ÉG ÞORI! Inga Sæland skrifar 27. júlí 2024 07:00 Enginn sem freistar þess að koma sér þaki yfir höfuðið í því stjórnleysi sem hér ríkir, getur gert sér í hugarlund hvaða vinnuþrælkun og fjötrar munu binda hann til framtíðar. Þá er ég að miða við að sá hinn sami ætli að reyna að þrauka í því vaxtaokursumhverfi sem íslensk stjórnvöld hafa búið honum og taki það á sig að greiða íbúðina sína margfalt til baka með því að vinna myrkranna á milli í von um að missa ekki heimilið sitt í græðgiskjaft lánastofnana. Það þarf engan að undra að barneignum fari fækkandi og nú sé svo komið að fæstir treysta sér til að eignast fleiri en eitt barn. Ástæðan er augljós — hér er rekin andfjölskyldustefna þar sem fjölskyldan er ekki lengur hornsteinn samfélagsins heldur græðgi og arðrán sem framið er á þjóðinni um hábjartan dag, hvern einasta dag! Það er með ólíkindum þetta langlundargeð okkar, rúmum 15 árum eftir að Sjálfstæðisflokkur undir stjórn Geirs H. Haarde, Þorgerðar Katrínar og Framsóknar undir stjórn Guðna Ágústssonar og Valgerðar Sverrisdóttur komu okkur á kaldan klaka í efnahagshruninu 2008. Þegar spilaborgin þeirra hrundi höfðu þau keppst við að mæra einkavæðingu bankanna, enginn þó eins og Sjálfstæðisflokkurinn sem hreinlega hélt ekki vatni yfir þeirri snilld sem það væri að koma fjármálakerfinu frá ríkinu í hendur einkaaðila. Sagan sýnir okkur að þessir aðilar voru ekki aðeins misvitrir heldur kafnandi úr græðgi sem hirti ekki um eldinn sem þeir báru að samfélaginu í heild sinni. Því er óhætt að fullyrða að fáir sluppu við brunasárin eftir bæði þessa vanhæfu ríkisstjórn og græðgi þeirra sem eignuðust bankana fyrir lítið. Nú er sagan að endurtaka sig, nema að þessu sinni eru það Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og VG sem stýra efnahagshruninu sem nú á sér stað og nú er það vísvitandi skortstefna á húsnæðismarkaði sem leiðir samfélagið á höggstokkinn. Nú eru það bankarnir og lífeyrissjóðirnir sem með okurvöxtum sínum halda samfélaginu í úlfakreppu vinnuþrælkunar. Þar sem stórkostlegir fjármagnsflutningar eiga sér stað frá vinnandi stéttum og öllum þeim sem skulda þeim peninga, hvort sem um er að ræða einstaklinga eða fyrirtæki. Það er ömurlegt að horfa upp á vanhæfni ríkisstjórnarinnar sem augljóslega ræður ekki við eigin mistök skortstefnunnar sem átti að færa þeim allar eignir okkar á silfurfati og koma okkur öllum á náðir græðgisvæddra leigufélaga. Þau gleymdu að taka tillit til þess að samfélagið í heild myndi riða til falls. Allir innviðir standa á brauðfótum og stjórnvöld ráða engan veginn við verkefnið. Húsið stendur í björtu báli og einu ráðin sem þessir áskrifendur að laununum sínum hafa er að hella olíu á eldinn. Alþingi þarf að kalla saman strax! Það ríkir neyðarástand í samfélaginu sem kallar á setningu neyðarlaga til að stöðva þetta vaxtaokurbrjálæði. Stórum hluta þjóðarinnar er að blæða út, þeir einu sem láta sér á sama standa eru þeir sem hreinlega græða á okrinu og eru með alla vasa fulla af peningunum okkar. Þeim er sama þótt heimilin brenni upp í logunum sem þeir kæra sig ekki um að slökkva. Það má aldrei láta sér á sama standa hverjir stjórna landinu okkar, það má aldrei gleyma sögunni og þeim hörmungum sem þessir flokkar hafa leitt yfir okkur. Það er í okkar valdi að víkja þessu fólki frá völdum í kjörklefanum. Flokkur fólksins er flokkurinn ykkar sem setur fólkið alltaf í fyrsta sæti. ÉG ÞORI! Höfundur er þingmaður og formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Húsnæðismál Flokkur fólksins Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Enginn sem freistar þess að koma sér þaki yfir höfuðið í því stjórnleysi sem hér ríkir, getur gert sér í hugarlund hvaða vinnuþrælkun og fjötrar munu binda hann til framtíðar. Þá er ég að miða við að sá hinn sami ætli að reyna að þrauka í því vaxtaokursumhverfi sem íslensk stjórnvöld hafa búið honum og taki það á sig að greiða íbúðina sína margfalt til baka með því að vinna myrkranna á milli í von um að missa ekki heimilið sitt í græðgiskjaft lánastofnana. Það þarf engan að undra að barneignum fari fækkandi og nú sé svo komið að fæstir treysta sér til að eignast fleiri en eitt barn. Ástæðan er augljós — hér er rekin andfjölskyldustefna þar sem fjölskyldan er ekki lengur hornsteinn samfélagsins heldur græðgi og arðrán sem framið er á þjóðinni um hábjartan dag, hvern einasta dag! Það er með ólíkindum þetta langlundargeð okkar, rúmum 15 árum eftir að Sjálfstæðisflokkur undir stjórn Geirs H. Haarde, Þorgerðar Katrínar og Framsóknar undir stjórn Guðna Ágústssonar og Valgerðar Sverrisdóttur komu okkur á kaldan klaka í efnahagshruninu 2008. Þegar spilaborgin þeirra hrundi höfðu þau keppst við að mæra einkavæðingu bankanna, enginn þó eins og Sjálfstæðisflokkurinn sem hreinlega hélt ekki vatni yfir þeirri snilld sem það væri að koma fjármálakerfinu frá ríkinu í hendur einkaaðila. Sagan sýnir okkur að þessir aðilar voru ekki aðeins misvitrir heldur kafnandi úr græðgi sem hirti ekki um eldinn sem þeir báru að samfélaginu í heild sinni. Því er óhætt að fullyrða að fáir sluppu við brunasárin eftir bæði þessa vanhæfu ríkisstjórn og græðgi þeirra sem eignuðust bankana fyrir lítið. Nú er sagan að endurtaka sig, nema að þessu sinni eru það Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og VG sem stýra efnahagshruninu sem nú á sér stað og nú er það vísvitandi skortstefna á húsnæðismarkaði sem leiðir samfélagið á höggstokkinn. Nú eru það bankarnir og lífeyrissjóðirnir sem með okurvöxtum sínum halda samfélaginu í úlfakreppu vinnuþrælkunar. Þar sem stórkostlegir fjármagnsflutningar eiga sér stað frá vinnandi stéttum og öllum þeim sem skulda þeim peninga, hvort sem um er að ræða einstaklinga eða fyrirtæki. Það er ömurlegt að horfa upp á vanhæfni ríkisstjórnarinnar sem augljóslega ræður ekki við eigin mistök skortstefnunnar sem átti að færa þeim allar eignir okkar á silfurfati og koma okkur öllum á náðir græðgisvæddra leigufélaga. Þau gleymdu að taka tillit til þess að samfélagið í heild myndi riða til falls. Allir innviðir standa á brauðfótum og stjórnvöld ráða engan veginn við verkefnið. Húsið stendur í björtu báli og einu ráðin sem þessir áskrifendur að laununum sínum hafa er að hella olíu á eldinn. Alþingi þarf að kalla saman strax! Það ríkir neyðarástand í samfélaginu sem kallar á setningu neyðarlaga til að stöðva þetta vaxtaokurbrjálæði. Stórum hluta þjóðarinnar er að blæða út, þeir einu sem láta sér á sama standa eru þeir sem hreinlega græða á okrinu og eru með alla vasa fulla af peningunum okkar. Þeim er sama þótt heimilin brenni upp í logunum sem þeir kæra sig ekki um að slökkva. Það má aldrei láta sér á sama standa hverjir stjórna landinu okkar, það má aldrei gleyma sögunni og þeim hörmungum sem þessir flokkar hafa leitt yfir okkur. Það er í okkar valdi að víkja þessu fólki frá völdum í kjörklefanum. Flokkur fólksins er flokkurinn ykkar sem setur fólkið alltaf í fyrsta sæti. ÉG ÞORI! Höfundur er þingmaður og formaður Flokks fólksins.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar