Sex þúsund tapaðar ljósmyndir komust í leitirnar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. júlí 2024 17:00 Myndin til vinstri er ein þeirra sem Maya taldi sig hafa glatað, til hægri er svo umrætt minniskort. Mayapapayapictures Bandarískur brúðkaupsljósmyndari, Maya James, lenti í því leiðindaatviki að týna minniskorti við flugvélaflakið á Sólheimasandi í Íslandsferð fyrr í mánuðinum. Fyrir ótrúlega lukku fann annar bandarískur ferðamaður minniskortið og er nú að koma því til Mayu í pósti. Bandaríski ferðamaðurinn sem fann kortið heitir Mary Les og birti færslu á Facebook þar sem hún greindi frá fundi sínum. Færslunni var deilt víða um Facebook á hópum eins og Hið Raunverulega Bakland Ferðaþjónustunnar, Góða systir og hópa fyrir erlenda ferðamenn á Íslandi. Einhvern veginn hafnaði færslan hjá einhverjum sem þekkti til Mayu og þessi óþekkti aðili kom henni í sambandi við þann sem fann kortið. Umturnaði öllu í gistihúsinu Maya lýsir því í samtali við fréttastofu að hún hafi farið til Íslands í hópferð ljósmyndara frá Bandaríkjunum að taka myndir í íslenskri náttúru. Hún hafi ásamt öðrum ljósmyndara í hópnum ákveðið að gera sér ferð út að flugvélaflakinu á Sólheimasandi sem er vinsæll áfangastaður ljósmyndara. „Ég fór með henni og við vorum að taka ótrúlega flottar myndir. Ég hélt svo að ég væri með allar græjurnar mínar með mér þannig við fórum aftur þangað sem við vorum að gista og það var ekki fyrr en seinna um daginn að ég átta mig á því að mig vantar eitt minniskortanna minna,“ segir Maya. Ein myndanna sem tekin var á Sólheimasandi.Mayapapayapictures Hún lýsir því að hafa umturnað öllu í gistihúsinu og fengið ferðafélaga sína til að gera slíkt hið sama en án árangurs. „Ég trúði því einlægt að ég sæi þetta kort aldrei framar,“ segir hún. Vaknaði við holskeflu skilaboða Annað reyndist raunin. Þegar hún vaknaði í morgun var innhólfið hennar sneisafullt af skilaboðum frá ljósmyndurum og ferðafélögum sem létu hana vita að kortið hefði komist í leitirnar. „Það var einhver á netinu að leita að mér því hún fann kortið mitt. Með einhverjum ótrúlegum hætti tókst mér að komast í samband við hana og hún er þegar búin að póstleggja kortið,“ segir Maya. Kortið á enn langferð fyrir sér á leið sinni til Arizona þar sem Maya á heima en hún getur fylgst með því nálgast á heimasíðu póstsins. Sex þúsund myndir á kortinu Maya segir að á kortinu hafi verið ríflega sex þúsund myndir frá Íslandsferðinni og meira til. Það hefði verið ömurlegt að tapa því öllu, þó hún hafi verið búin að gefa upp vonina þegar þangað var komið sögu. Tilefni Íslandsferðar Mayu var að vinna samvinnuverkefni í ljósmyndun. Þessi mynd er ein þeirra sem fannst á minniskortinu týnda.Mayapapayapictures „Ég er endalaust þakklát ljósmyndarasamfélaginu. Ég heyri oft sögur á samfélagsmiðlum af fólki sem týnir myndavélum, korti eða batteríum og einhvern veginn koma netverjar á endurfundum en aldrei gerði ég mér það í hugarlund að það myndi koma fyrir mig,“ segir Maya. „Það var alveg stórkostlegt að vakna við þessa óvæntu ánægju,“ segir hún að lokum. Ljósmyndun Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri Sjá meira
Bandaríski ferðamaðurinn sem fann kortið heitir Mary Les og birti færslu á Facebook þar sem hún greindi frá fundi sínum. Færslunni var deilt víða um Facebook á hópum eins og Hið Raunverulega Bakland Ferðaþjónustunnar, Góða systir og hópa fyrir erlenda ferðamenn á Íslandi. Einhvern veginn hafnaði færslan hjá einhverjum sem þekkti til Mayu og þessi óþekkti aðili kom henni í sambandi við þann sem fann kortið. Umturnaði öllu í gistihúsinu Maya lýsir því í samtali við fréttastofu að hún hafi farið til Íslands í hópferð ljósmyndara frá Bandaríkjunum að taka myndir í íslenskri náttúru. Hún hafi ásamt öðrum ljósmyndara í hópnum ákveðið að gera sér ferð út að flugvélaflakinu á Sólheimasandi sem er vinsæll áfangastaður ljósmyndara. „Ég fór með henni og við vorum að taka ótrúlega flottar myndir. Ég hélt svo að ég væri með allar græjurnar mínar með mér þannig við fórum aftur þangað sem við vorum að gista og það var ekki fyrr en seinna um daginn að ég átta mig á því að mig vantar eitt minniskortanna minna,“ segir Maya. Ein myndanna sem tekin var á Sólheimasandi.Mayapapayapictures Hún lýsir því að hafa umturnað öllu í gistihúsinu og fengið ferðafélaga sína til að gera slíkt hið sama en án árangurs. „Ég trúði því einlægt að ég sæi þetta kort aldrei framar,“ segir hún. Vaknaði við holskeflu skilaboða Annað reyndist raunin. Þegar hún vaknaði í morgun var innhólfið hennar sneisafullt af skilaboðum frá ljósmyndurum og ferðafélögum sem létu hana vita að kortið hefði komist í leitirnar. „Það var einhver á netinu að leita að mér því hún fann kortið mitt. Með einhverjum ótrúlegum hætti tókst mér að komast í samband við hana og hún er þegar búin að póstleggja kortið,“ segir Maya. Kortið á enn langferð fyrir sér á leið sinni til Arizona þar sem Maya á heima en hún getur fylgst með því nálgast á heimasíðu póstsins. Sex þúsund myndir á kortinu Maya segir að á kortinu hafi verið ríflega sex þúsund myndir frá Íslandsferðinni og meira til. Það hefði verið ömurlegt að tapa því öllu, þó hún hafi verið búin að gefa upp vonina þegar þangað var komið sögu. Tilefni Íslandsferðar Mayu var að vinna samvinnuverkefni í ljósmyndun. Þessi mynd er ein þeirra sem fannst á minniskortinu týnda.Mayapapayapictures „Ég er endalaust þakklát ljósmyndarasamfélaginu. Ég heyri oft sögur á samfélagsmiðlum af fólki sem týnir myndavélum, korti eða batteríum og einhvern veginn koma netverjar á endurfundum en aldrei gerði ég mér það í hugarlund að það myndi koma fyrir mig,“ segir Maya. „Það var alveg stórkostlegt að vakna við þessa óvæntu ánægju,“ segir hún að lokum.
Ljósmyndun Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri Sjá meira