Sá leikjahæsti tekur skóna óvænt fram á nýjan leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2024 23:31 Gareth Barry í einum af sínum 653 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Vísir/getty images Hinn 43 ára gamli Gareth Barry hefur óvænt tekið fram skóna á nýjan leik og mun spila með áhugamannaliðinu Hurstpierpoint á komandi leiktíð. Um er að ræða lið sem spilar í 11. deild enska deildarkerfisins. Miðjumaðurinn Barry er áhugafólki um enska knattspyrnu vel kunnugur en ferill hans spannar 22 ár. Lék hann með Aston Villa, Manchester City, Everton og West Bromwich Albion. Ásamt því að leika 53 A-landsleiki fyrir England þá er hann leikjahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar með 653 leiki. Fyrr í dag tilkynnti áhugamannaliðið Hurstpierpoint FC að Barry hefði tekið skóna af hillunni og væri orðinn leikmaður liðsins. Um er að ræða lið frá samnefndum bæ ekki langt frá Lundúnum. Liðið er leikur í svokallaðri héraðsdeild sem er hluti af 11. deild enska deildarkerfisins. Barry hefur haldið sér við og virkar í hörku standi og sýndi að lengi lifir í gömlum glæðum. Það er ekki búist við því að hann verði mikið með á undirbúningstímabilinu en forráðamenn félagsins reikna með að Barry spili sinn fyrsta leik í september. ✍️ BARRY IS A BLUEDOG! 🔵🐶We are beyond delighted to announce that former-England international and all-time Premier League record appearance holder, Gareth Barry, has signed for Hurstpierpoint Football Club. pic.twitter.com/cMsrJcmm4o— Hurstpierpoint FC (@hurstpierpoint1) July 22, 2024 „Hann kom á æfingu og elskaði okkur. Ég held að hann verði ekki með okkur í hverri viku en þetta eru frábær félagaskipti fyrir okkur og hann mun stækka prófílinn okkar,“ sagði Dudley Christensen, framkvæmdastjóri aðalliðsins sem og formaður félagsins. „Hann má gera það sem hann vill og spilar þar sem honum sýnist en ég býst við að hann spili í stöðu varnartengiliðs og verndi vörnina,“ bætti Dudley við. Barry kemur til félagsins í gegnum Michael Standing, fyrrverandi umboðsmanns síns. Sá er í dag þjálfari Hurstpierpoint FC. „Gareth er tengdur félaginu þökk sé góðum vini sínum og þjálfara liðsins, Michael Standing, svo það var borðliggjandi að fá hann til liðs við félagið. Gæði hans á æfingum hafa verið hreint út sagt ótrúleg og við gætum vart verið spenntari að sjá hann klæðast treyjunni á Fairfield-vellinum síðar á tímabilinu,“ segir í tilkynningu félagsins. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Fleiri fréttir England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Sjá meira
Miðjumaðurinn Barry er áhugafólki um enska knattspyrnu vel kunnugur en ferill hans spannar 22 ár. Lék hann með Aston Villa, Manchester City, Everton og West Bromwich Albion. Ásamt því að leika 53 A-landsleiki fyrir England þá er hann leikjahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar með 653 leiki. Fyrr í dag tilkynnti áhugamannaliðið Hurstpierpoint FC að Barry hefði tekið skóna af hillunni og væri orðinn leikmaður liðsins. Um er að ræða lið frá samnefndum bæ ekki langt frá Lundúnum. Liðið er leikur í svokallaðri héraðsdeild sem er hluti af 11. deild enska deildarkerfisins. Barry hefur haldið sér við og virkar í hörku standi og sýndi að lengi lifir í gömlum glæðum. Það er ekki búist við því að hann verði mikið með á undirbúningstímabilinu en forráðamenn félagsins reikna með að Barry spili sinn fyrsta leik í september. ✍️ BARRY IS A BLUEDOG! 🔵🐶We are beyond delighted to announce that former-England international and all-time Premier League record appearance holder, Gareth Barry, has signed for Hurstpierpoint Football Club. pic.twitter.com/cMsrJcmm4o— Hurstpierpoint FC (@hurstpierpoint1) July 22, 2024 „Hann kom á æfingu og elskaði okkur. Ég held að hann verði ekki með okkur í hverri viku en þetta eru frábær félagaskipti fyrir okkur og hann mun stækka prófílinn okkar,“ sagði Dudley Christensen, framkvæmdastjóri aðalliðsins sem og formaður félagsins. „Hann má gera það sem hann vill og spilar þar sem honum sýnist en ég býst við að hann spili í stöðu varnartengiliðs og verndi vörnina,“ bætti Dudley við. Barry kemur til félagsins í gegnum Michael Standing, fyrrverandi umboðsmanns síns. Sá er í dag þjálfari Hurstpierpoint FC. „Gareth er tengdur félaginu þökk sé góðum vini sínum og þjálfara liðsins, Michael Standing, svo það var borðliggjandi að fá hann til liðs við félagið. Gæði hans á æfingum hafa verið hreint út sagt ótrúleg og við gætum vart verið spenntari að sjá hann klæðast treyjunni á Fairfield-vellinum síðar á tímabilinu,“ segir í tilkynningu félagsins.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Fleiri fréttir England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Sjá meira