Merki Coolbet fjarlægt eftir símtal fréttamanns Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. júlí 2024 09:03 Merki Coolbet var á plakötum fjölskylduhátíðarinnar Einnar með öllu ásamt öðrum styrktaraðilum hátíðarinnar. Það hefur nú verið fjarlægt af öllu markaðsefni. skjáskot Dómsmálaráðherra vonast til að geta lagt fram frumvarp sem tekur á reglum um erlendar veðmálasíður í haust. Talsmaður fjölskylduhátíðarinnar Einnar með öllu segir að Coolbet hafi óskað eftir samstarfi sem var slitið í gær. Samkvæmt nýrri könnun sem Maskína gerði fyrir fréttastofu kemur fram að einungis 18 prósent hafa veðjað eða tekið þátt í fjárhættuspilum á síðustu tólf mánuðum. Flestir spiluðu á Coolbet eða 78,2 prósent.grafík/sara Þeir sem sögðust hafa stundað veðmál eða fjárhættuspil á erlendum vefsíðum spiluðu flestir á Coolbet eða 78,2 prósent en fæstir á Betfair. Þá leggja flestir 20 til tæplega 50 þúsund undir í veðmálum. Coolbet fer mikinn í auglýsingum hér á landi en hvorki má starfrækja né auglýsa fyrirtækið á Íslandi. Athygli vakti þegar Coolbet auglýsti grimmt í útilegu Verzlinga og fengu börn gefins fatnað merktan fyrirtækinu og voru hvött til að fylgja því á samfélagsmiðlum. Nýjasta dæmið er fjölskylduhátíðin Ein með öllu á Akureyri. En á plakötum hátíðarinnar mátti sjá styrktaraðilann Coolbet. Uppi varð fótur og fit þegar fréttastofa hafði samband við talsmann hátíðarinnar sem sagðist brugðið vegna málsins og sagðist ekki þekkja til starfsemi Coolbet. Ólögleg veðmálasíða fari ekki saman við fjölskylduhátíð og sagði hann að hátíðin myndi slíta samstarfi við fyrirtækið og hefur merki þess tekið af öllum plakötum. Coolbet var á meðal styrktaraðila fjölskylduhátíðarinnar Einnar með öllu en samstarfinu var slitið í dag. Merki Coolbet hefur verið tekið af plakötum hátíðarinnar.skjáskot/ein með öllu Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra vonast til að geta lagt fram frumvarp um erlendar veðmálasíður í haust. „Það er vinna hér í gangi og ég vænti þess að það komi niðurstaða úr þeirri vinnu þannig ég geti lagt fram vonandi frumvarp í haust í þá veruna.“ Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm Aðspurð hvort hún vilji herða reglur og banna starfsemina eða leyfa hana og skýra regluverk í kringum veðmálastarfsemi á erlendum síðum segir Guðrún seinni valkostinn hugnast betur. „Ég hef sagt að mér finnst eðlilegt að við séum með skýrara regluverk utan um þessa starfsemi og einnig að horfa til þess að þau fyrirtæki sem hér eru að starfa á markaði, að þau greiði hér skatta af þeirri starfsemi til ríkisins.“ Fjárhættuspil Akureyri Börn og uppeldi Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira
Samkvæmt nýrri könnun sem Maskína gerði fyrir fréttastofu kemur fram að einungis 18 prósent hafa veðjað eða tekið þátt í fjárhættuspilum á síðustu tólf mánuðum. Flestir spiluðu á Coolbet eða 78,2 prósent.grafík/sara Þeir sem sögðust hafa stundað veðmál eða fjárhættuspil á erlendum vefsíðum spiluðu flestir á Coolbet eða 78,2 prósent en fæstir á Betfair. Þá leggja flestir 20 til tæplega 50 þúsund undir í veðmálum. Coolbet fer mikinn í auglýsingum hér á landi en hvorki má starfrækja né auglýsa fyrirtækið á Íslandi. Athygli vakti þegar Coolbet auglýsti grimmt í útilegu Verzlinga og fengu börn gefins fatnað merktan fyrirtækinu og voru hvött til að fylgja því á samfélagsmiðlum. Nýjasta dæmið er fjölskylduhátíðin Ein með öllu á Akureyri. En á plakötum hátíðarinnar mátti sjá styrktaraðilann Coolbet. Uppi varð fótur og fit þegar fréttastofa hafði samband við talsmann hátíðarinnar sem sagðist brugðið vegna málsins og sagðist ekki þekkja til starfsemi Coolbet. Ólögleg veðmálasíða fari ekki saman við fjölskylduhátíð og sagði hann að hátíðin myndi slíta samstarfi við fyrirtækið og hefur merki þess tekið af öllum plakötum. Coolbet var á meðal styrktaraðila fjölskylduhátíðarinnar Einnar með öllu en samstarfinu var slitið í dag. Merki Coolbet hefur verið tekið af plakötum hátíðarinnar.skjáskot/ein með öllu Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra vonast til að geta lagt fram frumvarp um erlendar veðmálasíður í haust. „Það er vinna hér í gangi og ég vænti þess að það komi niðurstaða úr þeirri vinnu þannig ég geti lagt fram vonandi frumvarp í haust í þá veruna.“ Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm Aðspurð hvort hún vilji herða reglur og banna starfsemina eða leyfa hana og skýra regluverk í kringum veðmálastarfsemi á erlendum síðum segir Guðrún seinni valkostinn hugnast betur. „Ég hef sagt að mér finnst eðlilegt að við séum með skýrara regluverk utan um þessa starfsemi og einnig að horfa til þess að þau fyrirtæki sem hér eru að starfa á markaði, að þau greiði hér skatta af þeirri starfsemi til ríkisins.“
Fjárhættuspil Akureyri Börn og uppeldi Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira