég varð að koma þessu frá mér því einhverntimann hlýtur nóg að verða nóg,“ segir tónlistarmaðurinn að lokum. Færsla Ingólfs hefur þegar vakið reiði á samfélagsmiðlum, þar sem hann er meðal annars sakaður um að freista þess að þagga niður í þolendum með hótunum um ofbeldi. „Vók“ er íslenskuð stafsetning á enska orðinu „woke“ sem svartir í Bandaríkjunum nota yfir vitund um félagslegt misrétti, sérstaklega kynþáttamismunun og kerfislæga kynþáttahyggju. Hugtakið hefur síðar víkkað út og náð yfir meðvitund um alls kyns félagsleg málefni önnur eins og kynjajafnrétti, réttindi hinsegin fólks og fleira. Í meðförum annarra hefur „woke“ orðið að háðs- eða níðyrði sem tók að einhverju leyti við af hugtakinu „pólitísk rétthugsun“. Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar Tónlist Akureyri Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi Sjá meira
Tilefnið er gagnrýni sem hefur blossað upp á samfélagsmiðlum í kjölfar ákvörðunar Skógarbaðanna að efna til tónleika með Ingólfi um verslunarmannahelgina. Ákvörðunin hefur meðal annars verið rædd í Baráttuhóp gegn ofbeldismenningu á Facebook, sem telur 16.300 meðlimi. Í Facebook-færslu sinni deilir Ingólfur skjáskotum af Facebook-síðu Skógarbaðanna, þar sem margir segjast munu sniðganga Skógarböðin sökum tónleikanna. „Eruð þið með fasta tímasetningu þar sem hann verður ekki á svæðinu?“ spyr einn. Ingólfur segir nú þrjú ár frá því að „einhver bylgja fór af stað um að ég væri einhver versti níðingur“. Bylgjan hafi byggt á nafnlausum sögum þriðja aðila og fjölmiðlar ákveðið að birta. Aðgerðahópurinn Öfgar birti á sínum tíma nafnlausar sögur meintra þolenda tónlistarmanns sem var ekki bókstaflega nafngreindur. Ingólfur sendi hópnum kröfugerð í kjölfarið. „Þetta hefur tekið á bæði mig og alla mína fjölskyldu og vini en ég ákvað í upphafi að halda mínu striki þar sem timinn myndi leiða í ljós að ég var aldrei í þessum hræðilegu hlutum og þetta væri dæmi um nafnlaust bull sem varð að snjóflóði. Ég tel það hafa komið ágætlega í ljós þó erfitt sé að sanna sakleysi sitt,“ segir Ingólfur. Aðeins ein kona hafi nafngreint hann í tengslum við ofbeldisbrot en í ljós hafi komið að hún hafi „logið í hvert sinn sem hún opnaði munninn,“ segir Ingólfur. „Mig langar til þess að henda því út í kosmósið að samfélagið okkar reyni að hugsa það til enda þegar mannorðsmorð á internetinu eru daglegt brauð. Ég á ungan strák sem á ekki að þurfa að lesa svona viðbjóð frá andlega veiku fólki. Ef þeir sem völdin hafa fara ekki að átta sig á skaðanum sem allt cancel culture og vók hyskið er að valda í kringum sig verður að lokum ofbeldi eina svarið. Ég varð að koma þessu frá mér því einhverntimann hlýtur nóg að verða nóg,“ segir tónlistarmaðurinn að lokum. Færsla Ingólfs hefur þegar vakið reiði á samfélagsmiðlum, þar sem hann er meðal annars sakaður um að freista þess að þagga niður í þolendum með hótunum um ofbeldi. „Vók“ er íslenskuð stafsetning á enska orðinu „woke“ sem svartir í Bandaríkjunum nota yfir vitund um félagslegt misrétti, sérstaklega kynþáttamismunun og kerfislæga kynþáttahyggju. Hugtakið hefur síðar víkkað út og náð yfir meðvitund um alls kyns félagsleg málefni önnur eins og kynjajafnrétti, réttindi hinsegin fólks og fleira. Í meðförum annarra hefur „woke“ orðið að háðs- eða níðyrði sem tók að einhverju leyti við af hugtakinu „pólitísk rétthugsun“.
„Vók“ er íslenskuð stafsetning á enska orðinu „woke“ sem svartir í Bandaríkjunum nota yfir vitund um félagslegt misrétti, sérstaklega kynþáttamismunun og kerfislæga kynþáttahyggju. Hugtakið hefur síðar víkkað út og náð yfir meðvitund um alls kyns félagsleg málefni önnur eins og kynjajafnrétti, réttindi hinsegin fólks og fleira. Í meðförum annarra hefur „woke“ orðið að háðs- eða níðyrði sem tók að einhverju leyti við af hugtakinu „pólitísk rétthugsun“.
Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar Tónlist Akureyri Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi Sjá meira