Neyðarþyrluflug með ferðamann á Jökulfjörðum „vísir að misnotkun“ Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2024 16:22 Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug eftir ferðamanninum í Jökulfirði þangað sem ekki er fært með bíl. Þaðan var hann fluttur á flugvöllinn á Ísafirði þar sem hann taldi ekki þörf á frekari aðhlynningu. Heit sturta, pítsa og hótelbergi var honum efst í huga. Vísir/Sara Slökkviliðsstjórinn á Vestfjörðum telur það „vísi að misnotkun“ á neyðarþjónustu Landhelgisgæslunnar að þyrla hafi sótt bandarískan ferðamann sem óskaði eftir aðstoð á Jökulfjörðum. Landhelgisgæslan hefur ekki á dagskrá að kryfja málið frekar. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti göngumann sem var sagður veikur á Jökulfjörðum í norðanverðu Ísafjarðardjúpi á Vestfjörðum í gærmorgun. Fulltrúi Landhelgisgæslunnar sagði Vísi þá að ekki hefði verið um alvarleg veikindi að ræða og að maðurinn væri í skoðun á Heilbrigðisstofun Vestfjarða. Sigurður A. Jónsson hefur verið slökkviliðsstjóri á Ísafirði frá árinu 2019. Ferðamaðurinn fór þó aldrei til skoðunar á sjúkrahúsinu á Ísafirði heldur hélt upp í bílaleigubíl og á hótel eftir stutt spjall við bráðatækni og sjúkraflutningamann sem komu á sjúkrabíl til móts við þyrluna á flugvöllinn, að sögn Sigurðar A. Jónssonar, slökkviliðsstjóra á Ísafirði. Slökkviliðsstjórinn segir að ferðamaðurinn, um þrítugur Bandaríkjamaður, hafi meitt sig á hné á mánudag og síðan byrjað að kasta upp í gær. Hann hafi þó hvorki kennt sér meins í hnénu né þjáðst af uppköstum þegar hann kom til Ísafjarðar með þyrlunni í gær. „Hann var alveg sprelllifandi og bara mjög þakklátur fyrir þessa þjónustu sem hann fékk og ætlaði bara að fara í heita sturtu, fá sér pítsu og fara á hótel. Hann var örugglega nær dauða en lífi að eigin sögn þegar hann hringdi á þyrlu. Hann meiddi sig eitthvað í hnénu og var með gubbupest en það var allt liðið hjá þegar hann kemur til okkar,“ segir Sigurður. Lúðvík Þorgeirsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarðar, staðfestir við Vísi að stofnunin hafi ekki haft neina aðkomu að málinu. Leið örugglega illa þegar hann óskaði eftir aðstoð Staðarmiðillinn Bæjarins ýjaði að því að neyðarþjónusta Gæslunnar hefði verið misnotuð í tilfelli ferðamannsins en gat þó ekki staðfest að hann hefði horfið á braut án þess að þarfnast frekari aðhlynningar. Sigurður telur sjúkraflutninginn stappa nærri misnoktun. „Það er gott að vera vitur eftir á. Honum leið örugglega illa þegar hann ýtti á neyðarboðin. En honum vantaði bara far hingað í rauninni. Ég myndi halda það að það væri svona vísir að misnotkun,“ segir hann við Vísi. Ferðamaðurinn var á ferð með fjórum löndum sínum. Þeir séu alvanir ferðamenn og maðurinn hafi verið verið útbúinn. Sá sem var fluttur með þyrlunni ætli sér að taka á móti félögunum þegar þeir ljúka göngu sinni á morgun. Sækja mismikið slasað fólk Hreggviður Símonarson, starfsmaður á bakvakt aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, vildi ekki tjá sig sérstaklega um hvort að óeðlilegt hefði verið að fá þyrlu til þess að sækja ferðamanninn. Landhelgisgæslan sæki mismikið slasað fólk og ekki sé óalgengt að minna slasað fólk sé sótt með þyrlu ef ekki er hægt að nálgast það öðruvísi. „Þannig er okkar þjónusta stundum,“ segir hann. Ekki sé á dagskrá að kryfja málið frekar hvað Landhelgisgæsluna varðar. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Sjúkraflutningar Landhelgisgæslan Hornstrandir Ísafjarðarbær Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti göngumann sem var sagður veikur á Jökulfjörðum í norðanverðu Ísafjarðardjúpi á Vestfjörðum í gærmorgun. Fulltrúi Landhelgisgæslunnar sagði Vísi þá að ekki hefði verið um alvarleg veikindi að ræða og að maðurinn væri í skoðun á Heilbrigðisstofun Vestfjarða. Sigurður A. Jónsson hefur verið slökkviliðsstjóri á Ísafirði frá árinu 2019. Ferðamaðurinn fór þó aldrei til skoðunar á sjúkrahúsinu á Ísafirði heldur hélt upp í bílaleigubíl og á hótel eftir stutt spjall við bráðatækni og sjúkraflutningamann sem komu á sjúkrabíl til móts við þyrluna á flugvöllinn, að sögn Sigurðar A. Jónssonar, slökkviliðsstjóra á Ísafirði. Slökkviliðsstjórinn segir að ferðamaðurinn, um þrítugur Bandaríkjamaður, hafi meitt sig á hné á mánudag og síðan byrjað að kasta upp í gær. Hann hafi þó hvorki kennt sér meins í hnénu né þjáðst af uppköstum þegar hann kom til Ísafjarðar með þyrlunni í gær. „Hann var alveg sprelllifandi og bara mjög þakklátur fyrir þessa þjónustu sem hann fékk og ætlaði bara að fara í heita sturtu, fá sér pítsu og fara á hótel. Hann var örugglega nær dauða en lífi að eigin sögn þegar hann hringdi á þyrlu. Hann meiddi sig eitthvað í hnénu og var með gubbupest en það var allt liðið hjá þegar hann kemur til okkar,“ segir Sigurður. Lúðvík Þorgeirsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarðar, staðfestir við Vísi að stofnunin hafi ekki haft neina aðkomu að málinu. Leið örugglega illa þegar hann óskaði eftir aðstoð Staðarmiðillinn Bæjarins ýjaði að því að neyðarþjónusta Gæslunnar hefði verið misnotuð í tilfelli ferðamannsins en gat þó ekki staðfest að hann hefði horfið á braut án þess að þarfnast frekari aðhlynningar. Sigurður telur sjúkraflutninginn stappa nærri misnoktun. „Það er gott að vera vitur eftir á. Honum leið örugglega illa þegar hann ýtti á neyðarboðin. En honum vantaði bara far hingað í rauninni. Ég myndi halda það að það væri svona vísir að misnotkun,“ segir hann við Vísi. Ferðamaðurinn var á ferð með fjórum löndum sínum. Þeir séu alvanir ferðamenn og maðurinn hafi verið verið útbúinn. Sá sem var fluttur með þyrlunni ætli sér að taka á móti félögunum þegar þeir ljúka göngu sinni á morgun. Sækja mismikið slasað fólk Hreggviður Símonarson, starfsmaður á bakvakt aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, vildi ekki tjá sig sérstaklega um hvort að óeðlilegt hefði verið að fá þyrlu til þess að sækja ferðamanninn. Landhelgisgæslan sæki mismikið slasað fólk og ekki sé óalgengt að minna slasað fólk sé sótt með þyrlu ef ekki er hægt að nálgast það öðruvísi. „Þannig er okkar þjónusta stundum,“ segir hann. Ekki sé á dagskrá að kryfja málið frekar hvað Landhelgisgæsluna varðar.
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Sjúkraflutningar Landhelgisgæslan Hornstrandir Ísafjarðarbær Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira