Útskýrir ummælin um barnlausar kattarkonur Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. júlí 2024 09:28 JD Vance segir að Demókrataflokkurinn reki ófjölskylduvæna stefnu sem hvetji til barnleysis. AP Varaforsetaefni Donalds Trump hefur gripið til varna fyrir ummæli sem hann lét falla 2021, um að Demókrataflokkurinn samanstandi af „barnlausum kattarkonum sem lifa í eymd.“ Hann segir Demókrataflokkinn reka ófjölskylduvæna stefnu, og líta barneignir hornauga. Ummælin lét hann falla í viðtali við Tucker Carlson árið 2021, en myndband þar sem hann lætur ummælin falla hefur farið á verulegt flug á samfélagsmiðlum síðustu daga. Í viðtalinu sagði hann að þessar kattarkonur vildu gera alla aðra óhamingjusama vegna eigin óánægju með líf sitt og val. Ummælin hafa víða vakið upp hörð viðbrögð. Demókrataflokkurinn ófjölskylduvænn „Þetta er augljóslega kaldhæðnisleg athugasemd. Fólk er að einblína of mikið á kaldhæðnina en ekki það sem ég raunverulega átti við,“ sagði Vance í viðtali við Megyn Kelly á föstudaginn. „Ég stend ennþá við kjarnann í því sem ég sagði,“ sagði hann. Kveðst hann ekki hafa verið að gagnrýna barnlaust fólk, heldur Demókrataflokkinn, sem hann segir reka ófjölskylduvæna og óbarnvæna stefnu. J.D Vance er varaforsetaefni Donalds Trump.Getty „Það sem ég átti við, er að þegar maður eignast börn, verður faðir eða móðir, ég held það hafi verulega mikil áhrif á lífsviðhorfin sem maður hefur,“ sagði Vance. „Samfélagið okkar er farið að líta barneignir hornauga, það er það sem ég er að segja,“ sagði Vance, sem á þrjú börn sjálfur. Barnlaust fólk fararbroddi Demókrataflokksins Í upphaflega viðtalinu árið 2021, þar sem hann lét ummælin falla, gerði hann athugasemdir við það að sumir pólitískir leiðtogar ættu ekki börn, til dæmis Kamala Harris. Harris er stjúpmóðir tveggja barna en á ekki börn sjálf. „Ég óska Harris, stjúpbörnum hennar og allri hennar fjölskyldu alls hins besta. Ég er ekki að segja að hún sé ómerkilegri en aðrir sem eiga börn. Punkturinn í því sem ég er að segja er að hennar flokkur hefur rekið mjög óbarnvæna stefnu við stjórnvölin,“ sagði Vance. Þá ítrekaði Vance að gagnrýnin beindist ekki gegn fólki sem getur ekki eignast börn af líffræðilegum eða öðrum læknisfræðilegum ástæðum. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hét því að endurvekja bandaríska drauminn „Ég heiti hverjum Bandaríkjamanni því, hvaða flokk sem þú kýst, að gefa allt sem ég hef. Að þjóna ykkur og gera þetta land að stað þar sem þeir draumar sem þú átt fyrir sjálfan þig, fjölskyldu þína og landið þitt geta orðið að raunveruleika.“ 18. júlí 2024 06:47 Hver er J.D. Vance? Á landsþingi Repúblikanaflokksins í Wisconsinfylki í gær var tilkynnt að J.D. Vance yrði varaforsetaefni Trumps í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum. Vance er ekki ýkja þekktur á heimsvísu en hefur verið þekkt stærð í bandarískum stjórnmálum síðan hann var kjörinn öldungadeildarþingmaður árið 2022, 38 ára að aldri. 16. júlí 2024 11:15 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Ummælin lét hann falla í viðtali við Tucker Carlson árið 2021, en myndband þar sem hann lætur ummælin falla hefur farið á verulegt flug á samfélagsmiðlum síðustu daga. Í viðtalinu sagði hann að þessar kattarkonur vildu gera alla aðra óhamingjusama vegna eigin óánægju með líf sitt og val. Ummælin hafa víða vakið upp hörð viðbrögð. Demókrataflokkurinn ófjölskylduvænn „Þetta er augljóslega kaldhæðnisleg athugasemd. Fólk er að einblína of mikið á kaldhæðnina en ekki það sem ég raunverulega átti við,“ sagði Vance í viðtali við Megyn Kelly á föstudaginn. „Ég stend ennþá við kjarnann í því sem ég sagði,“ sagði hann. Kveðst hann ekki hafa verið að gagnrýna barnlaust fólk, heldur Demókrataflokkinn, sem hann segir reka ófjölskylduvæna og óbarnvæna stefnu. J.D Vance er varaforsetaefni Donalds Trump.Getty „Það sem ég átti við, er að þegar maður eignast börn, verður faðir eða móðir, ég held það hafi verulega mikil áhrif á lífsviðhorfin sem maður hefur,“ sagði Vance. „Samfélagið okkar er farið að líta barneignir hornauga, það er það sem ég er að segja,“ sagði Vance, sem á þrjú börn sjálfur. Barnlaust fólk fararbroddi Demókrataflokksins Í upphaflega viðtalinu árið 2021, þar sem hann lét ummælin falla, gerði hann athugasemdir við það að sumir pólitískir leiðtogar ættu ekki börn, til dæmis Kamala Harris. Harris er stjúpmóðir tveggja barna en á ekki börn sjálf. „Ég óska Harris, stjúpbörnum hennar og allri hennar fjölskyldu alls hins besta. Ég er ekki að segja að hún sé ómerkilegri en aðrir sem eiga börn. Punkturinn í því sem ég er að segja er að hennar flokkur hefur rekið mjög óbarnvæna stefnu við stjórnvölin,“ sagði Vance. Þá ítrekaði Vance að gagnrýnin beindist ekki gegn fólki sem getur ekki eignast börn af líffræðilegum eða öðrum læknisfræðilegum ástæðum.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hét því að endurvekja bandaríska drauminn „Ég heiti hverjum Bandaríkjamanni því, hvaða flokk sem þú kýst, að gefa allt sem ég hef. Að þjóna ykkur og gera þetta land að stað þar sem þeir draumar sem þú átt fyrir sjálfan þig, fjölskyldu þína og landið þitt geta orðið að raunveruleika.“ 18. júlí 2024 06:47 Hver er J.D. Vance? Á landsþingi Repúblikanaflokksins í Wisconsinfylki í gær var tilkynnt að J.D. Vance yrði varaforsetaefni Trumps í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum. Vance er ekki ýkja þekktur á heimsvísu en hefur verið þekkt stærð í bandarískum stjórnmálum síðan hann var kjörinn öldungadeildarþingmaður árið 2022, 38 ára að aldri. 16. júlí 2024 11:15 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Hét því að endurvekja bandaríska drauminn „Ég heiti hverjum Bandaríkjamanni því, hvaða flokk sem þú kýst, að gefa allt sem ég hef. Að þjóna ykkur og gera þetta land að stað þar sem þeir draumar sem þú átt fyrir sjálfan þig, fjölskyldu þína og landið þitt geta orðið að raunveruleika.“ 18. júlí 2024 06:47
Hver er J.D. Vance? Á landsþingi Repúblikanaflokksins í Wisconsinfylki í gær var tilkynnt að J.D. Vance yrði varaforsetaefni Trumps í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum. Vance er ekki ýkja þekktur á heimsvísu en hefur verið þekkt stærð í bandarískum stjórnmálum síðan hann var kjörinn öldungadeildarþingmaður árið 2022, 38 ára að aldri. 16. júlí 2024 11:15