Státar sig af gengi United liðsins undir hans stjórn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júlí 2024 12:30 Erik ten Hag hefur unnið bikar á báðum tímabilum sínum sem knattspyrnustjóri Manchester United þar á meðal enska bikarinn í vor. Getty/Michael Regan Manchester United hefur ekki endað neðar í ensku úrvalsdeildinni síðan vorið 1990 en hollenski knattspyrnustjóri liðsins segir liðið vera á góðum stað. Erik ten Hag hélt starfi sínu sem knattspyrnustjóri Manchester United eftir smá óvissu í vor og hann ætti líka að vera sáttur með framgöngu yfirmanna sinn á leikmannamarkaðnum í sumar. Á meðan hin toppliðin í ensku úrvalsdeildinni hafa lítið gert á markaðnum hefur United þegar keypti tvo öfluga leikmenn og er að auki orðað við fleiri leikmenn. Þegar kemur að Ten Hag sjálfum og mati hans á tíma hans á Old Trafford þá er hann kannski með aðeins aðra sýna á það en margir. View this post on Instagram A post shared by DR Sports (@drsports_media) Ten Hag montaði sig þannig af gengi liðsins undir hans stjórn. Hann telur einnig að félagið sé á mjög góðum stað. „Á síðustu tveimur árum, ef við tökum Guardiola út úr menginu, þá erum við það lið sem hefur unnið flesta titla af öllum liðunum. Við erum því í sterkri stöðu sem lið,“ sagði Erik ten Hag í viðtali við The Times. Erik ten Hag tók við liði United fyrir 2022-23 tímabilið. Á fyrstu leiktíðinni endaði liðið í þriðja sæti, varð enskur deildabikarmeistari og komst í bikarúrslitaleikinn á móti Manchester City. Á annarri leiktíðinni þá endaði United aðeins í áttunda sæti og missti af Meistaradeildinni en vann síðan Manchester City í úrslitaleik enska bikarsins. Versta staða United í ensku úrvalsdeildinni í 34 ár en risastór sigur á Wembley sem bjargaði algjörlega erfiðu tímabili. Ten Hag er ekkert að fara með neinar fleipur þegar kemur að titlatölum síðustu tveggja tímabila. Manchester United hefur því unnið tvo titla á síðustu tveimur tímabillum en Liverpool (1), Arsenal (0) hafa ekki unnið svo marga titla. Manchester City er aftur á móti með fjóra titla þar af komu þrír þeirra á 2022-23 tímabilinu. United hefur alls leikið 114 leiki undir stjórn Hollendingsins, unnið 66 og tapað 31. Sigurhlutfallið er 57,9 prósent. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports (@tntsports) Enski boltinn Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Fleiri fréttir Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Sjá meira
Erik ten Hag hélt starfi sínu sem knattspyrnustjóri Manchester United eftir smá óvissu í vor og hann ætti líka að vera sáttur með framgöngu yfirmanna sinn á leikmannamarkaðnum í sumar. Á meðan hin toppliðin í ensku úrvalsdeildinni hafa lítið gert á markaðnum hefur United þegar keypti tvo öfluga leikmenn og er að auki orðað við fleiri leikmenn. Þegar kemur að Ten Hag sjálfum og mati hans á tíma hans á Old Trafford þá er hann kannski með aðeins aðra sýna á það en margir. View this post on Instagram A post shared by DR Sports (@drsports_media) Ten Hag montaði sig þannig af gengi liðsins undir hans stjórn. Hann telur einnig að félagið sé á mjög góðum stað. „Á síðustu tveimur árum, ef við tökum Guardiola út úr menginu, þá erum við það lið sem hefur unnið flesta titla af öllum liðunum. Við erum því í sterkri stöðu sem lið,“ sagði Erik ten Hag í viðtali við The Times. Erik ten Hag tók við liði United fyrir 2022-23 tímabilið. Á fyrstu leiktíðinni endaði liðið í þriðja sæti, varð enskur deildabikarmeistari og komst í bikarúrslitaleikinn á móti Manchester City. Á annarri leiktíðinni þá endaði United aðeins í áttunda sæti og missti af Meistaradeildinni en vann síðan Manchester City í úrslitaleik enska bikarsins. Versta staða United í ensku úrvalsdeildinni í 34 ár en risastór sigur á Wembley sem bjargaði algjörlega erfiðu tímabili. Ten Hag er ekkert að fara með neinar fleipur þegar kemur að titlatölum síðustu tveggja tímabila. Manchester United hefur því unnið tvo titla á síðustu tveimur tímabillum en Liverpool (1), Arsenal (0) hafa ekki unnið svo marga titla. Manchester City er aftur á móti með fjóra titla þar af komu þrír þeirra á 2022-23 tímabilinu. United hefur alls leikið 114 leiki undir stjórn Hollendingsins, unnið 66 og tapað 31. Sigurhlutfallið er 57,9 prósent. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports (@tntsports)
Enski boltinn Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Fleiri fréttir Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Sjá meira