Andrea vann fimmtán hlaup á aðeins hundrað dögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2024 08:30 Andrea Kolbeinsdóttir tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í tíu þúsund metra hlaupi í Ármannshlaupinu. Mynd: Frjálsíþróttadeild Ármanns Það hefur verið ekki hægt að treysta á íslenska verðið í sumar en það hefur verið nánast hægt að ganga að því vísu að íslenska hlaupakonan Andrea Kolbeinsdóttir sé að vinna hlaup einhvers staðar. Andrea hefur tekið þátt í alls konar hlaupum út um allt land í sumar og sum þeirra hafa líka verið erlendis. Dugnaðurinn og sigurgangan er engu öðru lík. Hvort sem það eru hlaup á braut, götuhlaup eða hlaup upp um fjöll og firnindi þá virðist Andrea alltaf vera á heimavelli. Ótrúlegir 98 dagar Það var því vel við hæfi að taka saman öll þessi hlaup sem Andrea hefur unnið. Arnar Pétursson og Andrea Kolbeinsdóttir hafa bæði verið mjög sigursæl í sumar.FRÍ Andrea vann alls fimmtán hlaup af öllum stærðum og gerðum frá 4. apríl til 13. júlí og varð að auki í sjötta sæti á Evrópumeistaramótinu í utanvegahlaupum í Frakklandi í júníbyrjun. Þessi fimmtán hlaup skiptast þannig: Átta utanvegahlaup, fjögur brautarhlaup og þrjú götuhlaup. Besta dæmi um magnaða sigurgöngu Andreu er þegar hún varð Íslandsmeistari í fimm hlaupagreinum á aðeins sex dögum um síðustu mánaðamót. Fimm Íslandsmeistaratitlar á sex dögum Andrea varð Íslandsmeistari í 3000 metra hindrunarhlaup á föstudegi, Íslandsmeistari í 1500 metra hlaupi á laugardegi, Íslandsmeistari í 5000 metra hlaupi á sunnudegi, Íslandsmeistari í 10 kílómetra götuhlaupi á þriðjudegi og loks Íslandsmeistari í hálfu maraþoni á fimmtudegi. Efstu þrír íslensku þátttakendur í maraþoninu í fyrra. Sigurjón Ernir Sturluson, Grétar Örn Guðmundsson og Jörundur Frímann Jónasson. Blómakransinn ber Andrea Kolbeinsdóttir sem vann í kvennaflokki.vísir / hulda margrét Oftar er ekki er Andrea að bursta þessi hlaup og að bæta met, bæði persónuleg met sem og mótsmet. Byrjaði allt í Króatíu Allt byrjaði þetta á Istria skaganum í Króatíu þegar hún vann 42 kílómetra utanvegahlaupið Istria by UTMB. Næsti sigur kom í Íslandsmeistaramótinu í 5 kílómetra götuhlaupi í lok apríl en það var fyrsti af sex Íslandsmeistaratitlum Andreu í sumar. Af þessum fimmtán hlaupum þá hefur Andrea unnið þrettán þeirra á Íslandi en tvö erlendis. Af þessum hlaupum hafa fjögur verið hlaup upp á 5 kílómetra eða minna en ellefu voru lengri hlaup. Laugavegurinn lengstur Lengsta hlaupið var Evrópumeistaramótið í utanvegahlaupum í Frakklandi sem var 58 kílómetrar en lengsta hlaupið sem Andrea vann var Laugavegurinn sem var 53 kílómetra utanvegahlaup. Andrea Kolbeinsdóttir var ansi þreytt í endamarkinu eftir sigurinn í Laugavegshlaupinu sem var fimmtánda hlaupið sem hún vann á 98 dögum.Laugavegurinn Andrea átti einnig magnað ár í fyrra en hún endaði þá í fjórða sætinu í kosningunni um Íþróttamann ársins. Hér fyrir neðan má listann yfir öll þessi hlaup sem Andrea hefur unnið. Sigurganga Andreu Kolbeinsdóttur á 98 dögum: 6. apríl - Istria by UTMB, 42km utanvegahlaup 25. apríl - Íslandsmeistari í 5km götuhlaupi 4. maí - 20km Puffin í Vestmannaeyjum, utanvegahlaup 18 .maí - 28km Akrfafjall Ultra, utanvegahlaup 20. maí - 17km Hvítasunnuhlaupið, utanvegahlaup 25. maí - 20km Mýrdalshlaupið, utanvegahlaup 1. júní - 58km Evrópumeistaramótið í utanvegahlaupum í Frakklandi (6. sæti) 15. júní - Mt. Esja Ultra Steinninn, utanvegahlaup 22. júní - 5000m hlaup á Smáþjóðameistaramótinu á Gibraltar 28. júní - Íslandsmeistari í 3000m hindrunarhlaupi 29. júní - Íslandsmeistari í 1500m 30. júní - Íslandsmeistari í 5000m 2. júlí - Íslandsmeistari í 10km, götuhlaup 4. júlí - Íslandsmeistari í hálfu maraþoni 6. júlí - 50km Dyrfjallahlaupið, utanvegahlaup 13. júlí - 53km Laugavegurinn, utanvegahlaup Frjálsar íþróttir Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Boða 44 ára afa á æfingar hjá NFL-liði Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Sjá meira
