Hver verður varaforsetaefni Kamölu Harris? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. júlí 2024 11:27 Frá vinstri: Beshear, Kelly, Pritzker og Cooper. Getty Andy Beshear, Roy Cooper, Mark Kelly, Wes Moore, JB Pritzker, Josh Shapiro, Gretchen Whitmer og Pete Buttigieg. Hvað eiga þessir einstaklingar sameiginlegt? Jú, þeir tilheyra allir Demókrataflokknum og hafa verið nefndir til sögunnar sem möguleg varaforsetaefni Kamölu Harris. Harris tilkynnti í gær að hún hefði náð að tryggja sér nægan stuðning til að hljóta útnefninguna sem forsetaefni Demókrataflokksins. Landsþing flokksins hefst 19. ágúst næstkomandi en til stendur að efna til rafrænnar atkvæðagreiðslu um útnefninguna fyrir 7. ágúst. Ástæðan er aðallega sú að skila verður inn framboðum í Kaliforníu og Washington áður en landsþingið fer fram, sem gæti leitt til lagaflækja ef forsetaefni Demókrata liggur ekki fyrir fyrr en þá. Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, hefur þegar gefið út að hún hyggist ekki sækjast eftir því að verða varaforsetaefni flokksins og sömu má segja um Wes Moore, ríkisstjóra Maryland. Bæði eru vonarstjörnur innan Demókrataflokksins og hafa verið orðuð við forsetaframboð árið 2028. Áður en Whitmer útilokaði framboð að þessu sinni þótti mörgum spennandi að hugsa til þess að tefla fram tveimur frambærilegum konum gegn Donald Trump og varaforsetaefninu hans J.D. Vance en menn telja þó líklegt að Harris muni velja karl með sér. Þá hefur verið nefnt að það sé skynsamlegt að viðkomandi sé vel þekktur og liðinn í einu af hinum svokölluðu „barátturíkjum“ og að viðkomandi geti höfðað til fólks hægra megin við miðjuna og til óákveðinna. Andy Beshear er einn þeirra sem uppfyllir fyrrnefndar kröfur en hann er ríkisstjóri Kentucky, þar sem Donald Trump sigraði í forsetakosningunum árið 2016 með 30 prósentustigum. Beshear var kjörinn ríkisstjóri árið 2019 og endurkjörinn í fyrra. Hann er sagður hafa átt gott samstarf við Repúblikana og talar oft um það að vera kristinn. Roy Cooper, ríkisstjóri Norður-Karólínu, er annar en hann mun ekki geta sóst eftir endurkjöri á næsta ári vegna tímatakmarka á setu hvers ríkisstjóra í embætti. Geimfari og milljarðamæringur Mark Kelly og JB Pritzker hafa einnig verið nefndir til sögunnar en af öðrum ástæðum. Kelly er öldungadeildarþingamaður fyrir Arizona, sem er vissulega eitt af barátturíkjunum, en hann er líka fyrrverandi geimfari og eiginmaður þingkonunnar Gabby Giffords, sem lifði af banatilræði árið 2011. Kelly hefur barst fyrir umbótum á skotvopnalöggjöfinni en þykir annars fremur hófsamur vinstri maður. Pritzker er ríkisstjóri Illinois og hefur helst verið nefndur til sögunnar í tengslum við auð sinn en fjölskylda hans á Hyatt hótelkeðjuna. Pritzker er milljarðamæringur og gæti lagt verulegar fjárhæðir til kosningabaráttunnar en hann hefur einnig verið harður í gagnrýni sinni á Trump. Meðal þeirra sem eru sagðir koma til greina sem varaforsetaefni er Josh Shapiro, ríkisstjóri Pennsylvaníu, nefndur sem sérstaklega sterkur kandídat. Shapiro hlaut 56 prósent atkvæða þegar hann var kjörinn ríkisstjóri árið 2022 og Harris verður að vinna Pennsylvaníu ef hún vill komast í Hvíta húsið. Það er hins vegar sagt vinna á móti Shapiro að hann er gyðingur, einarður stuðningsmaður Ísrael og talaði meðal annars gegn mótmælum gegn Ísrael á háskólalóðum fyrr á árinu. Aðrir sem hafa verið nefndir til sögunnar en þykja eiga minni möguleika eru samgönguráðherrann Pete Buttigieg, viðskiptaráðherrann Gina Raimondo og Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota. Þá voru Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, og Raphael Warnock, öldungadeildarþingmaður frá Georgíu, nefndir þegar rætt var um mögulega arftaka Joe Biden en báðir þykja óheppilegur kostur sem varaforseti. Newsom þykir of vinstri sinnaður og auðvelt að hengja á hann hin margvíslegu vandamál sem íbúar Kaliforníu glíma nú við og þá þykir mönnum óráðlegt að færa Warnock til, þar sem það er næsta víst að Repúblikana myndi taka sætið hans í öldungadeildinni. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Hvað eiga þessir einstaklingar sameiginlegt? Jú, þeir tilheyra allir Demókrataflokknum og hafa verið nefndir til sögunnar sem möguleg varaforsetaefni Kamölu Harris. Harris tilkynnti í gær að hún hefði náð að tryggja sér nægan stuðning til að hljóta útnefninguna sem forsetaefni Demókrataflokksins. Landsþing flokksins hefst 19. ágúst næstkomandi en til stendur að efna til rafrænnar atkvæðagreiðslu um útnefninguna fyrir 7. ágúst. Ástæðan er aðallega sú að skila verður inn framboðum í Kaliforníu og Washington áður en landsþingið fer fram, sem gæti leitt til lagaflækja ef forsetaefni Demókrata liggur ekki fyrir fyrr en þá. Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, hefur þegar gefið út að hún hyggist ekki sækjast eftir því að verða varaforsetaefni flokksins og sömu má segja um Wes Moore, ríkisstjóra Maryland. Bæði eru vonarstjörnur innan Demókrataflokksins og hafa verið orðuð við forsetaframboð árið 2028. Áður en Whitmer útilokaði framboð að þessu sinni þótti mörgum spennandi að hugsa til þess að tefla fram tveimur frambærilegum konum gegn Donald Trump og varaforsetaefninu hans J.D. Vance en menn telja þó líklegt að Harris muni velja karl með sér. Þá hefur verið nefnt að það sé skynsamlegt að viðkomandi sé vel þekktur og liðinn í einu af hinum svokölluðu „barátturíkjum“ og að viðkomandi geti höfðað til fólks hægra megin við miðjuna og til óákveðinna. Andy Beshear er einn þeirra sem uppfyllir fyrrnefndar kröfur en hann er ríkisstjóri Kentucky, þar sem Donald Trump sigraði í forsetakosningunum árið 2016 með 30 prósentustigum. Beshear var kjörinn ríkisstjóri árið 2019 og endurkjörinn í fyrra. Hann er sagður hafa átt gott samstarf við Repúblikana og talar oft um það að vera kristinn. Roy Cooper, ríkisstjóri Norður-Karólínu, er annar en hann mun ekki geta sóst eftir endurkjöri á næsta ári vegna tímatakmarka á setu hvers ríkisstjóra í embætti. Geimfari og milljarðamæringur Mark Kelly og JB Pritzker hafa einnig verið nefndir til sögunnar en af öðrum ástæðum. Kelly er öldungadeildarþingamaður fyrir Arizona, sem er vissulega eitt af barátturíkjunum, en hann er líka fyrrverandi geimfari og eiginmaður þingkonunnar Gabby Giffords, sem lifði af banatilræði árið 2011. Kelly hefur barst fyrir umbótum á skotvopnalöggjöfinni en þykir annars fremur hófsamur vinstri maður. Pritzker er ríkisstjóri Illinois og hefur helst verið nefndur til sögunnar í tengslum við auð sinn en fjölskylda hans á Hyatt hótelkeðjuna. Pritzker er milljarðamæringur og gæti lagt verulegar fjárhæðir til kosningabaráttunnar en hann hefur einnig verið harður í gagnrýni sinni á Trump. Meðal þeirra sem eru sagðir koma til greina sem varaforsetaefni er Josh Shapiro, ríkisstjóri Pennsylvaníu, nefndur sem sérstaklega sterkur kandídat. Shapiro hlaut 56 prósent atkvæða þegar hann var kjörinn ríkisstjóri árið 2022 og Harris verður að vinna Pennsylvaníu ef hún vill komast í Hvíta húsið. Það er hins vegar sagt vinna á móti Shapiro að hann er gyðingur, einarður stuðningsmaður Ísrael og talaði meðal annars gegn mótmælum gegn Ísrael á háskólalóðum fyrr á árinu. Aðrir sem hafa verið nefndir til sögunnar en þykja eiga minni möguleika eru samgönguráðherrann Pete Buttigieg, viðskiptaráðherrann Gina Raimondo og Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota. Þá voru Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, og Raphael Warnock, öldungadeildarþingmaður frá Georgíu, nefndir þegar rætt var um mögulega arftaka Joe Biden en báðir þykja óheppilegur kostur sem varaforseti. Newsom þykir of vinstri sinnaður og auðvelt að hengja á hann hin margvíslegu vandamál sem íbúar Kaliforníu glíma nú við og þá þykir mönnum óráðlegt að færa Warnock til, þar sem það er næsta víst að Repúblikana myndi taka sætið hans í öldungadeildinni.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira