Umboðsmaður barna krefst svara um nýtt námsmat Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. júlí 2024 13:27 Ásmundur Einar Daðason er barna- og menntamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður barna hefur sent mennta- og barnamálaráðherra bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um innleiðingu nýs samræmds námsmats. Einnig er óskað eftir því að ráðuneytið leggi fram skýrslu um framkvæmd skólastarfs í grunnskólum, sem ráðuneytið hefur ekki skilað af sér síðan 2019. Lögum samkvæmt á að leggja slíka skýrslu fram á þriggja ára fresti. Áform um breytingu á lögum um grunnskóla voru birt í samráðsgátt stjórnvalda 5. júlí síðastliðin, en þar eru lagðar til breytingar sem kveða á um heimildir ráðherra til að afla gagna um stöðu nemenda og skólakerfisins í stað samræmdra könnunarprófa. Til stendur að innleiða matsferil sem nýtt námsmatsfyrirkomulag. Ber ekki saman um ártöl „Í áformum um lagasetninguna kemur fram að matstæki í stærðfræði og lesskilningi verði tilbúið til notkunar í byrjun árs 2025. Samkvæmt umfjöllun í fjölmiðlum hefur forstjóri, Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu sagt að hluti matsferilsins verði hins vegar ekki tilbúinn fyrr enn 2026-2027,“ segir í bréfi umboðsmanns. Í ljósi framangreinds óskar umboðsmaður eftir upplýsingum hvort skýr og heildstæð áætlun um innleiðingu á nýju samræmdu námsmati sé til staðar, og óskar í framhaldinu eftir því að fá aðgang að þeirri áætlun. Þá er einnig óskað eftir upplýsingum um það hvenær áætlað sé að nýtt samræmt námsmat verði innleitt að fullu. Lögbundnar skýrslur frá ráðuneytinu í vanskilum Sagt er að samkvæmt 4. gr laga um grunnskóla beri mennta- og barnamálaráðherra á þriggja ára fresti að leggja fram á alþingi skýrslu um framkvæmd skólastarfs í grúnnskólum landsins. Ráðuneytið hafi hins vegar ekki lagt fram þessa skýrslu síðan á 149. löggjafarþingi 2018-2019, og sú skýrsla hafi tekið til skólaáranna 2010 til 2016. Umboðsmaður óskaði því eftir upplýsingum um það hvenær ráðherra myndi næst leggja fram þessa skýrslu til Alþingis, en ljóst væri að ráðuneytið hefði ekki sinnt sinni lögbundnu skýrslu að leggja hana fram á þriggja ára fresti. Umboðsmaður óskaði einnig eftir þessari skýrslu árið 2022, þar sem ljóst væri að sóttvarnarráðstafanir hefðu haft víðtæk áhrif á skólastarf. Sú skýrsla hafi ekki enn borist. Í bréfinu segir að samkvæmt 5. gr. laga um umboðsmann barna, sé stjórnvöldum skylt að veita embættinu allar þær upplýsingar sem að hans mati eru nauðsynlega til að hann geti sinnt hlutverki sínu. Sjá bréfið í heild sinni. Skóla- og menntamál Grunnskólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Réttindi barna Börn og uppeldi Tengdar fréttir Formaðurinn neiti að horfast í augu við einkunnaverðbólgu Viðskiptaráð Íslands hefur svarað gagnrýni menntamálaráðherra og formanns Kennarasambands Íslands. Ráðið segir formann KÍ ekki viðurkenna raunverulegan vanda einkunnaverðbólgu og einkunnasamræmis og segir ráðherrann skauta umræðu um menntun. 24. júlí 2024 14:44 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Áform um breytingu á lögum um grunnskóla voru birt í samráðsgátt stjórnvalda 5. júlí síðastliðin, en þar eru lagðar til breytingar sem kveða á um heimildir ráðherra til að afla gagna um stöðu nemenda og skólakerfisins í stað samræmdra könnunarprófa. Til stendur að innleiða matsferil sem nýtt námsmatsfyrirkomulag. Ber ekki saman um ártöl „Í áformum um lagasetninguna kemur fram að matstæki í stærðfræði og lesskilningi verði tilbúið til notkunar í byrjun árs 2025. Samkvæmt umfjöllun í fjölmiðlum hefur forstjóri, Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu sagt að hluti matsferilsins verði hins vegar ekki tilbúinn fyrr enn 2026-2027,“ segir í bréfi umboðsmanns. Í ljósi framangreinds óskar umboðsmaður eftir upplýsingum hvort skýr og heildstæð áætlun um innleiðingu á nýju samræmdu námsmati sé til staðar, og óskar í framhaldinu eftir því að fá aðgang að þeirri áætlun. Þá er einnig óskað eftir upplýsingum um það hvenær áætlað sé að nýtt samræmt námsmat verði innleitt að fullu. Lögbundnar skýrslur frá ráðuneytinu í vanskilum Sagt er að samkvæmt 4. gr laga um grunnskóla beri mennta- og barnamálaráðherra á þriggja ára fresti að leggja fram á alþingi skýrslu um framkvæmd skólastarfs í grúnnskólum landsins. Ráðuneytið hafi hins vegar ekki lagt fram þessa skýrslu síðan á 149. löggjafarþingi 2018-2019, og sú skýrsla hafi tekið til skólaáranna 2010 til 2016. Umboðsmaður óskaði því eftir upplýsingum um það hvenær ráðherra myndi næst leggja fram þessa skýrslu til Alþingis, en ljóst væri að ráðuneytið hefði ekki sinnt sinni lögbundnu skýrslu að leggja hana fram á þriggja ára fresti. Umboðsmaður óskaði einnig eftir þessari skýrslu árið 2022, þar sem ljóst væri að sóttvarnarráðstafanir hefðu haft víðtæk áhrif á skólastarf. Sú skýrsla hafi ekki enn borist. Í bréfinu segir að samkvæmt 5. gr. laga um umboðsmann barna, sé stjórnvöldum skylt að veita embættinu allar þær upplýsingar sem að hans mati eru nauðsynlega til að hann geti sinnt hlutverki sínu. Sjá bréfið í heild sinni.
Skóla- og menntamál Grunnskólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Réttindi barna Börn og uppeldi Tengdar fréttir Formaðurinn neiti að horfast í augu við einkunnaverðbólgu Viðskiptaráð Íslands hefur svarað gagnrýni menntamálaráðherra og formanns Kennarasambands Íslands. Ráðið segir formann KÍ ekki viðurkenna raunverulegan vanda einkunnaverðbólgu og einkunnasamræmis og segir ráðherrann skauta umræðu um menntun. 24. júlí 2024 14:44 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Formaðurinn neiti að horfast í augu við einkunnaverðbólgu Viðskiptaráð Íslands hefur svarað gagnrýni menntamálaráðherra og formanns Kennarasambands Íslands. Ráðið segir formann KÍ ekki viðurkenna raunverulegan vanda einkunnaverðbólgu og einkunnasamræmis og segir ráðherrann skauta umræðu um menntun. 24. júlí 2024 14:44