Rannsaka þátt rútubílstjóra sem fylgdist með hraðanum í síma Jón Þór Stefánsson skrifar 29. júlí 2024 11:57 Rútan valt og fjöldi er slasaður að sögn lögreglu. aðsend Ökumaður rútu sem valt við Fagranes í Öxnadal þann fjórtánda júní síðastliðinn er sakborningur í rannsókn lögreglu á slysinu. Á meðal þess sem lögreglan er með til skoðunar er hvort reka megi slysið til gáleysis af hálfu bílstjórans sem mun hafa notast við hraðamæli á GPS-búnað í síma til að fylgjast með hraða rútunnar. Maðurinn, sem er af erlendum uppruna, var úrskurðaður í farbann í kjölfar slyssins en það rann út síðastliðinn föstudag. Eyþór Þorbergsson, saksóknari hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir í samtali við fréttastofu að lögreglan hafi ekki séð ástæðu til að framlengja farbannið. Rannsóknin er langt komin en enn á eftir að taka ákvörðun um hvort ákært verði í málinu. Tuttugu og tveir ferðamenn frá Tékklandi voru í rútunni en þar af voru fimm fluttir á sjúkrahús og voru við fyrsta mat lögreglu taldir mjög alvarlega slasaðir. Tveimur þeirra var haldið sofandi í nokkra daga á eftir. Þá þóttu tíu einstaklingar þónokkuð slasaðir og sjö minna eða lítið slasaðir. Þegar lögregla kom á vettvang var einn farþegi enn fastur í rútunni. Verkfæri flugu um farþegarýmið Í úrskurði Héraðsdóms Norðurlands eystra varðandi farbann rútubílstjórans er haft eftir lögreglumanni sem varð vitni að slysinu að rútan hafi farið að vagga á veginum fram og til baka og til hliðar í aðdraganda slyssins. Þá hafi rykský byrjað að myndast í kringum hliðar rútunnar áður en hún valt. Talið er að rútan hafi oltið eina og hálfa veltu. Um er að ræða sérsmíðaðan vörubíl með húsi fyrir farþega. Þá er ökumannsrými lokað af frá farþegarýminu. Í úrskurðinum segir að litlar upplýsingar liggi fyrir um öryggisbúnað í rútunni, líkt og öryggisbelti. Samkvæmt frásögn vitna kastaðist nokkur fjöldi farþega út úr rútunni í slysinu. Þá virðist sem verkfæri og varahlutir sem voru í hólfi í gólfi farþegarýmisins hafi losnað og flogið um farþegarýmið við veltuna. Notaði síma til að fylgjast með hraðanum Þá mun hraðamælir rútunnar hafa verið óvirkur og bílstjórinn því notast við GPS-búnað í farsíma til að fylgjast með hraðanum. Lögreglan tók blóðsýni úr ökumanninum sem benda ekki til þess að hann hafi verið undir áhrifum áfengis, lyfja eða fíkniefna. Á meðal þess sem lögreglan rannsakar í málinu er þungi rútunnar. Það er bæði heildarþungi sem og skipting þyngdarinnar. Samkvæmt upplýsingum lögreglu virðist bíllinn hafa verið talsvert yfir leyfilegri þyngd á afturás. Rútuslys í Öxnadal Samgönguslys Hörgársveit Tengdar fréttir Umfangsmikið mengunarslys vegna rútuslyssins Rútuslysið sem varð við Fagranes í Öxnadal átti sér stað á vatnsverndarsvæði Norðurorku. Mengunarslys, nánar tiltekið olíuleki í Öxnadalsá, varð vegna rútuslyssins. 15. júní 2024 23:15 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Maðurinn, sem er af erlendum uppruna, var úrskurðaður í farbann í kjölfar slyssins en það rann út síðastliðinn föstudag. Eyþór Þorbergsson, saksóknari hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir í samtali við fréttastofu að lögreglan hafi ekki séð ástæðu til að framlengja farbannið. Rannsóknin er langt komin en enn á eftir að taka ákvörðun um hvort ákært verði í málinu. Tuttugu og tveir ferðamenn frá Tékklandi voru í rútunni en þar af voru fimm fluttir á sjúkrahús og voru við fyrsta mat lögreglu taldir mjög alvarlega slasaðir. Tveimur þeirra var haldið sofandi í nokkra daga á eftir. Þá þóttu tíu einstaklingar þónokkuð slasaðir og sjö minna eða lítið slasaðir. Þegar lögregla kom á vettvang var einn farþegi enn fastur í rútunni. Verkfæri flugu um farþegarýmið Í úrskurði Héraðsdóms Norðurlands eystra varðandi farbann rútubílstjórans er haft eftir lögreglumanni sem varð vitni að slysinu að rútan hafi farið að vagga á veginum fram og til baka og til hliðar í aðdraganda slyssins. Þá hafi rykský byrjað að myndast í kringum hliðar rútunnar áður en hún valt. Talið er að rútan hafi oltið eina og hálfa veltu. Um er að ræða sérsmíðaðan vörubíl með húsi fyrir farþega. Þá er ökumannsrými lokað af frá farþegarýminu. Í úrskurðinum segir að litlar upplýsingar liggi fyrir um öryggisbúnað í rútunni, líkt og öryggisbelti. Samkvæmt frásögn vitna kastaðist nokkur fjöldi farþega út úr rútunni í slysinu. Þá virðist sem verkfæri og varahlutir sem voru í hólfi í gólfi farþegarýmisins hafi losnað og flogið um farþegarýmið við veltuna. Notaði síma til að fylgjast með hraðanum Þá mun hraðamælir rútunnar hafa verið óvirkur og bílstjórinn því notast við GPS-búnað í farsíma til að fylgjast með hraðanum. Lögreglan tók blóðsýni úr ökumanninum sem benda ekki til þess að hann hafi verið undir áhrifum áfengis, lyfja eða fíkniefna. Á meðal þess sem lögreglan rannsakar í málinu er þungi rútunnar. Það er bæði heildarþungi sem og skipting þyngdarinnar. Samkvæmt upplýsingum lögreglu virðist bíllinn hafa verið talsvert yfir leyfilegri þyngd á afturás.
Rútuslys í Öxnadal Samgönguslys Hörgársveit Tengdar fréttir Umfangsmikið mengunarslys vegna rútuslyssins Rútuslysið sem varð við Fagranes í Öxnadal átti sér stað á vatnsverndarsvæði Norðurorku. Mengunarslys, nánar tiltekið olíuleki í Öxnadalsá, varð vegna rútuslyssins. 15. júní 2024 23:15 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Umfangsmikið mengunarslys vegna rútuslyssins Rútuslysið sem varð við Fagranes í Öxnadal átti sér stað á vatnsverndarsvæði Norðurorku. Mengunarslys, nánar tiltekið olíuleki í Öxnadalsá, varð vegna rútuslyssins. 15. júní 2024 23:15