Skilur ekkert í skipuleggjendum: „Alveg út í hött“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. júlí 2024 16:31 Vésteinn tjáði sig um stöðuna á þríþrautarkeppninni sem Guðlaug Edda tekur þátt í á ÓL, fyrst Íslendinga. Vísir Vésteini Hafsteinssyni, afreksstjóra ÍSÍ, líst ekki vel á að sundhluta þríþrautar á Ólympíuleikum verði aflýst. Einn Íslendingur verður meðal keppenda í greininni, en óljóst er hvenær og hvernig greinin fer fram. Mikið hefur verið rætt og ritað um mengunarmagn í Signu, ánni sem rennur í gegnum París, en þar á sundhluti þríþrautarinnar að fara fram. Keppni í karlaflokki á að fara fram í fyrramálið og í kvennaflokki morguninn eftir. Guðlaug Edda Hannesdóttir verður fyrsti íslenski keppandinn í greininni á Ólympíuleikum, en um er að ræða keppni þar sem syntur er einn og hálfur kílómetri, hjólaðir 40 kílómetrar og hlaupnir tíu kílómetrar. Svona lítur þríþrautarbrautin í París út.Mynd/IOC Mikil rigning hefur verið í París síðustu daga sem hefur aukið mengunarmagn í ánni, þar sem skólp og önnur óhreinindi hafa streymt í Signu. Og er bakteríumagn yfir leyfilegum mörkum. Það hefur haft áhrif á undirbúning Guðlaugar. „Guðlaug Edda var í því sem kallast briefing á lélegri íslensku í morgun. Þar er farið í gegnum brautina, í sundinu, hjólinu og prófa þetta allt saman. Þá var náttúrulega aðalmálið á tæknifundinum hvort verði synt eða ekki,“ segir Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ og fararstjóri íslenska Ólympíuhópsins, í samtali við íþróttadeild. „Þau fengu ekki að synda í morgun í þessari prófkeyrslu, þá fór hún í sundlaugina í staðinn seinni partinn. En þau sem stjórna þessu eru mjög jákvæð fyrir því að það verði af þessu. Það á ekki að rigna næstu daga og svona,“ bætir Vésteinn við. Fréttin heldur áfram eftir viðtalið. Borgarstjórinn synti í ánni Skipulagsaðilar í París hafa sætt gagnrýni vegna þeirra áforma að hafa sundhluta keppninnar í Signu vegna þeirrar miklu mengunar sem verið hefur í ánni. Mörgum milljónum evra hefur verið eytt í hreinsunaraðgerðir svo keppnin geti farið fram. Ekki hefur mátt synda í Signu í meira en hundrað ár vegna óþrifnaðar fram að yfirstandandi Ólympíuleikum. Til að sýna fram á að áin væri sundhæf stakk borgarstjóri Parísar, Anne Hidalgo, sér til sunds fyrir tæpum tveimur vikum en þá mældust bakteríur í hæfilegu magni. Það breyttist við rigningarnar síðustu daga. Ekkert varaplan hvað varðar keppnisstað er til staðar, sem einnig hefur sætt gagnrýni. Synt verður í Signu eða ekki synt yfirhöfuð. Út í hött ef á að breyta greininni Ekki verður hægt að hafa sundhluta keppninnar annarsstaðar en í ánni og því þrennt í stöðunni. Í fyrsta lagi að keppni fari fram að óbreyttu á morgun og hinn, í öðru lagi að keppni verði frestað og Guðlaug keppi ekki fyrr en 2. ágúst, eða í þriðja lagi að sundkeppnin verði lögð af og hlaupið í staðinn. Vésteinn segir Guðlaugu Eddu taka stöðunni sem uppi er af jafnaðargeði en skilur ekkert í því að hægt sé að breyta keppnisgrein svo stórtæklega á stærsta sviðinu. „Hún er náttúrulega mjög sterk í sundi og hjólreiðunum en liggur aðeins á eftir í hlaupunum vegna þessa mjaðmaskurðs sem hún fór í og er ekki alveg komin til baka þar. Hún er náttúrulega fyrrum sundkona og hennar styrkur liggur í sundinu og hún orðin mjög sterk í sundinu,“ segir Vésteinn og bætir við: „Það væri synd ef sundið yrði tekið í burtu en hún er allt í lagi og tekur bara því sem verður. Mér persónulega finnst alveg fáránlegt þegar hún fer að keppa á Ólympíuleikum og fær ekki að synda eina af þremur greinum í þríþraut,“ segir Vésteinn. Varla sé hægt að kalla þetta þríþraut sé ekki synt. „Þetta verður þá í raun tvíþraut. Þá ertu kominn í allt aðra sálma. Það finnst mér persónulega alveg út í hött. Ég ræddi þetta við hana áðan og hún tekur þessu bara eins og þetta verður og var bara nokkuð kúl með það. „Við höldum að þetta verði, en það sé stór möguleiki á því að það verði 2. ágúst frekar en 31. júlí,“ segir Vésteinn. Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fleiri fréttir Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Lamar Jackson ekki með um helgina George Russell á ráspól í Singapúr FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um mengunarmagn í Signu, ánni sem rennur í gegnum París, en þar á sundhluti þríþrautarinnar að fara fram. Keppni í karlaflokki á að fara fram í fyrramálið og í kvennaflokki morguninn eftir. Guðlaug Edda Hannesdóttir verður fyrsti íslenski keppandinn í greininni á Ólympíuleikum, en um er að ræða keppni þar sem syntur er einn og hálfur kílómetri, hjólaðir 40 kílómetrar og hlaupnir tíu kílómetrar. Svona lítur þríþrautarbrautin í París út.Mynd/IOC Mikil rigning hefur verið í París síðustu daga sem hefur aukið mengunarmagn í ánni, þar sem skólp og önnur óhreinindi hafa streymt í Signu. Og er bakteríumagn yfir leyfilegum mörkum. Það hefur haft áhrif á undirbúning Guðlaugar. „Guðlaug Edda var í því sem kallast briefing á lélegri íslensku í morgun. Þar er farið í gegnum brautina, í sundinu, hjólinu og prófa þetta allt saman. Þá var náttúrulega aðalmálið á tæknifundinum hvort verði synt eða ekki,“ segir Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ og fararstjóri íslenska Ólympíuhópsins, í samtali við íþróttadeild. „Þau fengu ekki að synda í morgun í þessari prófkeyrslu, þá fór hún í sundlaugina í staðinn seinni partinn. En þau sem stjórna þessu eru mjög jákvæð fyrir því að það verði af þessu. Það á ekki að rigna næstu daga og svona,“ bætir Vésteinn við. Fréttin heldur áfram eftir viðtalið. Borgarstjórinn synti í ánni Skipulagsaðilar í París hafa sætt gagnrýni vegna þeirra áforma að hafa sundhluta keppninnar í Signu vegna þeirrar miklu mengunar sem verið hefur í ánni. Mörgum milljónum evra hefur verið eytt í hreinsunaraðgerðir svo keppnin geti farið fram. Ekki hefur mátt synda í Signu í meira en hundrað ár vegna óþrifnaðar fram að yfirstandandi Ólympíuleikum. Til að sýna fram á að áin væri sundhæf stakk borgarstjóri Parísar, Anne Hidalgo, sér til sunds fyrir tæpum tveimur vikum en þá mældust bakteríur í hæfilegu magni. Það breyttist við rigningarnar síðustu daga. Ekkert varaplan hvað varðar keppnisstað er til staðar, sem einnig hefur sætt gagnrýni. Synt verður í Signu eða ekki synt yfirhöfuð. Út í hött ef á að breyta greininni Ekki verður hægt að hafa sundhluta keppninnar annarsstaðar en í ánni og því þrennt í stöðunni. Í fyrsta lagi að keppni fari fram að óbreyttu á morgun og hinn, í öðru lagi að keppni verði frestað og Guðlaug keppi ekki fyrr en 2. ágúst, eða í þriðja lagi að sundkeppnin verði lögð af og hlaupið í staðinn. Vésteinn segir Guðlaugu Eddu taka stöðunni sem uppi er af jafnaðargeði en skilur ekkert í því að hægt sé að breyta keppnisgrein svo stórtæklega á stærsta sviðinu. „Hún er náttúrulega mjög sterk í sundi og hjólreiðunum en liggur aðeins á eftir í hlaupunum vegna þessa mjaðmaskurðs sem hún fór í og er ekki alveg komin til baka þar. Hún er náttúrulega fyrrum sundkona og hennar styrkur liggur í sundinu og hún orðin mjög sterk í sundinu,“ segir Vésteinn og bætir við: „Það væri synd ef sundið yrði tekið í burtu en hún er allt í lagi og tekur bara því sem verður. Mér persónulega finnst alveg fáránlegt þegar hún fer að keppa á Ólympíuleikum og fær ekki að synda eina af þremur greinum í þríþraut,“ segir Vésteinn. Varla sé hægt að kalla þetta þríþraut sé ekki synt. „Þetta verður þá í raun tvíþraut. Þá ertu kominn í allt aðra sálma. Það finnst mér persónulega alveg út í hött. Ég ræddi þetta við hana áðan og hún tekur þessu bara eins og þetta verður og var bara nokkuð kúl með það. „Við höldum að þetta verði, en það sé stór möguleiki á því að það verði 2. ágúst frekar en 31. júlí,“ segir Vésteinn.
Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fleiri fréttir Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Lamar Jackson ekki með um helgina George Russell á ráspól í Singapúr FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Sjá meira