Ólympíumeistarinn algjörlega óhuggandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2024 12:30 Uta Abe áttar sig á því að hún hefur tapað bardaganum og er úr leik á Ólympíuleikunum. Getty/Michael Reaves Hin japanska Uta Abe varð Ólympíumeistari í júdó á síðustu Ólympíuleikunum og ætlaði sér mikið á leikunum í París í ár. Það var því mikil áfall fyrir hana þegar hún datt úr leik strax í annarri umferð í gær. Abe keppir í -52 kílóa flokki og hefur unnið tvo heimsmeistaratitla síðan hún vann Ólympíugullið í Tókyó 2021. Hún vann gullið á síðustu leikum með því að vinna Diyora Keldiyorova frá Úsbekistan í úrslitaglímunni. Hefnd frá síðustu leikum Í gær mættust þær stöllur aftur en strax í annarri umferð, sextán manna úrslitum. Þar tókst Úsbekanum að hefna fyrir tapið fyrir þremur árum síðan. Það var í raun ótrúlegt að þær skildu mætast svo snemma í keppninni. Keldiyorova fór síðan alla leið og tryggði sér Ólympíugullið með sigri á Kósóvanum Distria Krasniqi í úrslitaglímunni. Brotnaði niður Tapið í annarri umferð var hins vegar mikið sjokk fyrir Abe sem tók því afar illa. Hún sýndi þó íþróttamennsku og þakkaði Keldiyorovu fyrir bardagann en eftir að hún kom til þjálfara síns þá brotnaði hún algjörlega niður. Ólympíumeistarinn fráfarandi var algjörlega óhuggandi og hágrét í örmum þjálfara síns. Hann reyndi sitt besta að hugga hana og áhorfendur reyndu að hvetja hana áfram með því að klappa fyrir henni. Það gekk aftur á móti lítið enda var Abe greyið algjörlega niðurbrotin eins og sjá má hér fyrir neðan. Reigning Olympic champion, Uta Abe, was absolutely devastated after losing in the second round against Uzbekistan’s Diyora Keldiyorova 💔#Paris2024 #Olympics #Judo pic.twitter.com/k3LPNXqhtB— Eurosport (@eurosport) July 28, 2024 Abe er af mikilli íþróttafjölskyldu en bróðir hennar keppir líka í júdó. Þau unnu bæði gull á leikunum í Tókíó fyrir þremur árum og ætluðu að upplifa drauminn að vinna gull sama daginn í París. Hifumi Abe bróður hennar tókst að landa gullinu og sagðist hafa hugsað mikið til systur sinnar í baráttu sinni fyrir sigrinum í 66 kílógramma flokkinum. „Ég reyndi að sýna styrk minn og vildi virkilega berjast fyrir hönd systur minnar, fyrir systur mína. Ég endurtók það í hugsunum mínum. Þannig mætti ég til leiks,“ sagði Hifumi Abe, bróðir Uta Abe. Ólympíuleikar 2024 í París Júdó Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið MetLife er nú kallað DeathLife Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Stefndi á ÓL en lést í slysi á æfingu Höfðingjarnir vaknaðir og ótrúlegt jafntefli í Dallas Áhugasamur verði Amorim rekinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Hefur enga trú lengur á Amorim Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Al Horford til Golden State Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Dagskráin í dag: Fótboltinn í fyrirrúmi Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
Abe keppir í -52 kílóa flokki og hefur unnið tvo heimsmeistaratitla síðan hún vann Ólympíugullið í Tókyó 2021. Hún vann gullið á síðustu leikum með því að vinna Diyora Keldiyorova frá Úsbekistan í úrslitaglímunni. Hefnd frá síðustu leikum Í gær mættust þær stöllur aftur en strax í annarri umferð, sextán manna úrslitum. Þar tókst Úsbekanum að hefna fyrir tapið fyrir þremur árum síðan. Það var í raun ótrúlegt að þær skildu mætast svo snemma í keppninni. Keldiyorova fór síðan alla leið og tryggði sér Ólympíugullið með sigri á Kósóvanum Distria Krasniqi í úrslitaglímunni. Brotnaði niður Tapið í annarri umferð var hins vegar mikið sjokk fyrir Abe sem tók því afar illa. Hún sýndi þó íþróttamennsku og þakkaði Keldiyorovu fyrir bardagann en eftir að hún kom til þjálfara síns þá brotnaði hún algjörlega niður. Ólympíumeistarinn fráfarandi var algjörlega óhuggandi og hágrét í örmum þjálfara síns. Hann reyndi sitt besta að hugga hana og áhorfendur reyndu að hvetja hana áfram með því að klappa fyrir henni. Það gekk aftur á móti lítið enda var Abe greyið algjörlega niðurbrotin eins og sjá má hér fyrir neðan. Reigning Olympic champion, Uta Abe, was absolutely devastated after losing in the second round against Uzbekistan’s Diyora Keldiyorova 💔#Paris2024 #Olympics #Judo pic.twitter.com/k3LPNXqhtB— Eurosport (@eurosport) July 28, 2024 Abe er af mikilli íþróttafjölskyldu en bróðir hennar keppir líka í júdó. Þau unnu bæði gull á leikunum í Tókíó fyrir þremur árum og ætluðu að upplifa drauminn að vinna gull sama daginn í París. Hifumi Abe bróður hennar tókst að landa gullinu og sagðist hafa hugsað mikið til systur sinnar í baráttu sinni fyrir sigrinum í 66 kílógramma flokkinum. „Ég reyndi að sýna styrk minn og vildi virkilega berjast fyrir hönd systur minnar, fyrir systur mína. Ég endurtók það í hugsunum mínum. Þannig mætti ég til leiks,“ sagði Hifumi Abe, bróðir Uta Abe.
Ólympíuleikar 2024 í París Júdó Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið MetLife er nú kallað DeathLife Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Stefndi á ÓL en lést í slysi á æfingu Höfðingjarnir vaknaðir og ótrúlegt jafntefli í Dallas Áhugasamur verði Amorim rekinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Hefur enga trú lengur á Amorim Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Al Horford til Golden State Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Dagskráin í dag: Fótboltinn í fyrirrúmi Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn