Aðeins tveir af fimm keppendum Íslands mæta á Setningarhátíð ÓL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2024 23:01 Íslensku keppendurnir fimm eru Hákon Þór Svavarsson, Guðlaug Edda Hannesdóttir, Anton Sveinn McKee, Snæfríður Sól Gunnarsdóttir og Erna Sóley Gunnarsdóttir. @isiiceland) Ísland sendir aðeins fimm keppendur á Ólympíuleikana í ár og meira en helmingur hópsins verður fjarverandi þegar leikarnir verða settir á morgun. Setningarhátíð Ólympíuleikanna í París verður allt öðruvísi sniði en við þekkjum. Innganga keppenda á þessa glæsilegu hátíð verður ekki inn á Ólympíuleikvanginn eins og áður hefur tíðkaðist. Að þessu sinni mun hún fara fram utan leikvangs og vera haldin í hjarta Parísar, því keppendur munu sigla á bátum eftir ánni Signu. Til að ferja alla 10.500 keppendurnar þarf 94 báta og mun bátaröðin sigla sex kílómetra leið. Fánaberar Íslands verða Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþrautarkona, og Hákon Þór Svavarsson, skotíþróttamaður. Aðrir keppendur hafa ekki tök á því að vera með en fleiri úr teymi íslenska hópsins munu vera fulltrúar Íslands í þessari athöfn. Anton Sveinn McKee, Snæfríður Sól Gunnarsdóttir og Erna Sóley Gunnarsdóttir verða því ekki á setningarhátíðinni á morgun. Anton Sveinn keppir 27. júlí en Snæfríður Sól 28. júlí. Erna Sóley keppir ekki fyrr en 8. ágúst. Þjóðirnar munu sigla eftir ánni í stafrófsröð en fulltrúar Grikklands verða fyrstir í röðinni og gestgjafar leikanna, Frakkar, munu reka lestina, að hefðbundnum sið. Byrjun siglingarinnar verður við Austerlitz brúnna hjá Jardin des Plantes kl.19.30 (kl.17.30 á íslenskum tíma). Síðan verður siglt í miðju borgarinnar og framhjá eyjunum Saint Louis og de la Cité. Siglt verður framhjá hluta af keppnisstöðum leikanna, svo sem La Concorde, the Esplanade des Invalides, the Grand Palais og Iéna brúarinnar, áður en komið er loks að Trocadéro. Í bátunum verða myndavélar sem sýna keppendur um borð og verður því auðvelt fyrir alla áhugasama um allan heim að fylgjast með íþróttahetjunum sínum. Einnig verða skjáir um alla Parísarborg svo að sem flestir í borginni geti upplifað þessa sögulegu stund. Áhorfendur á setningarhátíðinni sjálfri hafa aldrei verið fleiri þar sem nokkrir staðir munu bjóða uppá að hægt sé að fylgjast með þegar bátaröðin siglir framhjá og á endastöð. Endastöðin verður í Trocadéro, en þar mun hinn hefðbundni lokakafli setningarahátíðarinnar fara fram. Má þar nefna skemmtiatriði og þegar kyndlagöngunni lýkur og kveikt verður á Ólympíueldinum, en Ólympíueldurinn mun loga alla leikana á táknrænan hátt. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland) Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Fleiri fréttir Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sjá meira
Setningarhátíð Ólympíuleikanna í París verður allt öðruvísi sniði en við þekkjum. Innganga keppenda á þessa glæsilegu hátíð verður ekki inn á Ólympíuleikvanginn eins og áður hefur tíðkaðist. Að þessu sinni mun hún fara fram utan leikvangs og vera haldin í hjarta Parísar, því keppendur munu sigla á bátum eftir ánni Signu. Til að ferja alla 10.500 keppendurnar þarf 94 báta og mun bátaröðin sigla sex kílómetra leið. Fánaberar Íslands verða Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþrautarkona, og Hákon Þór Svavarsson, skotíþróttamaður. Aðrir keppendur hafa ekki tök á því að vera með en fleiri úr teymi íslenska hópsins munu vera fulltrúar Íslands í þessari athöfn. Anton Sveinn McKee, Snæfríður Sól Gunnarsdóttir og Erna Sóley Gunnarsdóttir verða því ekki á setningarhátíðinni á morgun. Anton Sveinn keppir 27. júlí en Snæfríður Sól 28. júlí. Erna Sóley keppir ekki fyrr en 8. ágúst. Þjóðirnar munu sigla eftir ánni í stafrófsröð en fulltrúar Grikklands verða fyrstir í röðinni og gestgjafar leikanna, Frakkar, munu reka lestina, að hefðbundnum sið. Byrjun siglingarinnar verður við Austerlitz brúnna hjá Jardin des Plantes kl.19.30 (kl.17.30 á íslenskum tíma). Síðan verður siglt í miðju borgarinnar og framhjá eyjunum Saint Louis og de la Cité. Siglt verður framhjá hluta af keppnisstöðum leikanna, svo sem La Concorde, the Esplanade des Invalides, the Grand Palais og Iéna brúarinnar, áður en komið er loks að Trocadéro. Í bátunum verða myndavélar sem sýna keppendur um borð og verður því auðvelt fyrir alla áhugasama um allan heim að fylgjast með íþróttahetjunum sínum. Einnig verða skjáir um alla Parísarborg svo að sem flestir í borginni geti upplifað þessa sögulegu stund. Áhorfendur á setningarhátíðinni sjálfri hafa aldrei verið fleiri þar sem nokkrir staðir munu bjóða uppá að hægt sé að fylgjast með þegar bátaröðin siglir framhjá og á endastöð. Endastöðin verður í Trocadéro, en þar mun hinn hefðbundni lokakafli setningarahátíðarinnar fara fram. Má þar nefna skemmtiatriði og þegar kyndlagöngunni lýkur og kveikt verður á Ólympíueldinum, en Ólympíueldurinn mun loga alla leikana á táknrænan hátt. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland)
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Fleiri fréttir Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sjá meira