„Það er svolítill vælukjóatónn í honum“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. júlí 2024 15:07 Friðjón Friðjónsson er borgarfulltrúi og áhugasamur um bandarísk stjórnmál. vísir/vilhelm Borgarfulltrúi hefur áhyggjur af því að Joe Biden, Bandaríkjaforseti hafi ekki þrek til að klára síðustu mánuðina í embætti, svo veiklulegur hafi hann verið í ávarpi sínu til þjóðarinnar í gær. Ávarpið hófst á miðnætti á íslenskum tíma og sagðist Biden ætla að klára kjörtímabil sitt en að tími væri kominn til að ný og yngri kynslóð tæki við keflinu. Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi og áhugamaður um bandarísk stjórnmál segir frammistöðu Biden í gær sýna að það hafi verið rétt ákvörðun hjá honum að stíga til hliðar. „Maður í alvörunni fer að hugsa hvort hann hafi kraft í þessa síðustu sex mánuði.“ Donald Trump fór mikinn á framboðsfundi í Norður-Karólínu í gærkvöld þar sem hann beindi spjótum sínum að Kamölu Harris og kallaði hana meðal annars öfga vinstri brjálæðing og Lygnu-Kamölu. Þá gerði hann lítið úr störfum hennar sem saksóknara og sagði hana fylgjandi þungunarrofi eftir fæðingu barns. Friðjón segir ljóst að innkoma Harris sé áfall fyrir Rebúblikana og Trump. „Það er svolítill vælukjóatónn í honum. Honum finnst þetta allt saman ósanngjarnt, að Biden sé farinn sem hann sá fyrir sér að gjörsigra og Harris komin í staðin.“ Ætlun Trump sé að mála ákveðna mynd af Harris. „Þeir ætla jú að teikna Kamölu upp sem mjög vinstri sinnaða og reiða og svarta konu sem er ekki í jafnvægi, sem er ákveðin ímynd sem er til í bandarískri menningu. En hann er bara kominn í gamla farið að uppnefna fólk og vera eins og hann hefur alltaf verið.“ Trump óttist Harris Viðbrögð Trump séu merki um að hann óttist Harris. Frá því að Biden tilkynnti ákvörðun sína hafi Demókrötum gengið vel, sérstaklega í fjáröflun. „Og lang stærstur hluti af því í smáum framlögum og frá fólki sem er að gefa í fyrsta skipti í þessari kosningabaráttu þannig það er augljóst að hinum almenna Demókrata er mjög létt og þau tilbúin til að taka slaginn fyrir Kamölu Harris.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Gagnrýnir varaforsetaefni Trump fyrir ummæli um barnlausar konur Bandaríska leikkonan Jennifer Aniston furðar sig á ummælum sem varaforsetaefni Donalds Trump lét falla um að pólitískir andstæðingar hans væru upp til hópa „barnlausar kattarkonur“. Aniston varð sjálfri ekki barna auðið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 25. júlí 2024 12:40 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Ávarpið hófst á miðnætti á íslenskum tíma og sagðist Biden ætla að klára kjörtímabil sitt en að tími væri kominn til að ný og yngri kynslóð tæki við keflinu. Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi og áhugamaður um bandarísk stjórnmál segir frammistöðu Biden í gær sýna að það hafi verið rétt ákvörðun hjá honum að stíga til hliðar. „Maður í alvörunni fer að hugsa hvort hann hafi kraft í þessa síðustu sex mánuði.“ Donald Trump fór mikinn á framboðsfundi í Norður-Karólínu í gærkvöld þar sem hann beindi spjótum sínum að Kamölu Harris og kallaði hana meðal annars öfga vinstri brjálæðing og Lygnu-Kamölu. Þá gerði hann lítið úr störfum hennar sem saksóknara og sagði hana fylgjandi þungunarrofi eftir fæðingu barns. Friðjón segir ljóst að innkoma Harris sé áfall fyrir Rebúblikana og Trump. „Það er svolítill vælukjóatónn í honum. Honum finnst þetta allt saman ósanngjarnt, að Biden sé farinn sem hann sá fyrir sér að gjörsigra og Harris komin í staðin.“ Ætlun Trump sé að mála ákveðna mynd af Harris. „Þeir ætla jú að teikna Kamölu upp sem mjög vinstri sinnaða og reiða og svarta konu sem er ekki í jafnvægi, sem er ákveðin ímynd sem er til í bandarískri menningu. En hann er bara kominn í gamla farið að uppnefna fólk og vera eins og hann hefur alltaf verið.“ Trump óttist Harris Viðbrögð Trump séu merki um að hann óttist Harris. Frá því að Biden tilkynnti ákvörðun sína hafi Demókrötum gengið vel, sérstaklega í fjáröflun. „Og lang stærstur hluti af því í smáum framlögum og frá fólki sem er að gefa í fyrsta skipti í þessari kosningabaráttu þannig það er augljóst að hinum almenna Demókrata er mjög létt og þau tilbúin til að taka slaginn fyrir Kamölu Harris.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Gagnrýnir varaforsetaefni Trump fyrir ummæli um barnlausar konur Bandaríska leikkonan Jennifer Aniston furðar sig á ummælum sem varaforsetaefni Donalds Trump lét falla um að pólitískir andstæðingar hans væru upp til hópa „barnlausar kattarkonur“. Aniston varð sjálfri ekki barna auðið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 25. júlí 2024 12:40 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Gagnrýnir varaforsetaefni Trump fyrir ummæli um barnlausar konur Bandaríska leikkonan Jennifer Aniston furðar sig á ummælum sem varaforsetaefni Donalds Trump lét falla um að pólitískir andstæðingar hans væru upp til hópa „barnlausar kattarkonur“. Aniston varð sjálfri ekki barna auðið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 25. júlí 2024 12:40