Þjóðverjar sóttu stíft í leiknum og uppskáru þrjú mörk og þægilegan sigur. Marina Hegering kom þeim á bragðið á 24. mínútu og Lea Schüller og Jule Brand bættu svo við sínu markinu hvor á fjögurra mínúta kafla um miðjan seinni hálfleik.
Þá lagði Brasilía Nígeríu 1-0. Gabi Nunes skoraði eina mark leiksins eftir undirbúning frá goðsögninni Mörtu.