„Get tekið hart á sjálfri mér þegar mér mistekst“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 13. ágúst 2024 19:01 Kolfinna er meðal keppenda í Ungfrú Ísland. Arnór Trausti Kolfinna kristinsdóttir er fædd og uppalin á Kársnesinu í Kópavoginum. Hún útskrifaðist úr Verzlunarskóla Íslands vorið 2022 og stundar nú nám í næringarfræði við Háskóla Íslands. Kolfinna er meðal keppenda í Ungfrú Ísland sem verður haldin í Gamla Bíó á morgun, miðvikudaginn 14. ágúst. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu 14. ágúst á Vísi og Stöð 2 Vísi. Kolfinna er mikill dýravinur.Arnór Trausti Fullt nafn? Kolfinna kristinsdóttir Aldur? 20 ára Starf? Er í næringarfræði í Háskóla Ísland. Í sumar var ég með umsjón með leikjanámskeiðum hjá fimleikafélaginu Gerplu. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Ég hafði heyrt margt um keppnina sem vakti áhuga minn og þegar mér bauðst svo að taka þátt ákvað ég að slá til og sé ekki eftir því. Þetta er ótrúlega skemmtileg reynsla á svo margan hátt. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Eins og er finnst mér að ég hafi fyrst og fremst lært að efla sjálfsmyndina og byggja upp sjálfstraustið. Það má kannski segja að ég hafi kynnst nýjum hliðum á sjálfri mér, fundið mikilvægi þess að hafa trú á mér og því sem ég stend fyrir. View this post on Instagram A post shared by Kolfinna Kristinsdóttir (@kolfinnakristins) Hvaða tungumál talarðu? Ég tala íslensku sem móðurmál og ensku. Svo kann ég smá dönsku og þýskur úr menntaskóla. Hvað hefur mótað þig mest? Líklega er það fjölskylda mín og nánir vinir sem hafa mótað mig hvað mest. Ég kem úr stórri fjölskyldu, er yngst af fimm systkinum, reyndar alveg lang yngst enþað eru sjö ár á milli mín og bróður míns. Ég finn alltaf betur að það eru á margan hátt forréttindi að fá að alast upp sem hluti af stórri og kraftmikilli fjölskyldu. Svo hefur eflaust margt annað mótað mig sem einstakling, ýmsar áskoranir og frábærar upplifanir. Lífið er einstakt ferðalag, eins klisjukennt og það hljómar. Erfiðasta lífsreynslan hingað til? Mér fannst erfitt að missa afa minn í byrjun síðasta árs. Að öðru leyti get ég varla sagt að ég hafi upplifað sérstaklega erfiða lífsreynslu. Allir sem standa mér nærri og mér þykir vænt um eru hrautir og heilbrigðir. Það er eiginlega ekki hægt að biðja um meira. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af þeirri manneskju sem ég hef orðið að í dag og þeim áskorunum sem mér hefur tekist að yfirstíga. Þegar ég var yngri var ég mjög lokuð og sjúklega feimin. Við erum að tala um ástand sem gat orðið nánast lamandi þar sem ég átti erfitt með að tjá mig. Að taka þátt í keppni eins og Ungfrú Íslandi hefði verið útilokað. Ég hefði ekki getað hugsað mér það, ekki fyrir mitt litla líf, en að vera hér í dag hefur því á einhvern hátt dýpri merkingu fyrir mig en sjálf keppnin. Mér finnst mér hafa tekist eftir heilmikla baráttu að komast á betri stað og er bæði mjög glöð og stolt af því. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Lifðu lífinu lifandi. Hver er uppáhalds maturinn þinn? Steiktur fiskur í raspi með heimagerðu remúlaði og hrásalati. Hver er þín fyrirmynd í lífinu? Fyrirmyndir breytast með aldrinum þannig að ég hef átt þó nokkrar. Ef ég ætti að gera upp á milli þeirra þá á ég fjögur eldri systkini og myndi hiklaust segja að þau hafi hvert með sínum hætti verið mér fyrirmynd. Þau eru öll frábær og einstök á sinn hátt og hafa kennt mér mikilvægar lexíur í gegnum árin. Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt? Guð minn góður, ekki spyrja mig að þessu. Allir eru frægir á Íslandi. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Ég er frekar vandræðaleg manneskja og neyðarleg atvik eru nánast daglegt brauð, get ómögulega gert upp á milli þeirra neyðarlegustu. Það helsta sem mér dettur í hug var þegar ég var í skólaferðalagi í Póllandi. Við vorum nýkomin að hótelinu með rútu eftir langan dag að ferðast og ég var með þeim síðustu til að stíga út úr rútunni. Ég var eitthvað verulega þreytt því þegar ég var að labba niður tröppurnar til að komast út úr rútunni missti ég gjörsamlega af þrepinu og rann niður allar tröppurnar. Um leið öskraði ég það hátt þannig að fór ekki fram hjá neinum. Hver er þinn helsti ótti? Helsti óttinn er að ná ekki þeim markmiðum sem ég hef sett mér, sama hvort þau tengjast námi, vinum eða framtíðarvonum. Ég hef mikinn metnað og get tekið hart á sjálfri mér þegar mér mistekst. Hvar sérðu þig í framtíðinni? Ef lánið leikur við mig sé ég mig sem næringarfræðing starfandi innan heilbrigðisgeirans. Svo á ég mér draum um eiginmann, heilbrigð börn og virkan lífsstíl. Hvaða lag tekur þú í karókí? Unwritten með Natasha Bedingfield er algjör klassík. Þín mesta gæfa í lífinu? Mín mesta gæfa eru foreldrar mínir. Þau hafa verið minn helsti stuðningur og hvatning og ég veit að ég get alltaf treyst á þau. Uppskrift að drauma degi? Ég myndi byrja daginn snemma með góðum og næringarríkum morgunverði. Eftir það myndi ég taka ræktardótið mitt til og drífa mig í ræktina og taka góða æfingu. Hitta síðan vini og fara með þeim í hádegismat. Á þessum degi þyrfti auðvitað að vera sól þar sem ferðinni væri næst heitið á ströndina þar sem við myndum tana og gæða okkur á ferskum ávöxtum. Eftir sólríkan dag á ströndinni myndum við fara saman heim og gera okkur til með geggjaðri tónlist og góðum drykkjum. Um kvöldið fengjum við okkur svo að borða á góðum veitingastað. Að geggjuðum kvöldverði loknum, myndum við enda kvöldið á því að horfa á góða rom-com bíómynd á meðan við nörtum í stóran nammipoka frá Hagkaup. Hér er hægt að kjósa í Ungfrú Ísland. Ungfrú Ísland Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Sjá meira
Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu 14. ágúst á Vísi og Stöð 2 Vísi. Kolfinna er mikill dýravinur.Arnór Trausti Fullt nafn? Kolfinna kristinsdóttir Aldur? 20 ára Starf? Er í næringarfræði í Háskóla Ísland. Í sumar var ég með umsjón með leikjanámskeiðum hjá fimleikafélaginu Gerplu. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Ég hafði heyrt margt um keppnina sem vakti áhuga minn og þegar mér bauðst svo að taka þátt ákvað ég að slá til og sé ekki eftir því. Þetta er ótrúlega skemmtileg reynsla á svo margan hátt. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Eins og er finnst mér að ég hafi fyrst og fremst lært að efla sjálfsmyndina og byggja upp sjálfstraustið. Það má kannski segja að ég hafi kynnst nýjum hliðum á sjálfri mér, fundið mikilvægi þess að hafa trú á mér og því sem ég stend fyrir. View this post on Instagram A post shared by Kolfinna Kristinsdóttir (@kolfinnakristins) Hvaða tungumál talarðu? Ég tala íslensku sem móðurmál og ensku. Svo kann ég smá dönsku og þýskur úr menntaskóla. Hvað hefur mótað þig mest? Líklega er það fjölskylda mín og nánir vinir sem hafa mótað mig hvað mest. Ég kem úr stórri fjölskyldu, er yngst af fimm systkinum, reyndar alveg lang yngst enþað eru sjö ár á milli mín og bróður míns. Ég finn alltaf betur að það eru á margan hátt forréttindi að fá að alast upp sem hluti af stórri og kraftmikilli fjölskyldu. Svo hefur eflaust margt annað mótað mig sem einstakling, ýmsar áskoranir og frábærar upplifanir. Lífið er einstakt ferðalag, eins klisjukennt og það hljómar. Erfiðasta lífsreynslan hingað til? Mér fannst erfitt að missa afa minn í byrjun síðasta árs. Að öðru leyti get ég varla sagt að ég hafi upplifað sérstaklega erfiða lífsreynslu. Allir sem standa mér nærri og mér þykir vænt um eru hrautir og heilbrigðir. Það er eiginlega ekki hægt að biðja um meira. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af þeirri manneskju sem ég hef orðið að í dag og þeim áskorunum sem mér hefur tekist að yfirstíga. Þegar ég var yngri var ég mjög lokuð og sjúklega feimin. Við erum að tala um ástand sem gat orðið nánast lamandi þar sem ég átti erfitt með að tjá mig. Að taka þátt í keppni eins og Ungfrú Íslandi hefði verið útilokað. Ég hefði ekki getað hugsað mér það, ekki fyrir mitt litla líf, en að vera hér í dag hefur því á einhvern hátt dýpri merkingu fyrir mig en sjálf keppnin. Mér finnst mér hafa tekist eftir heilmikla baráttu að komast á betri stað og er bæði mjög glöð og stolt af því. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Lifðu lífinu lifandi. Hver er uppáhalds maturinn þinn? Steiktur fiskur í raspi með heimagerðu remúlaði og hrásalati. Hver er þín fyrirmynd í lífinu? Fyrirmyndir breytast með aldrinum þannig að ég hef átt þó nokkrar. Ef ég ætti að gera upp á milli þeirra þá á ég fjögur eldri systkini og myndi hiklaust segja að þau hafi hvert með sínum hætti verið mér fyrirmynd. Þau eru öll frábær og einstök á sinn hátt og hafa kennt mér mikilvægar lexíur í gegnum árin. Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt? Guð minn góður, ekki spyrja mig að þessu. Allir eru frægir á Íslandi. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Ég er frekar vandræðaleg manneskja og neyðarleg atvik eru nánast daglegt brauð, get ómögulega gert upp á milli þeirra neyðarlegustu. Það helsta sem mér dettur í hug var þegar ég var í skólaferðalagi í Póllandi. Við vorum nýkomin að hótelinu með rútu eftir langan dag að ferðast og ég var með þeim síðustu til að stíga út úr rútunni. Ég var eitthvað verulega þreytt því þegar ég var að labba niður tröppurnar til að komast út úr rútunni missti ég gjörsamlega af þrepinu og rann niður allar tröppurnar. Um leið öskraði ég það hátt þannig að fór ekki fram hjá neinum. Hver er þinn helsti ótti? Helsti óttinn er að ná ekki þeim markmiðum sem ég hef sett mér, sama hvort þau tengjast námi, vinum eða framtíðarvonum. Ég hef mikinn metnað og get tekið hart á sjálfri mér þegar mér mistekst. Hvar sérðu þig í framtíðinni? Ef lánið leikur við mig sé ég mig sem næringarfræðing starfandi innan heilbrigðisgeirans. Svo á ég mér draum um eiginmann, heilbrigð börn og virkan lífsstíl. Hvaða lag tekur þú í karókí? Unwritten með Natasha Bedingfield er algjör klassík. Þín mesta gæfa í lífinu? Mín mesta gæfa eru foreldrar mínir. Þau hafa verið minn helsti stuðningur og hvatning og ég veit að ég get alltaf treyst á þau. Uppskrift að drauma degi? Ég myndi byrja daginn snemma með góðum og næringarríkum morgunverði. Eftir það myndi ég taka ræktardótið mitt til og drífa mig í ræktina og taka góða æfingu. Hitta síðan vini og fara með þeim í hádegismat. Á þessum degi þyrfti auðvitað að vera sól þar sem ferðinni væri næst heitið á ströndina þar sem við myndum tana og gæða okkur á ferskum ávöxtum. Eftir sólríkan dag á ströndinni myndum við fara saman heim og gera okkur til með geggjaðri tónlist og góðum drykkjum. Um kvöldið fengjum við okkur svo að borða á góðum veitingastað. Að geggjuðum kvöldverði loknum, myndum við enda kvöldið á því að horfa á góða rom-com bíómynd á meðan við nörtum í stóran nammipoka frá Hagkaup. Hér er hægt að kjósa í Ungfrú Ísland.
Ungfrú Ísland Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Sjá meira