Rýna ekki frekar í þyrlubjörgun við Fljótavík Kjartan Kjartansson skrifar 25. júlí 2024 14:59 Þyrla Landhelgisgæslunnar var send eftir ferðamanni sem var sagður veikur við Jökulfirði á þriðjudag. Hann reyndist ekki þurfa aðhlynningu þegar til Ísafjarðar var komið. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Landhelgisgæslan ætlar ekki að rýna frekar í þyrluútkall til að sækja ferðamann við Fljótavík á norðanverðum Vestfjörðum umfram það sem hefðbundið er. Slökkviliðsstjóri á Ísafirði taldi björgun mannsins „vísi að misnotkun“ á neyðarþjónustu Gæslunnar. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti göngumann inn af Fljótavík nyrst á Vestfjörðum á þriðjudagsmorgun. Tilkynning hafði borist um að maðurinn væri veikur. Hann var fluttur á flugvöllinn á Ísafirði þar sem sjúkrabíll tók á móti honum. Sigurður A. Jónsson, slökkviliðsstjóri Ísafjarðarbæjar, sagði að maðurinn hefði meitt sig á hné á mánudag og byrjað að kasta upp daginn eftir. Hann hafi hins vegar verið búinn að jafna sig á hvoru tveggja þegar hann kom með þyrlunni til Ísafjarðar. Eftir stutt spjall við sjúkraflutningamenn hafi hann haldið leiðar sinnar á bílaleigubíl án þess að þarfnast frekari aðstoðar. „Það er gott að vera vitur eftir á. Honum leið örugglega illa þegar hann ýtti á neyðarboðin. En hann vantaði bara far hingað í rauninni. Ég myndi halda það að það væri svona vísir að misnotkun,“ segir Sigurður við Vísi í gær. Vilja ekki að fólk veigri sér við að óska eftir aðstoð Neyðarkallið frá ferðamanninum, sem slökkviliðsstjórinn sagði Bandaríkjamann um þrítugt, barst í gegnum neyðarsendi úr einhvers konar tæki sem hann var með sér, að sögn Hreggviðs Símonarsonar, starfsmanns á bakvakt aðgerðastjórnar Landhelgisgæslunnar. Ekki sé alltaf vitað hversu alvarlegt tilfellið er þegar neyðarboð berast með þeim hætti. Göngumaðurinn var staddur á gönguleið töluvert inn í landi inn af Fljótavík. Hreggviður segir ekkert símasamband á svæðinu. Ekki sé bílfært þangað og til þess að komast að manninum hefði þurft að taka bát og síðan ganga nokkra leið. „Þetta er faglegt mat. Þegar neyðarköll berast er farið af stað á meðan engan aðrar upplýsingar liggja fyrir. Oft segir maður að það sé betra að fara einu sinni of oft af stað en einu sinni of sjaldan,“ segir hann spurður út í ummæli slökkviliðsstjórans. Öll útköll Landhelgisgæslunnar séu rýnd eftir á til þess að greina hvað megi betur fara. Hreggviður segir ekki á dagskránni að rýna þetta tiltekna útkall umfram það sem hefðbundið er. „Maður vill frekar fá fleiri köll en að fólk veigri sér við að kalla eftir aðstoð þegar á þarf að halda.“ Landhelgisgæslan Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sóttu veikan göngumann á Hornstrandir Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan göngumann á Hornstrandir á tíunda tímanum í morgun. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús á Ísafirði. 23. júlí 2024 14:29 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti göngumann inn af Fljótavík nyrst á Vestfjörðum á þriðjudagsmorgun. Tilkynning hafði borist um að maðurinn væri veikur. Hann var fluttur á flugvöllinn á Ísafirði þar sem sjúkrabíll tók á móti honum. Sigurður A. Jónsson, slökkviliðsstjóri Ísafjarðarbæjar, sagði að maðurinn hefði meitt sig á hné á mánudag og byrjað að kasta upp daginn eftir. Hann hafi hins vegar verið búinn að jafna sig á hvoru tveggja þegar hann kom með þyrlunni til Ísafjarðar. Eftir stutt spjall við sjúkraflutningamenn hafi hann haldið leiðar sinnar á bílaleigubíl án þess að þarfnast frekari aðstoðar. „Það er gott að vera vitur eftir á. Honum leið örugglega illa þegar hann ýtti á neyðarboðin. En hann vantaði bara far hingað í rauninni. Ég myndi halda það að það væri svona vísir að misnotkun,“ segir Sigurður við Vísi í gær. Vilja ekki að fólk veigri sér við að óska eftir aðstoð Neyðarkallið frá ferðamanninum, sem slökkviliðsstjórinn sagði Bandaríkjamann um þrítugt, barst í gegnum neyðarsendi úr einhvers konar tæki sem hann var með sér, að sögn Hreggviðs Símonarsonar, starfsmanns á bakvakt aðgerðastjórnar Landhelgisgæslunnar. Ekki sé alltaf vitað hversu alvarlegt tilfellið er þegar neyðarboð berast með þeim hætti. Göngumaðurinn var staddur á gönguleið töluvert inn í landi inn af Fljótavík. Hreggviður segir ekkert símasamband á svæðinu. Ekki sé bílfært þangað og til þess að komast að manninum hefði þurft að taka bát og síðan ganga nokkra leið. „Þetta er faglegt mat. Þegar neyðarköll berast er farið af stað á meðan engan aðrar upplýsingar liggja fyrir. Oft segir maður að það sé betra að fara einu sinni of oft af stað en einu sinni of sjaldan,“ segir hann spurður út í ummæli slökkviliðsstjórans. Öll útköll Landhelgisgæslunnar séu rýnd eftir á til þess að greina hvað megi betur fara. Hreggviður segir ekki á dagskránni að rýna þetta tiltekna útkall umfram það sem hefðbundið er. „Maður vill frekar fá fleiri köll en að fólk veigri sér við að kalla eftir aðstoð þegar á þarf að halda.“
Landhelgisgæslan Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sóttu veikan göngumann á Hornstrandir Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan göngumann á Hornstrandir á tíunda tímanum í morgun. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús á Ísafirði. 23. júlí 2024 14:29 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Sóttu veikan göngumann á Hornstrandir Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan göngumann á Hornstrandir á tíunda tímanum í morgun. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús á Ísafirði. 23. júlí 2024 14:29