„Frábærir frá upphafi til enda“ Hinrik Wöhler skrifar 28. júlí 2024 20:15 Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, hafði betur á móti ÍA á Skaganum í dag. Vísir/Pawel Jökull Elísarbetarson, þjálfari Stjörnunnar, var í skýjunum með frammistöðu liðsins eftir 3-1 sigur á ÍA í Bestu deild karla í dag. „Bara frábær leikur, mér fannst við frábærir frá upphafi til enda. Við fengum auðvitað á okkur óþægilegt mark á óþægilegum tíma sem er auðvitað skrýtið og þurfum að skoða reglurnar varðandi þetta. Ef þetta er leyfilegt þá munum við nýta okkur það í föstum leikatriðum sóknarlega,“ sagði Jökull eftir leikinn á Skaganum. Þrátt fyrir að Stjarnan hafi verið 1-0 undir í hálfleik kom liðið til baka í síðari hálfleik og gengu frá leiknum með því að skora þrjú mörk. „Það var mikil trú í liðinu, alveg sama hvað, við héldum bara áfram að spila okkur leik og héldum boltanum. Við hreyfðum þá og létum þá hlaupa, við vissum að það myndi skila mörkum seinna í leiknum, bara mjög gaman sjá,“ bætti Jökull við. Átti mark ÍA að standa? Jökull var allt annað en sáttur með eina mark ÍA undir lok fyrri hálfleiks. Markið kom eftir aukaspyrnu utan af velli og telur Jökull að markið hefði ekki átt að standa. „Hinrik [Harðarson] er rangstæður. Aðstoðardómarinn er sammála og segir að hann sé rangstæður, hann sé of langt frá markinu til að hafa áhrif. Þetta er viljandi gert hjá þeim og þeir gerðu þetta oftar í leiknum og þetta hefur auðvitað áhrif. Við erum alveg til í að nýta okkur þetta ef þetta má, þá kvörtum við ekki neitt.“ Jökull segir að það hafi ekkert sérstakt breyst í síðari hálfleik hjá sínum leikmönnum. Hann sá hins vegar þreytumerki á Skagamönnum sem gerði það að verkum að þeir náðu að opna vörn ÍA. „Mér fannst ekkert mikið breytast, við héldum boltanum áfram og komust í stöður. Það sem mér fannst breytast var að þeir voru orðnir þreyttari og færslurnar hægari. Það gerði það að verkum að við komust í opnari stöður þegar við keyrðum á. Það sem breyttist var það sem undan var gengið, mér fannst það skila,“ segir Jökull. Þrír leikir á átta dögum hjá Stjörnunni Það er skammt stórra högga á milli hjá Garðbæingum en þeir mæta eistneska liðinu Paide á fimmtudaginn í Eistlandi í annarri umferð Sambandsdeildarinnar. „Við förum seinni partinn á þriðjudaginn og nú er bara að menn jafni sig. Við tökum rólegt fram að því og förum að setja fókusinn á það,“ segir Jökull að lokum þegar hann var spurður út í komandi ferðalag. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira
„Bara frábær leikur, mér fannst við frábærir frá upphafi til enda. Við fengum auðvitað á okkur óþægilegt mark á óþægilegum tíma sem er auðvitað skrýtið og þurfum að skoða reglurnar varðandi þetta. Ef þetta er leyfilegt þá munum við nýta okkur það í föstum leikatriðum sóknarlega,“ sagði Jökull eftir leikinn á Skaganum. Þrátt fyrir að Stjarnan hafi verið 1-0 undir í hálfleik kom liðið til baka í síðari hálfleik og gengu frá leiknum með því að skora þrjú mörk. „Það var mikil trú í liðinu, alveg sama hvað, við héldum bara áfram að spila okkur leik og héldum boltanum. Við hreyfðum þá og létum þá hlaupa, við vissum að það myndi skila mörkum seinna í leiknum, bara mjög gaman sjá,“ bætti Jökull við. Átti mark ÍA að standa? Jökull var allt annað en sáttur með eina mark ÍA undir lok fyrri hálfleiks. Markið kom eftir aukaspyrnu utan af velli og telur Jökull að markið hefði ekki átt að standa. „Hinrik [Harðarson] er rangstæður. Aðstoðardómarinn er sammála og segir að hann sé rangstæður, hann sé of langt frá markinu til að hafa áhrif. Þetta er viljandi gert hjá þeim og þeir gerðu þetta oftar í leiknum og þetta hefur auðvitað áhrif. Við erum alveg til í að nýta okkur þetta ef þetta má, þá kvörtum við ekki neitt.“ Jökull segir að það hafi ekkert sérstakt breyst í síðari hálfleik hjá sínum leikmönnum. Hann sá hins vegar þreytumerki á Skagamönnum sem gerði það að verkum að þeir náðu að opna vörn ÍA. „Mér fannst ekkert mikið breytast, við héldum boltanum áfram og komust í stöður. Það sem mér fannst breytast var að þeir voru orðnir þreyttari og færslurnar hægari. Það gerði það að verkum að við komust í opnari stöður þegar við keyrðum á. Það sem breyttist var það sem undan var gengið, mér fannst það skila,“ segir Jökull. Þrír leikir á átta dögum hjá Stjörnunni Það er skammt stórra högga á milli hjá Garðbæingum en þeir mæta eistneska liðinu Paide á fimmtudaginn í Eistlandi í annarri umferð Sambandsdeildarinnar. „Við förum seinni partinn á þriðjudaginn og nú er bara að menn jafni sig. Við tökum rólegt fram að því og förum að setja fókusinn á það,“ segir Jökull að lokum þegar hann var spurður út í komandi ferðalag.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira