Þekkir Kamölu Harris: „Ég held að hún eigi eftir að rassskella hann nokkrum sinnum“ Jón Þór Stefánsson skrifar 22. júlí 2024 18:46 Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna verður líklega forsetaefni Demókrataflokksins. EPA Margrét Hrafnsdóttir, mikil áhugakona um bandarísk stjórnmál, þekkir Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna og líklegt forsetaefni Demókrataflokksins. Hún hefur mikla trú á sinni konu í baráttunni við Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og frambjóðanda Repúblikana. „Það eru mörg, mörg ár síðan. Þá hitti ég hana í fallegu húsi einhverstaðar í Bel Air, þar sem ég bjó, og kunni ofboðslega vel við hana,“ sagði Margrét í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag, aðspurð um það hvernig hún kynntist Harris. Harris var um þessar mundir dómsmálaráðherra Kaliforníuríkis og var nýkomin í það embætti. „Síðan tók hún það embætti í raun og veru lengra en nokkur hafði gert. Það gerðist í raun og veru í bankahruninu í Bandaríkjunum 2008 þegar hún varð helsti talsmaður húsnæðiseigenda með húsnæðislán. Hún tók bankastjóranna og bankana kverkataki mætti segja og skipaði þeim að greiða húsnæðislánaeigendum til baka það sem það hafði tapað,“ segir Margrét. „Fyrir þetta varð hún auðvitað þjóðhetja. Þannig kemur hún fram á sviðið.“ Að sögn Margrétar þorði enginn á móti Harris í kjölfarið þegar hún bauð sig fram til öldungardeildarinnar. „Hún átti mjög auðvelt með að fylla í skarð Barböru Boxer, vinkonu minnar.“ Frægðarsól Kamölu Harris reis því hratt segir Margrét, en það var vegna þess að hún tók hvern stórlaxinn fyrir einn af öðrum, og þeir enduðu á að hlýða henni. „Þannig allir sem halda að Kamala Harris eigi ekki séns í Trump, þeir í fyrsta lagi þekkja hana ekki, í öðru lagi skilja ekki hvernig hún er og vinnur, og í þriðja lagi átta sig ekki á því hvers konar kraftur fylgir því að Biden stígur til hliðar og hún inn,“ segir Margrét sem tekur fram að hún hafi aldrei séð jafn mikinn kraft innan Demókrataflokksins og á síðustu 24 tímum. Líklega verður Kamölu Harris hrókerað inn fyrir Joe Biden.EPA Harris hefur ekki formlega verið útnefnd sem forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins en mörg þungavigtarnöfn hafa þegar lýst yfir stuðningi við hana. Margrét telur ólíklegt að hún muni fá mótframboð frá stórum nöfnum úr flokknum. Þá heldur Margrét að Trump muni eiga í miklum vandræðum með Kamölu Harris og spáir stórsigri Demókrataflokksins. „Ég held að hún eigi eftir að rassskella hann nokkrum sinnum áður en kosningarnar fara fram.“ Bandaríkin Joe Biden Kamala Harris Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
„Það eru mörg, mörg ár síðan. Þá hitti ég hana í fallegu húsi einhverstaðar í Bel Air, þar sem ég bjó, og kunni ofboðslega vel við hana,“ sagði Margrét í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag, aðspurð um það hvernig hún kynntist Harris. Harris var um þessar mundir dómsmálaráðherra Kaliforníuríkis og var nýkomin í það embætti. „Síðan tók hún það embætti í raun og veru lengra en nokkur hafði gert. Það gerðist í raun og veru í bankahruninu í Bandaríkjunum 2008 þegar hún varð helsti talsmaður húsnæðiseigenda með húsnæðislán. Hún tók bankastjóranna og bankana kverkataki mætti segja og skipaði þeim að greiða húsnæðislánaeigendum til baka það sem það hafði tapað,“ segir Margrét. „Fyrir þetta varð hún auðvitað þjóðhetja. Þannig kemur hún fram á sviðið.“ Að sögn Margrétar þorði enginn á móti Harris í kjölfarið þegar hún bauð sig fram til öldungardeildarinnar. „Hún átti mjög auðvelt með að fylla í skarð Barböru Boxer, vinkonu minnar.“ Frægðarsól Kamölu Harris reis því hratt segir Margrét, en það var vegna þess að hún tók hvern stórlaxinn fyrir einn af öðrum, og þeir enduðu á að hlýða henni. „Þannig allir sem halda að Kamala Harris eigi ekki séns í Trump, þeir í fyrsta lagi þekkja hana ekki, í öðru lagi skilja ekki hvernig hún er og vinnur, og í þriðja lagi átta sig ekki á því hvers konar kraftur fylgir því að Biden stígur til hliðar og hún inn,“ segir Margrét sem tekur fram að hún hafi aldrei séð jafn mikinn kraft innan Demókrataflokksins og á síðustu 24 tímum. Líklega verður Kamölu Harris hrókerað inn fyrir Joe Biden.EPA Harris hefur ekki formlega verið útnefnd sem forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins en mörg þungavigtarnöfn hafa þegar lýst yfir stuðningi við hana. Margrét telur ólíklegt að hún muni fá mótframboð frá stórum nöfnum úr flokknum. Þá heldur Margrét að Trump muni eiga í miklum vandræðum með Kamölu Harris og spáir stórsigri Demókrataflokksins. „Ég held að hún eigi eftir að rassskella hann nokkrum sinnum áður en kosningarnar fara fram.“
Bandaríkin Joe Biden Kamala Harris Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira