Áskorun fyrir konu úti á landi að tjá sig um menntamál Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 23. júlí 2024 12:21 Námsmat í grunnskólum hefur verið í brennidepli síðustu daga. Vísir Kennari og verkefnastjóri læsisverkefnisins Kveikjum neistann segir þöggun ríkja innan menntakerfisins og áskorun sé að tjá sig um menntamál sem kona á landsbyggðinni. Hún segir ákveðna einstaklinga virðast hafa skotleyfi en tölurnar sýni fram á mælanlegan árangur verkefnisins. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands og Svava Þórhildur Hjaltalín, kennari og verkefnastjóri við Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar, skiptust á skoðunum um íslenska menntakerfið í Bítinu í dag. Umræðan hefur verið viðvarandi síðustu daga eftir að Viðskiptaráð birti umsögn í samráðsgátt stjórnvalda þar sem kom fram að börnum sé mismunað eftir búsetu við einkunnagjöf. Próf sem lögð eru fyrir nýnema Verzlunarskóla Íslands gefi það í skyn. Að sögn ráðsins var afnám samræmdra prófa mistök. „Kennarasambandið er auðvitað ekki á móti samræmdum mælingum. Það er ekki rétt á nokkurn hátt. En það sem þær eiga ekki að vera, eins og gömlu samræmdu prófin sem voru og mældu einungis örfáar bókgreinar, þá teljum við það ekki henta í nútímanum,“ segir Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. Hann segir samræmd lokapróf í bóklegri visku í þremur til fjórum greinum ekki góðan mælikvarða á frammistöðu á 1800 daga skólagöngu barns, eða endurspegli möguleika barna til að blómstra í lífinu. Þá segir hann ekki rétt að það sé undir hverjum skólastjórnanda komið hvernig skólastarfinu er háttað. Námsskráin ráði námsmati og skólastjóri hafi ekki frjálsari hendur en námskráin leyfi. Þá vísar Magnús til matsferilsins sem Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hefur langt fram. Matsferlinum sé ætlað að samræma skólana og auka þannig líkurnar á að hæfni nemenda verði sú sama milli skóla. Samræmd próf ekki af hinu slæma Þegar Svava Þórhildur tekur til máls segist hún fagna umræðunni sem upp er komin, staðan sé ekki góð. Hún bendir á að samræmdu prófin gegndu þeim tilgangi að vera leiðarljós fyrir kennara til að vita hvað þyrfti að kenna betur, og fyrir sveitastjórnir sem fjármagna skólana og geta veitt skólunum aðhald og aðstoð. „Sama hvað prófið heitir, það eru niðurstöðurnar og hvað gert er við þær sem skiptir máli. Þær verða að leiða til þess að hvert barn fái áskorun fram yfir færni,“ segir Svava. Hún geri sér grein fyrir að það þurfi meira til en færni í lestri og stærðfræði en samræmd próf séu ekki af hinu slæma. Magnús tekur í svipaðan streng og segir að menntakerfið hafi í raun skort samræmdar mælingar frá því að samræmdu prófin í 4., 7. og 9 bekk voru afnumin. Hvort samræmda prófið eigi að gilda inn í framhaldsskóla hafi tekið yfir umræðuna og þar hafi stór orð fallið, Magnús vísar í orð Viðskiptaráðs um að Kennarasamband Íslands hafi leitt málaflokkinn í öngstræti. „Sem að mér hefur ekki fundist vera makleg og hef ekki viljað svara með öðrum hætti en að ég sé ósammála því,“ segir Magnús. Faglærðir kennarar þurfi að vera fleiri Þá segir hann of lágt hlutfall faglærðra leikskólakennara. „Og við erum núna að sjá þetta vera að færast upp í grunnskólana. Það er stöðugt hærra hlutfall leiðbeinenda í skólunum og það er kannski eitt af því sem er stóra verkefnið,“ segir Magnús. Tryggja þurfi faglærðra kennara til þess að gæði inni í kennslustofunni standist bæði aðþjóðlega og innlenda kvarða. Þáttastjórnandi sneri umræðunni að kerfinu sem vinnuumhverfi og spurði Svövu, hvernig sé að vinna í menntakerfinu. „Þetta er bara þungt kerfi. Það er ofboðslega stór áskorun og miklu stærri en almenningur gerir sér grein fyrir,“ segir Svava. „Nú erum við oft búin að taka upp umræðuna og þegar upp er staðið snýst þetta ekki um hver sagði hvað heldur hver gerði hvað. Og það er bara kominn tími á aðgerðir.“ Fólk hljóti að sjá framfarirnar Á hvaða aðgerð myndir þú vilja byrja? „Ég er náttúrlega byrjuð. Ég er að taka þátt í aðgerð sem heitir Kveikjum neistann, sem verður til vegna þess að Hermundur Sigmundsson prófessor, okkar fremsti vísindamaður í færni og menntun, getur ekki sætt sig við stöðu drengja til dæmis.“ Heimir þáttastjórnandi segist þá hafa heyrt af því að hátt settir menn í menntakerfinu hafi gert lítið úr Hermundi fyrir að standa fyrir verkefninu. „Já, það er áskorun fyrir konu úti á landi eins og mig að tjá mig um menntamál. Það ríkir þöggun og það eru ákveðnir einstaklingar sem virðast hafa skotleyfi. En fólk hlýtur að sjá að þegar við erum að ná 91 prósent árangri við lok þriðja bekkjar í lestri og sýna fram á mælanlegan árangur, þá hlýtur fólk að fara að átta sig á því að maðurinn er ekkert að bulla.“ Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Tengdar fréttir Gríðarlegur árangur af nýrri nálgun í grunnskóla Vestmannaeyja Rannsóknar- og þróunarverkefnið Kveikjum neistann hefur verið í gangi í grunnskóla Vestmannaeyja frá frá árinu 2021, og árangurinn hefur verið mjög góður. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri segir að uppbyggingu skóladagsins hafi verið mikið breytt. Meðal annars sé hreyfing fyrrihluta hvers dags, og eftir hádegi séu ástríðutímar þar sem nemendur velja sér viðfangsefni. Enginn mælanlegur munur er nú milli drengja og stúlkna. 10. júlí 2024 22:33 Segir aðkomu Kennarasambandsins ekkert nema eðlilega Viðskiptaráð Íslands kennir stefnumótun Kennarasambandsins um neyðarástand í íslensku grunnskólakerfi, og vill fá samræmd próf aftur inn í skólana. Stjórnarmaður í sambandinu gefur lítið fyrir slíka gagnrýni. 20. júlí 2024 19:51 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands og Svava Þórhildur Hjaltalín, kennari og verkefnastjóri við Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar, skiptust á skoðunum um íslenska menntakerfið í Bítinu í dag. Umræðan hefur verið viðvarandi síðustu daga eftir að Viðskiptaráð birti umsögn í samráðsgátt stjórnvalda þar sem kom fram að börnum sé mismunað eftir búsetu við einkunnagjöf. Próf sem lögð eru fyrir nýnema Verzlunarskóla Íslands gefi það í skyn. Að sögn ráðsins var afnám samræmdra prófa mistök. „Kennarasambandið er auðvitað ekki á móti samræmdum mælingum. Það er ekki rétt á nokkurn hátt. En það sem þær eiga ekki að vera, eins og gömlu samræmdu prófin sem voru og mældu einungis örfáar bókgreinar, þá teljum við það ekki henta í nútímanum,“ segir Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. Hann segir samræmd lokapróf í bóklegri visku í þremur til fjórum greinum ekki góðan mælikvarða á frammistöðu á 1800 daga skólagöngu barns, eða endurspegli möguleika barna til að blómstra í lífinu. Þá segir hann ekki rétt að það sé undir hverjum skólastjórnanda komið hvernig skólastarfinu er háttað. Námsskráin ráði námsmati og skólastjóri hafi ekki frjálsari hendur en námskráin leyfi. Þá vísar Magnús til matsferilsins sem Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hefur langt fram. Matsferlinum sé ætlað að samræma skólana og auka þannig líkurnar á að hæfni nemenda verði sú sama milli skóla. Samræmd próf ekki af hinu slæma Þegar Svava Þórhildur tekur til máls segist hún fagna umræðunni sem upp er komin, staðan sé ekki góð. Hún bendir á að samræmdu prófin gegndu þeim tilgangi að vera leiðarljós fyrir kennara til að vita hvað þyrfti að kenna betur, og fyrir sveitastjórnir sem fjármagna skólana og geta veitt skólunum aðhald og aðstoð. „Sama hvað prófið heitir, það eru niðurstöðurnar og hvað gert er við þær sem skiptir máli. Þær verða að leiða til þess að hvert barn fái áskorun fram yfir færni,“ segir Svava. Hún geri sér grein fyrir að það þurfi meira til en færni í lestri og stærðfræði en samræmd próf séu ekki af hinu slæma. Magnús tekur í svipaðan streng og segir að menntakerfið hafi í raun skort samræmdar mælingar frá því að samræmdu prófin í 4., 7. og 9 bekk voru afnumin. Hvort samræmda prófið eigi að gilda inn í framhaldsskóla hafi tekið yfir umræðuna og þar hafi stór orð fallið, Magnús vísar í orð Viðskiptaráðs um að Kennarasamband Íslands hafi leitt málaflokkinn í öngstræti. „Sem að mér hefur ekki fundist vera makleg og hef ekki viljað svara með öðrum hætti en að ég sé ósammála því,“ segir Magnús. Faglærðir kennarar þurfi að vera fleiri Þá segir hann of lágt hlutfall faglærðra leikskólakennara. „Og við erum núna að sjá þetta vera að færast upp í grunnskólana. Það er stöðugt hærra hlutfall leiðbeinenda í skólunum og það er kannski eitt af því sem er stóra verkefnið,“ segir Magnús. Tryggja þurfi faglærðra kennara til þess að gæði inni í kennslustofunni standist bæði aðþjóðlega og innlenda kvarða. Þáttastjórnandi sneri umræðunni að kerfinu sem vinnuumhverfi og spurði Svövu, hvernig sé að vinna í menntakerfinu. „Þetta er bara þungt kerfi. Það er ofboðslega stór áskorun og miklu stærri en almenningur gerir sér grein fyrir,“ segir Svava. „Nú erum við oft búin að taka upp umræðuna og þegar upp er staðið snýst þetta ekki um hver sagði hvað heldur hver gerði hvað. Og það er bara kominn tími á aðgerðir.“ Fólk hljóti að sjá framfarirnar Á hvaða aðgerð myndir þú vilja byrja? „Ég er náttúrlega byrjuð. Ég er að taka þátt í aðgerð sem heitir Kveikjum neistann, sem verður til vegna þess að Hermundur Sigmundsson prófessor, okkar fremsti vísindamaður í færni og menntun, getur ekki sætt sig við stöðu drengja til dæmis.“ Heimir þáttastjórnandi segist þá hafa heyrt af því að hátt settir menn í menntakerfinu hafi gert lítið úr Hermundi fyrir að standa fyrir verkefninu. „Já, það er áskorun fyrir konu úti á landi eins og mig að tjá mig um menntamál. Það ríkir þöggun og það eru ákveðnir einstaklingar sem virðast hafa skotleyfi. En fólk hlýtur að sjá að þegar við erum að ná 91 prósent árangri við lok þriðja bekkjar í lestri og sýna fram á mælanlegan árangur, þá hlýtur fólk að fara að átta sig á því að maðurinn er ekkert að bulla.“
Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Tengdar fréttir Gríðarlegur árangur af nýrri nálgun í grunnskóla Vestmannaeyja Rannsóknar- og þróunarverkefnið Kveikjum neistann hefur verið í gangi í grunnskóla Vestmannaeyja frá frá árinu 2021, og árangurinn hefur verið mjög góður. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri segir að uppbyggingu skóladagsins hafi verið mikið breytt. Meðal annars sé hreyfing fyrrihluta hvers dags, og eftir hádegi séu ástríðutímar þar sem nemendur velja sér viðfangsefni. Enginn mælanlegur munur er nú milli drengja og stúlkna. 10. júlí 2024 22:33 Segir aðkomu Kennarasambandsins ekkert nema eðlilega Viðskiptaráð Íslands kennir stefnumótun Kennarasambandsins um neyðarástand í íslensku grunnskólakerfi, og vill fá samræmd próf aftur inn í skólana. Stjórnarmaður í sambandinu gefur lítið fyrir slíka gagnrýni. 20. júlí 2024 19:51 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Gríðarlegur árangur af nýrri nálgun í grunnskóla Vestmannaeyja Rannsóknar- og þróunarverkefnið Kveikjum neistann hefur verið í gangi í grunnskóla Vestmannaeyja frá frá árinu 2021, og árangurinn hefur verið mjög góður. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri segir að uppbyggingu skóladagsins hafi verið mikið breytt. Meðal annars sé hreyfing fyrrihluta hvers dags, og eftir hádegi séu ástríðutímar þar sem nemendur velja sér viðfangsefni. Enginn mælanlegur munur er nú milli drengja og stúlkna. 10. júlí 2024 22:33
Segir aðkomu Kennarasambandsins ekkert nema eðlilega Viðskiptaráð Íslands kennir stefnumótun Kennarasambandsins um neyðarástand í íslensku grunnskólakerfi, og vill fá samræmd próf aftur inn í skólana. Stjórnarmaður í sambandinu gefur lítið fyrir slíka gagnrýni. 20. júlí 2024 19:51
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent