Skoða að flytja Blóðbankann vegna myglu og raka Eiður Þór Árnason skrifar 26. júlí 2024 08:58 Björn Rúnar Lúðvíksson er framkvæmdastjóri klínískrar rannsóknar- og stoðþjónustu á Landspítala. Vísir/Arnar Til greina kemur að flytja starfsemi Blóðbankans vegna raka- og mygluvandamála sem upp komu í húsnæði hans við Snorrabraut. Mygla greindist síðasta sumar eftir langvarandi kvartanir starfsfólks. Búið er að gera töluverðar lagfæringar á húsinu en heildarumfang vandans liggur enn ekki fyrir, að sögn Björns Rúnars Lúðvíkssonar, læknis í framkvæmdastjórn Landspítalans. Engin vandamál séu í rými þar sem blóðgjafar gefa blóð. Hann segir stöðuna hafa batnað eftir að gert var við leka og vissar alvarlegar skemmdir í húsinu. Náið sé fylgst með loftgæðum sem mælist nú innan viðmiðunarmarka og dæmi um að starfsfólk hafi snúið aftur úr veikindaleyfi. „Það hefur ekki verið mikið um einhver alvarleg veikindi en í skrifstofurými, sem er búið að laga núna, þar voru menn að finna fyrir óþægindum,“ segir Björn. „Það hefur enginn þurft að færa sig eða hætta að vinna út af þessu.“ Mygla greindist á mörgum stöðum Verkfræðistofan EFLA vinnur að úttekt á húsnæðinu og meta stjórnendur spítalans hvort hægt sé að halda áfram með starfsemi Blóðbankans á núverandi stað þrátt fyrir það rask sem fylgi frekari framkvæmdum og viðgerðum. Mygla greindist á mörgum stöðum í húsnæði Blóðbankans við Snorrabraut 60 í Reykjavík í ágúst 2023 en fyrir það höfðu starfsmenn kvartað undan loftgæðum um margra ára skeið og vakið máls á möguleikanum á myglu. EFLA verkfræðistofa var fengin árið 2017 til að rannsaka húsnæðið en sú athugun leiddi ekki til formlegrar staðfestingar á myglu. Seinni athugun EFLU sem lauk í ágúst í fyrra leiddi í ljós að mygla var víða í húsnæðinu en farið var í nánari skoðun þegar mikill leki kom upp veturinn 2022. Síðan þá hefur einnig mælst raki í gólfinu á fyrstu hæð en þó ekki mygla, að sögn Björns. Reynt verði að lagfæra það með sem minnstu raski. Leiguhúsnæði Blóðbankans við Snorrabraut. Framtíðarhúsnæði verður í nýjum Landspítala.vísir/vilhelm Miklar tafir á afhendingu nýs rannsóknarhúss Björn segir verið að kanna alla möguleika til að bregðast við þessu krefjandi ástandi. Einn þeirra sé að flytja stóran hluta starfseminnar í annað húsnæði. „Ef aðstæður krefjast þess þá munum við þurfa að gera það.“ Slæmt sé hversu miklar tafir hafi orðið á afhendingu nýs rannsóknarhúss sem er hluti af uppbyggingu Nýs Landspítala. Björn segir áður hafa verið miðað við árið 2024 en nú sé vonast til að starfsemi Blóðbankans verði komin inn í nýtt rannsóknarhús innan þriggja til fjögurra ára. „Þess vegna er svo mikilvægt að vakta þetta ástand núna vel. Það er gríðarlegt rask sem myndi felast í því að flytja starfsemina núna og svo aftur kannski einu eða tveimur árum seinna.“ „Þannig að við erum að reyna að forðast það í lengstu lög en við ætlum hvorki að stefna lífi eða heilsu starfsfólksins í hættu eða okkar skjólstæðinga sem eru að gefa blóð. Það er ekki í boði,“ bætir Björn við. Viðgerðir hafi verið á tímaáætlun en flókið sé að viðhalda svo viðkvæmri starfsemi á meðan endurbætur standa yfir. Það hafi verið reynt eftir mesta megni. Málið endurspegli það alvarlega ástand sem hafi ríkt í húsnæðismálum Landspítala og áratugaskort á viðhaldi. Húsnæði Blóðbankans við Snorrabraut er ekki í eigu ríkisins heldur leiguhúsnæði og ber eigandinn ábyrgð á því að sjá um og fjármagna nauðsynlegar viðbætur. „Við erum að vakta þetta og tökum þetta alvarlega og það sem skiptir máli númer eitt, tvö, þrjú og fjögur er heilsa og vellíðan okkar starfsmanna og blóðgjafa og gesta sem eru að koma til okkar,“ ítrekar Björn. Ekki haft áhrif á blóðhluta Í bréfi sem stjórnendur sendu starfsfólki Blóðbankans í ágúst í fyrra sagði að óvissa væri um útbreiðslu mygluskemmda og áhrif þeirra á blóðgjafa, starfsmenn og öryggi starfseminnar, meðal annars vegna áhrifa á framleiðsluvörur Blóðbankans. Björn segir nú ljóst að myglu- og rakaskemmdirnar hafi ekki haft nein áhrif á blóðbirgðir eða blóðgjafarhluta. „Nei ekki neitt. Það hefur algjörlega haldist, og starfsfólk á mikinn heiður skilinn fyrir að starfsemin hefur ekki raskast sem því nemur að það hafi haft einhver áhrif á birgðastöðu eða lagerhald. En auðvitað hefur þetta skapað aukið álag á starfsfólkið og starfsemina.“ Hvorki raki né mygla hafi fundist í blóðgjafarými þar sem sjúklingar koma að gefa blóð. „Þetta er náttúrulega ekki ákjósanlegt fyrir starfsfólkið. Þetta er ákveðin óvissa fyrir starfsfólkið en hins vegar eru allar niðurstöðurnar úr loftgæðamælingunum fram að þessu vel innan viðmiðunarmarka,“ segir Björn. Landspítalinn Reykjavík Mygla Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mygla í Blóðbankanum hafi ekki áhrif á starfsemi bankans Mygla greindist í Blóðbankanum í sumar. Læknir segir ekkert benda til þess að mygla og raki hafi áhrif á blóð sem geymt er í bankanum, loftgæði séu góð í húsinu og forsvaranlegt að halda starfseminni áfram. Öryggi starfsmanna, blóðgjafa og starfseminnar sé tryggt. 19. janúar 2024 18:37 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Búið er að gera töluverðar lagfæringar á húsinu en heildarumfang vandans liggur enn ekki fyrir, að sögn Björns Rúnars Lúðvíkssonar, læknis í framkvæmdastjórn Landspítalans. Engin vandamál séu í rými þar sem blóðgjafar gefa blóð. Hann segir stöðuna hafa batnað eftir að gert var við leka og vissar alvarlegar skemmdir í húsinu. Náið sé fylgst með loftgæðum sem mælist nú innan viðmiðunarmarka og dæmi um að starfsfólk hafi snúið aftur úr veikindaleyfi. „Það hefur ekki verið mikið um einhver alvarleg veikindi en í skrifstofurými, sem er búið að laga núna, þar voru menn að finna fyrir óþægindum,“ segir Björn. „Það hefur enginn þurft að færa sig eða hætta að vinna út af þessu.“ Mygla greindist á mörgum stöðum Verkfræðistofan EFLA vinnur að úttekt á húsnæðinu og meta stjórnendur spítalans hvort hægt sé að halda áfram með starfsemi Blóðbankans á núverandi stað þrátt fyrir það rask sem fylgi frekari framkvæmdum og viðgerðum. Mygla greindist á mörgum stöðum í húsnæði Blóðbankans við Snorrabraut 60 í Reykjavík í ágúst 2023 en fyrir það höfðu starfsmenn kvartað undan loftgæðum um margra ára skeið og vakið máls á möguleikanum á myglu. EFLA verkfræðistofa var fengin árið 2017 til að rannsaka húsnæðið en sú athugun leiddi ekki til formlegrar staðfestingar á myglu. Seinni athugun EFLU sem lauk í ágúst í fyrra leiddi í ljós að mygla var víða í húsnæðinu en farið var í nánari skoðun þegar mikill leki kom upp veturinn 2022. Síðan þá hefur einnig mælst raki í gólfinu á fyrstu hæð en þó ekki mygla, að sögn Björns. Reynt verði að lagfæra það með sem minnstu raski. Leiguhúsnæði Blóðbankans við Snorrabraut. Framtíðarhúsnæði verður í nýjum Landspítala.vísir/vilhelm Miklar tafir á afhendingu nýs rannsóknarhúss Björn segir verið að kanna alla möguleika til að bregðast við þessu krefjandi ástandi. Einn þeirra sé að flytja stóran hluta starfseminnar í annað húsnæði. „Ef aðstæður krefjast þess þá munum við þurfa að gera það.“ Slæmt sé hversu miklar tafir hafi orðið á afhendingu nýs rannsóknarhúss sem er hluti af uppbyggingu Nýs Landspítala. Björn segir áður hafa verið miðað við árið 2024 en nú sé vonast til að starfsemi Blóðbankans verði komin inn í nýtt rannsóknarhús innan þriggja til fjögurra ára. „Þess vegna er svo mikilvægt að vakta þetta ástand núna vel. Það er gríðarlegt rask sem myndi felast í því að flytja starfsemina núna og svo aftur kannski einu eða tveimur árum seinna.“ „Þannig að við erum að reyna að forðast það í lengstu lög en við ætlum hvorki að stefna lífi eða heilsu starfsfólksins í hættu eða okkar skjólstæðinga sem eru að gefa blóð. Það er ekki í boði,“ bætir Björn við. Viðgerðir hafi verið á tímaáætlun en flókið sé að viðhalda svo viðkvæmri starfsemi á meðan endurbætur standa yfir. Það hafi verið reynt eftir mesta megni. Málið endurspegli það alvarlega ástand sem hafi ríkt í húsnæðismálum Landspítala og áratugaskort á viðhaldi. Húsnæði Blóðbankans við Snorrabraut er ekki í eigu ríkisins heldur leiguhúsnæði og ber eigandinn ábyrgð á því að sjá um og fjármagna nauðsynlegar viðbætur. „Við erum að vakta þetta og tökum þetta alvarlega og það sem skiptir máli númer eitt, tvö, þrjú og fjögur er heilsa og vellíðan okkar starfsmanna og blóðgjafa og gesta sem eru að koma til okkar,“ ítrekar Björn. Ekki haft áhrif á blóðhluta Í bréfi sem stjórnendur sendu starfsfólki Blóðbankans í ágúst í fyrra sagði að óvissa væri um útbreiðslu mygluskemmda og áhrif þeirra á blóðgjafa, starfsmenn og öryggi starfseminnar, meðal annars vegna áhrifa á framleiðsluvörur Blóðbankans. Björn segir nú ljóst að myglu- og rakaskemmdirnar hafi ekki haft nein áhrif á blóðbirgðir eða blóðgjafarhluta. „Nei ekki neitt. Það hefur algjörlega haldist, og starfsfólk á mikinn heiður skilinn fyrir að starfsemin hefur ekki raskast sem því nemur að það hafi haft einhver áhrif á birgðastöðu eða lagerhald. En auðvitað hefur þetta skapað aukið álag á starfsfólkið og starfsemina.“ Hvorki raki né mygla hafi fundist í blóðgjafarými þar sem sjúklingar koma að gefa blóð. „Þetta er náttúrulega ekki ákjósanlegt fyrir starfsfólkið. Þetta er ákveðin óvissa fyrir starfsfólkið en hins vegar eru allar niðurstöðurnar úr loftgæðamælingunum fram að þessu vel innan viðmiðunarmarka,“ segir Björn.
Landspítalinn Reykjavík Mygla Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mygla í Blóðbankanum hafi ekki áhrif á starfsemi bankans Mygla greindist í Blóðbankanum í sumar. Læknir segir ekkert benda til þess að mygla og raki hafi áhrif á blóð sem geymt er í bankanum, loftgæði séu góð í húsinu og forsvaranlegt að halda starfseminni áfram. Öryggi starfsmanna, blóðgjafa og starfseminnar sé tryggt. 19. janúar 2024 18:37 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Mygla í Blóðbankanum hafi ekki áhrif á starfsemi bankans Mygla greindist í Blóðbankanum í sumar. Læknir segir ekkert benda til þess að mygla og raki hafi áhrif á blóð sem geymt er í bankanum, loftgæði séu góð í húsinu og forsvaranlegt að halda starfseminni áfram. Öryggi starfsmanna, blóðgjafa og starfseminnar sé tryggt. 19. janúar 2024 18:37