Fjöldamorðingi í My Lai látinn Kjartan Kjartansson skrifar 30. júlí 2024 11:48 Bandarískur hermaður brennir hús í My Lai í Víetnam 16. mars 1968. Hundruð varnarlausra þorpsbúa voru myrtir og pyntaðir þegar hermenn í leit að liðsmönnum Víetkong gengu þar berserksgang. Vísir/Getty Bandarískur liðsforingi úr Víetnamstríðinu sem var sá eini sem var látinn sæta ábyrgð á fjöldamorðinu alræmda í þorpinu My Lai er látinn, áttræður að aldri. Bandarískir hermenn drápu hundruð óbreyttra borgara í My Lai, þar á meðal konur og börn. William L. Calley yngri var fundinn sekur um að myrða að minnsta kosti 22 óbreytta borgara og dæmdur í lífstíðarhegningarvinnu árið 1971, þremur árum eftir fjöldamorðið sem flokksdeild hans framdi að morgni 16. mars 1968. Hann varði þremur árum í stofufangelsi en var síðan sleppt. Calley lét ekki mikið fyrir sér fara eftir það og hafnaði ítrekað viðtalsbónum. Washington Post staðfesti aðeins andlát hans með því að fá afrit af dánarvottorði hans eftir að blaðinu barst ábending um að Calley væri látinn. Bandaríkjaher hylmdi lengi framan af yfir atburðina í My Lai og lýsti aðgerðinni þar sem vel heppnaðri og reiðarslagi fyrir Víetkonghersveitirnar. Þyrlustórskotaliði sem var ekki sjálfur vitni að þeim en heyrði af því sem hafði gerst kannaði málið og sendi stjórnmálamönnum og yfirmönnum hersins bréf með upplýsingum sem leiddu til opinberrar rannsóknar. Niðurstaða þeirrar rannsóknar var að bandarískir hermenn hefðu myrt 347 manns í My Lai. Víetnömsk yfirvöld telja aftur á móti að 504 hafi verið drepnir. Calley og fleiri hermenn skutu og stungu þorpsbúa með byssustingjum og brenndu heimili. Konum og stúlkum var sumum hópnauðgað áður en þær voru myrtar. Vitni lýstu því að Calley hefði skotið búddistamunk sem lá á bæn og að þegar hann sá ungan dreng reyna að skríða upp úr skurði hafi hann hrint drengnum aftur ofan í og skotið hann. Þrátt fyrir að tugir hermanna hafi upphaflega verið sakaðir um morð í My Lai var William Calley sá eini sem var sakfelldur vegna þess.Vísir/Getty Sagðist iðrast gjörða sinna Herdómstóll hafnaði upphaflega málsvörn Calley um að hann hafi aðeins fylgt skipunum yfirmanns síns. Calley naut samúðar fjölda Bandaríkjamanna sem taldi að hann hefði verið gerður að blóraböggli. Á endanum var refsing hans milduð á þeim forsendum að hann hefði trúað í einlægni að hann fylgdi skipunum og að hann hefði ekki vitað að honum bæri skylda til þess að óhlýðnast ólöglegum skipunum. Mál gegnum öðrum hermönnum, þar á meðal yfirboðurum Calley, fjöruðu út eða voru felld niður. Calley sagði iðrast gjörða sinna þótt hann endurtæki að hann hefði aðeins fylgt skipunum á fundi Kíwanisklúbbs árið 2009. „Það líður ekki sá dagur að ég iðrist ekki þess sem gerðist þennan dag í My Lai. Ég iðrast vegna þeirra Víetnama sem voru drepnir, vegna fjölskyldna þeirra, vegna bandarísku hermannanna sem tóku þátt og fjölskyldna þeirra. Mér þykir þetta mjög leitt,“ sagði hnan. Bandaríkin Víetnam Hernaður Andlát Erlend sakamál Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Fleiri fréttir Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Sjá meira
William L. Calley yngri var fundinn sekur um að myrða að minnsta kosti 22 óbreytta borgara og dæmdur í lífstíðarhegningarvinnu árið 1971, þremur árum eftir fjöldamorðið sem flokksdeild hans framdi að morgni 16. mars 1968. Hann varði þremur árum í stofufangelsi en var síðan sleppt. Calley lét ekki mikið fyrir sér fara eftir það og hafnaði ítrekað viðtalsbónum. Washington Post staðfesti aðeins andlát hans með því að fá afrit af dánarvottorði hans eftir að blaðinu barst ábending um að Calley væri látinn. Bandaríkjaher hylmdi lengi framan af yfir atburðina í My Lai og lýsti aðgerðinni þar sem vel heppnaðri og reiðarslagi fyrir Víetkonghersveitirnar. Þyrlustórskotaliði sem var ekki sjálfur vitni að þeim en heyrði af því sem hafði gerst kannaði málið og sendi stjórnmálamönnum og yfirmönnum hersins bréf með upplýsingum sem leiddu til opinberrar rannsóknar. Niðurstaða þeirrar rannsóknar var að bandarískir hermenn hefðu myrt 347 manns í My Lai. Víetnömsk yfirvöld telja aftur á móti að 504 hafi verið drepnir. Calley og fleiri hermenn skutu og stungu þorpsbúa með byssustingjum og brenndu heimili. Konum og stúlkum var sumum hópnauðgað áður en þær voru myrtar. Vitni lýstu því að Calley hefði skotið búddistamunk sem lá á bæn og að þegar hann sá ungan dreng reyna að skríða upp úr skurði hafi hann hrint drengnum aftur ofan í og skotið hann. Þrátt fyrir að tugir hermanna hafi upphaflega verið sakaðir um morð í My Lai var William Calley sá eini sem var sakfelldur vegna þess.Vísir/Getty Sagðist iðrast gjörða sinna Herdómstóll hafnaði upphaflega málsvörn Calley um að hann hafi aðeins fylgt skipunum yfirmanns síns. Calley naut samúðar fjölda Bandaríkjamanna sem taldi að hann hefði verið gerður að blóraböggli. Á endanum var refsing hans milduð á þeim forsendum að hann hefði trúað í einlægni að hann fylgdi skipunum og að hann hefði ekki vitað að honum bæri skylda til þess að óhlýðnast ólöglegum skipunum. Mál gegnum öðrum hermönnum, þar á meðal yfirboðurum Calley, fjöruðu út eða voru felld niður. Calley sagði iðrast gjörða sinna þótt hann endurtæki að hann hefði aðeins fylgt skipunum á fundi Kíwanisklúbbs árið 2009. „Það líður ekki sá dagur að ég iðrist ekki þess sem gerðist þennan dag í My Lai. Ég iðrast vegna þeirra Víetnama sem voru drepnir, vegna fjölskyldna þeirra, vegna bandarísku hermannanna sem tóku þátt og fjölskyldna þeirra. Mér þykir þetta mjög leitt,“ sagði hnan.
Bandaríkin Víetnam Hernaður Andlát Erlend sakamál Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Fleiri fréttir Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Sjá meira