ÉG ÞORI! Inga Sæland skrifar 27. júlí 2024 07:00 Enginn sem freistar þess að koma sér þaki yfir höfuðið í því stjórnleysi sem hér ríkir, getur gert sér í hugarlund hvaða vinnuþrælkun og fjötrar munu binda hann til framtíðar. Þá er ég að miða við að sá hinn sami ætli að reyna að þrauka í því vaxtaokursumhverfi sem íslensk stjórnvöld hafa búið honum og taki það á sig að greiða íbúðina sína margfalt til baka með því að vinna myrkranna á milli í von um að missa ekki heimilið sitt í græðgiskjaft lánastofnana. Það þarf engan að undra að barneignum fari fækkandi og nú sé svo komið að fæstir treysta sér til að eignast fleiri en eitt barn. Ástæðan er augljós — hér er rekin andfjölskyldustefna þar sem fjölskyldan er ekki lengur hornsteinn samfélagsins heldur græðgi og arðrán sem framið er á þjóðinni um hábjartan dag, hvern einasta dag! Það er með ólíkindum þetta langlundargeð okkar, rúmum 15 árum eftir að Sjálfstæðisflokkur undir stjórn Geirs H. Haarde, Þorgerðar Katrínar og Framsóknar undir stjórn Guðna Ágústssonar og Valgerðar Sverrisdóttur komu okkur á kaldan klaka í efnahagshruninu 2008. Þegar spilaborgin þeirra hrundi höfðu þau keppst við að mæra einkavæðingu bankanna, enginn þó eins og Sjálfstæðisflokkurinn sem hreinlega hélt ekki vatni yfir þeirri snilld sem það væri að koma fjármálakerfinu frá ríkinu í hendur einkaaðila. Sagan sýnir okkur að þessir aðilar voru ekki aðeins misvitrir heldur kafnandi úr græðgi sem hirti ekki um eldinn sem þeir báru að samfélaginu í heild sinni. Því er óhætt að fullyrða að fáir sluppu við brunasárin eftir bæði þessa vanhæfu ríkisstjórn og græðgi þeirra sem eignuðust bankana fyrir lítið. Nú er sagan að endurtaka sig, nema að þessu sinni eru það Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og VG sem stýra efnahagshruninu sem nú á sér stað og nú er það vísvitandi skortstefna á húsnæðismarkaði sem leiðir samfélagið á höggstokkinn. Nú eru það bankarnir og lífeyrissjóðirnir sem með okurvöxtum sínum halda samfélaginu í úlfakreppu vinnuþrælkunar. Þar sem stórkostlegir fjármagnsflutningar eiga sér stað frá vinnandi stéttum og öllum þeim sem skulda þeim peninga, hvort sem um er að ræða einstaklinga eða fyrirtæki. Það er ömurlegt að horfa upp á vanhæfni ríkisstjórnarinnar sem augljóslega ræður ekki við eigin mistök skortstefnunnar sem átti að færa þeim allar eignir okkar á silfurfati og koma okkur öllum á náðir græðgisvæddra leigufélaga. Þau gleymdu að taka tillit til þess að samfélagið í heild myndi riða til falls. Allir innviðir standa á brauðfótum og stjórnvöld ráða engan veginn við verkefnið. Húsið stendur í björtu báli og einu ráðin sem þessir áskrifendur að laununum sínum hafa er að hella olíu á eldinn. Alþingi þarf að kalla saman strax! Það ríkir neyðarástand í samfélaginu sem kallar á setningu neyðarlaga til að stöðva þetta vaxtaokurbrjálæði. Stórum hluta þjóðarinnar er að blæða út, þeir einu sem láta sér á sama standa eru þeir sem hreinlega græða á okrinu og eru með alla vasa fulla af peningunum okkar. Þeim er sama þótt heimilin brenni upp í logunum sem þeir kæra sig ekki um að slökkva. Það má aldrei láta sér á sama standa hverjir stjórna landinu okkar, það má aldrei gleyma sögunni og þeim hörmungum sem þessir flokkar hafa leitt yfir okkur. Það er í okkar valdi að víkja þessu fólki frá völdum í kjörklefanum. Flokkur fólksins er flokkurinn ykkar sem setur fólkið alltaf í fyrsta sæti. ÉG ÞORI! Höfundur er þingmaður og formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Húsnæðismál Flokkur