Íslenski boltinn

„Ég held að það hafi verið vel hugsað um þær á þessum tíma“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jelena Tinna Kujundzic og félagar í Þrótti eru búnar að snúa við blaðinu og eru á hraðri leik upp töfluna.
Jelena Tinna Kujundzic og félagar í Þrótti eru búnar að snúa við blaðinu og eru á hraðri leik upp töfluna. Vísir/Anton

Þróttarakonur sátu lengi í fallsæti í Bestu deild kvenna í fótbolta en eru núna komnar upp í sjötta sæti deildarinnar. Bestu mörkin ræddu ferðalag Þróttaraliðsins upp töfluna.

„Kíkjum aðeins á töflu með leikjum Þróttar og hvernig þær hafa verið vaxandi í sumar,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna.

Þróttur fékk aðeins eitt stig í fyrstu sex umferðunum en hefur síðan unnið fjóra af síðustu sjö leikjum sínum.

„Þær byrjuðu erfiðlega og voru lengi í fallsæti. Voru til dæmis í áttunda sæti fyrir þessa umferð. Við höfum alltaf verið að tala um að þær hafi verið að spila vel en úrslitin voru ekki að falla með þeim,“ sagði Helena.

Núna er Þróttararliðið farið að ná í úrslit á móti sterkum andstæðingum eins og að vinna 2-1 sigur á FH í síðasta leik.

Þetta er gaman að sjá

„Þetta er gaman að sjá. Við höfum rætt það áður að Óli (Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar) er að sýna reynslu sína. Að halda þolinmæði og halda tryggð við þetta kerfi sem hann er búinn að velja,“ sagði Þóra Björg Helgadóttir, sérfræðingu Bestu markanna.

Misstu ekki hausinn

Eftir velgengni síðustu ára hafði Helena áhyggjur af því að Þróttarakonur myndu missa hausinn í þessi mótlæti í upphafi sumas.

„Ég held að það hafi verið vel hugsað um þær á þessum tíma. Mér fannst það á viðtölum við þær,“ sagði Helena.

Sif Atladóttir, sérfræðingur Bestu markanna, hrósaði sérstaklega breytingunni að færa Sæunnu Björnsdótur úr vörninni og upp á miðjuna.

Hér fyrir neðan má sjá Bestu mörkin ræða lið Þróttar.

Klippa: Bestu mörkin: Óli er að sýna reynslu sína



Fleiri fréttir

Sjá meira


×