Myndband sýnir aðdraganda árásarinnar á Krít Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. júlí 2024 15:19 Á myndbandinu má sjá hvernig ógnandi tilburðir árásarmannanna urðu að stórfelldri líkamsárás. Skjáskot Myndband úr öryggismyndavél sýnir aðdraganda og upphaf stórfelldrar líkamsárásar á íslenska fjölskyldu á Krít fyrr í mánuðinum. Fjölskyldufaðirinn sem er grísk-kanadískur og heitir Emmanuel Kakoulakis er illa haldinn eftir árásina. Árásin átti sér stað á bar í borginni Heraklíon á Krít að morgni miðvikudagsins 17. júlí. Fjölskyldan var í kjölfarið flutt á Venizelio-sjúkrahúsið og hlúað að sárum þeirra. Yana Sana, íslensk eiginkona Emmanuels, og sonur hennar voru í viðtali við DV skömmu eftir árásina. Þar kom fram að Emmanuel hefði nefbrotnað og kjálkabrotnað í árasinni. Þá þurfti einnig að gera aðgerð á honum til að koma súrefni ofan í lungun í gegnum hálsinn. Vísir hefur einnig fjallað um málið. Fjölskyldufaðirinn og einn sonurinn eru sagðir hafa verið eftir til að borga reikninginn og maður úr stærri hópi hafi verið með ógnandi tilburði í garð fjölskylduföðurins. Það vatt upp á sig og hópur grískra manna réðust á Emmanuel og son hans grimmilega, síðan móðurina og einnig fjórtán ára stúlku sem reyndi að grípa inn í. Í æsingnum sem braust út tókst árásarmönnunum að komast undan áður en að lögregla kom á vettvang. Stjórnvöld bæði á Grikklandi, Kanada og Íslandi hafa lýst áhyggjum sínum af málinu og ferðamálaráðherra Grikklands hefur heimsótt Emmanuel á sjúkrahúsið. Ofbeldismál af þessum toga hafa fært sig í aukana samkvæmt grískum miðlum og óttast er að þau kunni að hafa fælandi áhrif á ferðamenn. Enginn hefur enn verið handtekinn í málinu en lögregla hefur borið kennsl á minnst tvo úr hópi árásarmannanna. Þeir eru sagðir góðkunningjar lögreglunnar í Heraklíon. Íslendingar erlendis Grikkland Erlend sakamál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Sjá meira
Árásin átti sér stað á bar í borginni Heraklíon á Krít að morgni miðvikudagsins 17. júlí. Fjölskyldan var í kjölfarið flutt á Venizelio-sjúkrahúsið og hlúað að sárum þeirra. Yana Sana, íslensk eiginkona Emmanuels, og sonur hennar voru í viðtali við DV skömmu eftir árásina. Þar kom fram að Emmanuel hefði nefbrotnað og kjálkabrotnað í árasinni. Þá þurfti einnig að gera aðgerð á honum til að koma súrefni ofan í lungun í gegnum hálsinn. Vísir hefur einnig fjallað um málið. Fjölskyldufaðirinn og einn sonurinn eru sagðir hafa verið eftir til að borga reikninginn og maður úr stærri hópi hafi verið með ógnandi tilburði í garð fjölskylduföðurins. Það vatt upp á sig og hópur grískra manna réðust á Emmanuel og son hans grimmilega, síðan móðurina og einnig fjórtán ára stúlku sem reyndi að grípa inn í. Í æsingnum sem braust út tókst árásarmönnunum að komast undan áður en að lögregla kom á vettvang. Stjórnvöld bæði á Grikklandi, Kanada og Íslandi hafa lýst áhyggjum sínum af málinu og ferðamálaráðherra Grikklands hefur heimsótt Emmanuel á sjúkrahúsið. Ofbeldismál af þessum toga hafa fært sig í aukana samkvæmt grískum miðlum og óttast er að þau kunni að hafa fælandi áhrif á ferðamenn. Enginn hefur enn verið handtekinn í málinu en lögregla hefur borið kennsl á minnst tvo úr hópi árásarmannanna. Þeir eru sagðir góðkunningjar lögreglunnar í Heraklíon.
Íslendingar erlendis Grikkland Erlend sakamál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Sjá meira