„Það er svolítill vælukjóatónn í honum“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. júlí 2024 15:07 Friðjón Friðjónsson er borgarfulltrúi og áhugasamur um bandarísk stjórnmál. vísir/vilhelm Borgarfulltrúi hefur áhyggjur af því að Joe Biden, Bandaríkjaforseti hafi ekki þrek til að klára síðustu mánuðina í embætti, svo veiklulegur hafi hann verið í ávarpi sínu til þjóðarinnar í gær. Ávarpið hófst á miðnætti á íslenskum tíma og sagðist Biden ætla að klára kjörtímabil sitt en að tími væri kominn til að ný og yngri kynslóð tæki við keflinu. Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi og áhugamaður um bandarísk stjórnmál segir frammistöðu Biden í gær sýna að það hafi verið rétt ákvörðun hjá honum að stíga til hliðar. „Maður í alvörunni fer að hugsa hvort hann hafi kraft í þessa síðustu sex mánuði.“ Donald Trump fór mikinn á framboðsfundi í Norður-Karólínu í gærkvöld þar sem hann beindi spjótum sínum að Kamölu Harris og kallaði hana meðal annars öfga vinstri brjálæðing og Lygnu-Kamölu. Þá gerði hann lítið úr störfum hennar sem saksóknara og sagði hana fylgjandi þungunarrofi eftir fæðingu barns. Friðjón segir ljóst að innkoma Harris sé áfall fyrir Rebúblikana og Trump. „Það er svolítill vælukjóatónn í honum. Honum finnst þetta allt saman ósanngjarnt, að Biden sé farinn sem hann sá fyrir sér að gjörsigra og Harris komin í staðin.“ Ætlun Trump sé að mála ákveðna mynd af Harris. „Þeir ætla jú að teikna Kamölu upp sem mjög vinstri sinnaða og reiða og svarta konu sem er ekki í jafnvægi, sem er ákveðin ímynd sem er til í bandarískri menningu. En hann er bara kominn í gamla farið að uppnefna fólk og vera eins og hann hefur alltaf verið.“ Trump óttist Harris Viðbrögð Trump séu merki um að hann óttist Harris. Frá því að Biden tilkynnti ákvörðun sína hafi Demókrötum gengið vel, sérstaklega í fjáröflun. „Og lang stærstur hluti af því í smáum framlögum og frá fólki sem er að gefa í fyrsta skipti í þessari kosningabaráttu þannig það er augljóst að hinum almenna Demókrata er mjög létt og þau tilbúin til að taka slaginn fyrir Kamölu Harris.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Gagnrýnir varaforsetaefni Trump fyrir ummæli um barnlausar konur Bandaríska leikkonan Jennifer Aniston furðar sig á ummælum sem varaforsetaefni Donalds Trump lét falla um að pólitískir andstæðingar hans væru upp til hópa „barnlausar kattarkonur“. Aniston varð sjálfri ekki barna auðið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 25. júlí 2024 12:40 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Ávarpið hófst á miðnætti á íslenskum tíma og sagðist Biden ætla að klára kjörtímabil sitt en að tími væri kominn til að ný og yngri kynslóð tæki við keflinu. Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi og áhugamaður um bandarísk stjórnmál segir frammistöðu Biden í gær sýna að það hafi verið rétt ákvörðun hjá honum að stíga til hliðar. „Maður í alvörunni fer að hugsa hvort hann hafi kraft í þessa síðustu sex mánuði.“ Donald Trump fór mikinn á framboðsfundi í Norður-Karólínu í gærkvöld þar sem hann beindi spjótum sínum að Kamölu Harris og kallaði hana meðal annars öfga vinstri brjálæðing og Lygnu-Kamölu. Þá gerði hann lítið úr störfum hennar sem saksóknara og sagði hana fylgjandi þungunarrofi eftir fæðingu barns. Friðjón segir ljóst að innkoma Harris sé áfall fyrir Rebúblikana og Trump. „Það er svolítill vælukjóatónn í honum. Honum finnst þetta allt saman ósanngjarnt, að Biden sé farinn sem hann sá fyrir sér að gjörsigra og Harris komin í staðin.“ Ætlun Trump sé að mála ákveðna mynd af Harris. „Þeir ætla jú að teikna Kamölu upp sem mjög vinstri sinnaða og reiða og svarta konu sem er ekki í jafnvægi, sem er ákveðin ímynd sem er til í bandarískri menningu. En hann er bara kominn í gamla farið að uppnefna fólk og vera eins og hann hefur alltaf verið.“ Trump óttist Harris Viðbrögð Trump séu merki um að hann óttist Harris. Frá því að Biden tilkynnti ákvörðun sína hafi Demókrötum gengið vel, sérstaklega í fjáröflun. „Og lang stærstur hluti af því í smáum framlögum og frá fólki sem er að gefa í fyrsta skipti í þessari kosningabaráttu þannig það er augljóst að hinum almenna Demókrata er mjög létt og þau tilbúin til að taka slaginn fyrir Kamölu Harris.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Gagnrýnir varaforsetaefni Trump fyrir ummæli um barnlausar konur Bandaríska leikkonan Jennifer Aniston furðar sig á ummælum sem varaforsetaefni Donalds Trump lét falla um að pólitískir andstæðingar hans væru upp til hópa „barnlausar kattarkonur“. Aniston varð sjálfri ekki barna auðið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 25. júlí 2024 12:40 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Gagnrýnir varaforsetaefni Trump fyrir ummæli um barnlausar konur Bandaríska leikkonan Jennifer Aniston furðar sig á ummælum sem varaforsetaefni Donalds Trump lét falla um að pólitískir andstæðingar hans væru upp til hópa „barnlausar kattarkonur“. Aniston varð sjálfri ekki barna auðið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 25. júlí 2024 12:40