Andrea hefur tekið þátt í alls konar hlaupum út um allt land í sumar og sum þeirra hafa líka verið erlendis. Dugnaðurinn og sigurgangan er engu öðru lík. Hvort sem það eru hlaup á braut, götuhlaup eða hlaup upp um fjöll og firnindi þá virðist Andrea alltaf vera á heimavelli. Ótrúlegir 98 dagar Það var því vel við hæfi að taka saman öll þessi hlaup sem Andrea hefur unnið. Arnar Pétursson og Andrea Kolbeinsdóttir hafa bæði verið mjög sigursæl í sumar.FRÍ Andrea vann alls fimmtán hlaup af öllum stærðum og gerðum frá 4. apríl til 13. júlí og varð að auki í sjötta sæti á Evrópumeistaramótinu í utanvegahlaupum í Frakklandi í júníbyrjun. Þessi fimmtán hlaup skiptast þannig: Átta utanvegahlaup, fjögur brautarhlaup og þrjú götuhlaup. Besta dæmi um magnaða sigurgöngu Andreu er þegar hún varð Íslandsmeistari í fimm hlaupagreinum á aðeins sex dögum um síðustu mánaðamót. Fimm Íslandsmeistaratitlar á sex dögum Andrea varð Íslandsmeistari í 3000 metra hindrunarhlaup á föstudegi, Íslandsmeistari í 1500 metra hlaupi á laugardegi, Íslandsmeistari í 5000 metra hlaupi á sunnudegi, Íslandsmeistari í 10 kílómetra götuhlaupi á þriðjudegi og loks Íslandsmeistari í hálfu maraþoni á fimmtudegi. Efstu þrír íslensku þátttakendur í maraþoninu í fyrra. Sigurjón Ernir Sturluson, Grétar Örn Guðmundsson og Jörundur Frímann Jónasson. Blómakransinn ber Andrea Kolbeinsdóttir sem vann í kvennaflokki.vísir / hulda margrét Oftar er ekki er Andrea að bursta þessi hlaup og að bæta met, bæði persónuleg met sem og mótsmet. Byrjaði allt í Króatíu Allt byrjaði þetta á Istria skaganum í Króatíu þegar hún vann 42 kílómetra utanvegahlaupið Istria by UTMB. Næsti sigur kom í Íslandsmeistaramótinu í 5 kílómetra götuhlaupi í lok apríl en það var fyrsti af sex Íslandsmeistaratitlum Andreu í sumar. Af þessum fimmtán hlaupum þá hefur Andrea unnið þrettán þeirra á Íslandi en tvö erlendis. Af þessum hlaupum hafa fjögur verið hlaup upp á 5 kílómetra eða minna en ellefu voru lengri hlaup. Laugavegurinn lengstur Lengsta hlaupið var Evrópumeistaramótið í utanvegahlaupum í Frakklandi sem var 58 kílómetrar en lengsta hlaupið sem Andrea vann var Laugavegurinn sem var 53 kílómetra utanvegahlaup. Andrea Kolbeinsdóttir var ansi þreytt í endamarkinu eftir sigurinn í Laugavegshlaupinu sem var fimmtánda hlaupið sem hún vann á 98 dögum.Laugavegurinn Andrea átti einnig magnað ár í fyrra en hún endaði þá í fjórða sætinu í kosningunni um Íþróttamann ársins. Hér fyrir neðan má listann yfir öll þessi hlaup sem Andrea hefur unnið. Sigurganga Andreu Kolbeinsdóttur á 98 dögum: 6. apríl - Istria by UTMB, 42km utanvegahlaup 25. apríl - Íslandsmeistari í 5km götuhlaupi 4. maí - 20km Puffin í Vestmannaeyjum, utanvegahlaup 18 .maí - 28km Akrfafjall Ultra, utanvegahlaup 20. maí - 17km Hvítasunnuhlaupið, utanvegahlaup 25. maí - 20km Mýrdalshlaupið, utanvegahlaup 1. júní - 58km Evrópumeistaramótið í utanvegahlaupum í Frakklandi (6. sæti) 15. júní - Mt. Esja Ultra Steinninn, utanvegahlaup 22. júní - 5000m hlaup á Smáþjóðameistaramótinu á Gibraltar 28. júní - Íslandsmeistari í 3000m hindrunarhlaupi 29. júní - Íslandsmeistari í 1500m 30. júní - Íslandsmeistari í 5000m 2. júlí - Íslandsmeistari í 10km, götuhlaup 4. júlí - Íslandsmeistari í hálfu maraþoni 6. júlí - 50km Dyrfjallahlaupið, utanvegahlaup 13. júlí - 53km Laugavegurinn, utanvegahlaup
Sigurganga Andreu Kolbeinsdóttur á 98 dögum: 6. apríl - Istria by UTMB, 42km utanvegahlaup 25. apríl - Íslandsmeistari í 5km götuhlaupi 4. maí - 20km Puffin í Vestmannaeyjum, utanvegahlaup 18 .maí - 28km Akrfafjall Ultra, utanvegahlaup 20. maí - 17km Hvítasunnuhlaupið, utanvegahlaup 25. maí - 20km Mýrdalshlaupið, utanvegahlaup 1. júní - 58km Evrópumeistaramótið í utanvegahlaupum í Frakklandi (6. sæti) 15. júní - Mt. Esja Ultra Steinninn, utanvegahlaup 22. júní - 5000m hlaup á Smáþjóðameistaramótinu á Gibraltar 28. júní - Íslandsmeistari í 3000m hindrunarhlaupi 29. júní - Íslandsmeistari í 1500m 30. júní - Íslandsmeistari í 5000m 2. júlí - Íslandsmeistari í 10km, götuhlaup 4. júlí - Íslandsmeistari í hálfu maraþoni 6. júlí - 50km Dyrfjallahlaupið, utanvegahlaup 13. júlí - 53km Laugavegurinn, utanvegahlaup
Frjálsar íþróttir Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Boða 44 ára afa á æfingar hjá NFL-liði Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Sjá meira