Hert öryggisgæsla í Víkinni: „Finnst þetta aðeins of ýkt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. júlí 2024 19:00 Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings. Vísir/Arnar Hert öryggisgæsla verður bæði í Víkinni og á Kópavogsvelli annað kvöld er Evrópuleikir Víkings og Breiðabliks fara fram. UEFA bregst þannig við ólátum sem urðu á leik Vals við Vllaznia í Sambandsdeildinni á dögunum. Upp úr sauð í lok leiks Vals og Vllaznia sem lauk með 2-2 jafntefli. Stuðningsmenn liðsins létu öllum illum látum, sem og starfsfólk og stjórnarmenn. Annað albanskt lið, Egnatia, heimsækir Víkinga á morgun og verður hert öryggisgæsla á vellinum vegna þessa. Hið sama verður uppi á teningunum á Kópavogsvelli þar sem Breiðablik mætir Drita frá Kósóvó. „Það er aðeins meiri viðbúnaður en venjulega. UEFA hefur flokkað þennan leik sem high risk leik og sama með leikinn í Kópavogi eftir uppákomuna sem varð á Hlíðarenda um daginn. Það kom hingað öryggiseftirlitsmaður frá UEFA á staðinn og verður okkur til halds og trausts,“ segir Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings. Leikir íslenskra liða í Sambandsdeild Evrópu fimmtudaginn 25. júlí 18:45 Víkingur - Egnatia (Stöð 2 Sport 5) 18:45 Valur - St. Mirren (Stöð 2 Sport) 19:00 Stjarnan - Paide (Stöð 2 Besta deildin 1) 19:15 Breiðablik - Drita (Stöð 2 Besta deildin 2) Hann segir ef til vill full langt gengið hjá UEFA, sérstaklega í ljósi þess að engir stuðningsmenn albanska liðsins fylgi því hingað til lands. „Persónulega finnst mér þetta aðeins of ýkt. En eftir uppákomuna á Hlíðarenda álítur UEFA að það þurfi að grípa aðeins inn í hér vegna þess að hér er aftur að koma albanskt lið og lið frá Kósóvó. Vllaznia er frá Norður-Albaníu og þetta eru Kósóvó-Albanar mikið og þeir tengja það einhbern veginn saman,“ „Þeir hafa tilkynnt okkur að engir stuðningsmenn koma með liðinu. En aftur á móti eru Albanar hér á Íslandi sem mæta mögulega á leikinn. Við tökum þeim fagnandi og vonum að þeir hagi sér vel,“ segir Haraldur. Andstæðingar Víkings í heimaleikjabanni Haraldur segist þá feginn því að stuðningsmenn Egnatia komi ekki með liðinu hingað til lands í ljósi þess að UEFA setti liðið í heimaleikjabann sökum hegðunar þeirra á Evrópuleik liðsins í síðustu viku. Klippa: Tjáir sig um herta öryggisgæslu í Víkinni „Við erum ekki þessu vön á Íslandi. Erlendis er þetta alþekkt. Þetta var smá sjokkerandi uppákoma sem kannski vekur okkur til umhugsunar að við þurfum að vera viðbúin öllu svona þegar Evrópuleikir eru í gangi,“ „Við erum fegnir því að það komi ekki stuðningsmenn með liðinu frá Albaníu af því að þeir höguðu sér illa á síðasta leik, í síðustu viku. Þeir munu vegna þess þurfa að leika leikinn á móti okkur ytra fyrir luktum dyrum,“ segir Haraldur. Tóm hamingja í Víkinni En þarf að skoða öryggismálin í kringum Evrópuleiki á Íslandi heildstætt eftir ólætin á dögunum? „Það veltur algjörlega á þeim liðum sem hingað koma. Það er klárlega tilefni til þess að skoða þetta. Við höfum verið til dæmis Lech Poznan fyrir þremur árum, þeim fylgdu 60-70 ultras en þeir höguðu sér mjög vel. Þá var aukin gæsla en enginn öryggisfulltrúi frá UEFA,“ segir Haraldur sem býst ekki við öðru en að allt fari vel fram annað kvöld. „Það verður bara tóm hamingja í Víkinni, að venju.“ Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Sociedad - Real Madrid | Madrídingar í Baskalandi Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Sjá meira
Upp úr sauð í lok leiks Vals og Vllaznia sem lauk með 2-2 jafntefli. Stuðningsmenn liðsins létu öllum illum látum, sem og starfsfólk og stjórnarmenn. Annað albanskt lið, Egnatia, heimsækir Víkinga á morgun og verður hert öryggisgæsla á vellinum vegna þessa. Hið sama verður uppi á teningunum á Kópavogsvelli þar sem Breiðablik mætir Drita frá Kósóvó. „Það er aðeins meiri viðbúnaður en venjulega. UEFA hefur flokkað þennan leik sem high risk leik og sama með leikinn í Kópavogi eftir uppákomuna sem varð á Hlíðarenda um daginn. Það kom hingað öryggiseftirlitsmaður frá UEFA á staðinn og verður okkur til halds og trausts,“ segir Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings. Leikir íslenskra liða í Sambandsdeild Evrópu fimmtudaginn 25. júlí 18:45 Víkingur - Egnatia (Stöð 2 Sport 5) 18:45 Valur - St. Mirren (Stöð 2 Sport) 19:00 Stjarnan - Paide (Stöð 2 Besta deildin 1) 19:15 Breiðablik - Drita (Stöð 2 Besta deildin 2) Hann segir ef til vill full langt gengið hjá UEFA, sérstaklega í ljósi þess að engir stuðningsmenn albanska liðsins fylgi því hingað til lands. „Persónulega finnst mér þetta aðeins of ýkt. En eftir uppákomuna á Hlíðarenda álítur UEFA að það þurfi að grípa aðeins inn í hér vegna þess að hér er aftur að koma albanskt lið og lið frá Kósóvó. Vllaznia er frá Norður-Albaníu og þetta eru Kósóvó-Albanar mikið og þeir tengja það einhbern veginn saman,“ „Þeir hafa tilkynnt okkur að engir stuðningsmenn koma með liðinu. En aftur á móti eru Albanar hér á Íslandi sem mæta mögulega á leikinn. Við tökum þeim fagnandi og vonum að þeir hagi sér vel,“ segir Haraldur. Andstæðingar Víkings í heimaleikjabanni Haraldur segist þá feginn því að stuðningsmenn Egnatia komi ekki með liðinu hingað til lands í ljósi þess að UEFA setti liðið í heimaleikjabann sökum hegðunar þeirra á Evrópuleik liðsins í síðustu viku. Klippa: Tjáir sig um herta öryggisgæslu í Víkinni „Við erum ekki þessu vön á Íslandi. Erlendis er þetta alþekkt. Þetta var smá sjokkerandi uppákoma sem kannski vekur okkur til umhugsunar að við þurfum að vera viðbúin öllu svona þegar Evrópuleikir eru í gangi,“ „Við erum fegnir því að það komi ekki stuðningsmenn með liðinu frá Albaníu af því að þeir höguðu sér illa á síðasta leik, í síðustu viku. Þeir munu vegna þess þurfa að leika leikinn á móti okkur ytra fyrir luktum dyrum,“ segir Haraldur. Tóm hamingja í Víkinni En þarf að skoða öryggismálin í kringum Evrópuleiki á Íslandi heildstætt eftir ólætin á dögunum? „Það veltur algjörlega á þeim liðum sem hingað koma. Það er klárlega tilefni til þess að skoða þetta. Við höfum verið til dæmis Lech Poznan fyrir þremur árum, þeim fylgdu 60-70 ultras en þeir höguðu sér mjög vel. Þá var aukin gæsla en enginn öryggisfulltrúi frá UEFA,“ segir Haraldur sem býst ekki við öðru en að allt fari vel fram annað kvöld. „Það verður bara tóm hamingja í Víkinni, að venju.“
Leikir íslenskra liða í Sambandsdeild Evrópu fimmtudaginn 25. júlí 18:45 Víkingur - Egnatia (Stöð 2 Sport 5) 18:45 Valur - St. Mirren (Stöð 2 Sport) 19:00 Stjarnan - Paide (Stöð 2 Besta deildin 1) 19:15 Breiðablik - Drita (Stöð 2 Besta deildin 2)
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Sociedad - Real Madrid | Madrídingar í Baskalandi Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Sjá meira