fólksins Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Enginn sem freistar þess að koma sér þaki yfir höfuðið í því stjórnleysi sem hér ríkir, getur gert sér í hugarlund hvaða vinnuþrælkun og fjötrar munu binda hann til framtíðar. Þá er ég að miða við að sá hinn sami ætli að reyna að þrauka í því vaxtaokursumhverfi sem íslensk stjórnvöld hafa búið honum og taki það á sig að greiða íbúðina sína margfalt til baka með því að vinna myrkranna á milli í von um að missa ekki heimilið sitt í græðgiskjaft lánastofnana. Það þarf engan að undra að barneignum fari fækkandi og nú sé svo komið að fæstir treysta sér til að eignast fleiri en eitt barn. Ástæðan er augljós — hér er rekin andfjölskyldustefna þar sem fjölskyldan er ekki lengur hornsteinn samfélagsins heldur græðgi og arðrán sem framið er á þjóðinni um hábjartan dag, hvern einasta dag! Það er með ólíkindum þetta langlundargeð okkar, rúmum 15 árum eftir að Sjálfstæðisflokkur undir stjórn Geirs H. Haarde, Þorgerðar Katrínar og Framsóknar undir stjórn Guðna Ágústssonar og Valgerðar Sverrisdóttur komu okkur á kaldan klaka í efnahagshruninu 2008. Þegar spilaborgin þeirra hrundi höfðu þau keppst við að mæra einkavæðingu bankanna, enginn þó eins og Sjálfstæðisflokkurinn sem hreinlega hélt ekki vatni yfir þeirri snilld sem það væri að koma fjármálakerfinu frá ríkinu í hendur einkaaðila. Sagan sýnir okkur að þessir aðilar voru ekki aðeins misvitrir heldur kafnandi úr græðgi sem hirti ekki um eldinn sem þeir báru að samfélaginu í heild sinni. Því er óhætt að fullyrða að fáir sluppu við brunasárin eftir bæði þessa vanhæfu ríkisstjórn og græðgi þeirra sem eignuðust bankana fyrir lítið. Nú er sagan að endurtaka sig, nema að þessu sinni eru það Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og VG sem stýra efnahagshruninu sem nú á sér stað og nú er það vísvitandi skortstefna á húsnæðismarkaði sem leiðir samfélagið á höggstokkinn. Nú eru það bankarnir og lífeyrissjóðirnir sem með okurvöxtum sínum halda samfélaginu í úlfakreppu vinnuþrælkunar. Þar sem stórkostlegir fjármagnsflutningar eiga sér stað frá vinnandi stéttum og öllum þeim sem skulda þeim peninga, hvort sem um er að ræða einstaklinga eða fyrirtæki. Það er ömurlegt að horfa upp á vanhæfni ríkisstjórnarinnar sem augljóslega ræður ekki við eigin mistök skortstefnunnar sem átti að færa þeim allar eignir okkar á silfurfati og koma okkur öllum á náðir græðgisvæddra leigufélaga. Þau gleymdu að taka tillit til þess að samfélagið í heild myndi riða til falls. Allir innviðir standa á brauðfótum og stjórnvöld ráða engan veginn við verkefnið. Húsið stendur í björtu báli og einu ráðin sem þessir áskrifendur að laununum sínum hafa er að hella olíu á eldinn. Alþingi þarf að kalla saman strax! Það ríkir neyðarástand í samfélaginu sem kallar á setningu neyðarlaga til að stöðva þetta vaxtaokurbrjálæði. Stórum hluta þjóðarinnar er að blæða út, þeir einu sem láta sér á sama standa eru þeir sem hreinlega græða á okrinu og eru með alla vasa fulla af peningunum okkar. Þeim er sama þótt heimilin brenni upp í logunum sem þeir kæra sig ekki um að slökkva. Það má aldrei láta sér á sama standa hverjir stjórna landinu okkar, það má aldrei gleyma sögunni og þeim hörmungum sem þessir flokkar hafa leitt yfir okkur. Það er í okkar valdi að víkja þessu fólki frá völdum í kjörklefanum. Flokkur fólksins er flokkurinn ykkar sem setur fólkið alltaf í fyrsta sæti. ÉG ÞORI! Höfundur er þingmaður og formaður Flokks fólksins.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun