Áfall og tímabilinu lokið hjá Arnari: „Fæ engu breytt úr þessu“ Aron Guðmundsson skrifar 23. júlí 2024 09:01 Arnar Freyr borinn af velli í leik HK og Vestra á dögunum Vísir/HAG Það er óhætt að segja að HK-ingar, sem að standa í ströngu í Bestu deildinni um þessar mundir, hafi orðið fyrir áfalli um nýliðna helgi þegar að markvörðurinn reynslumikli, Arnar Freyr Ólafsson, varð fyrir því óláni að slíta hásin í leik gegn Vestra. „Það kemur bolti inn fyrir sem ég ætla að reyna hlaupa að og sópa upp. Þegar að ég er að spyrna mér af stað þá smellur eitthvað í hásininni,“ segir Arnar Freyr. „Eins og staðan er núna er ég bara með slitna hásin. Þarf að fara í aðgerð að láta laga það og svo er það að reyna koma sér aftur til baka í þetta.“ Arnar var viss um leið og atvikið á sér stað að hásinin væri slitin. „Miðað við lýsingar sem maður hafði heyrt áður frá fólki sem hafði lent í því að slíta hásin, hvernig það væri, þá var ég eiginlega alveg viss um að þetta væri hásinin sem væri farin.“ Þó svo að Arnar hefði verið viss frá fyrstu stundu að hásinin væri slitin var sóknarmaður Vestra ekki alveg með á nótunum og taldi hann vera með krampa og gerði tilraun til þess að teygja á fæti Arnars. „Það var einhver smá misskilningur í gangi þarna en hann áttaði sig á aðstæðum áður en hann fór að teygja á mér. Að þetta væri ekki krampi. Við náðum að stoppa hann af áður en hann fór að teygja á kálfanum á mér. Ljós að tímabilinu er lokið fyrir Arnar Frey sem er með reynslumestu leikmönnum HK og mikill leiðtogi. Framundan hátt upp í ár fjarri knattspyrnuvellinum. Ljóst er að um mikið áfall er að ræða fyrir Arnar en ekki síður HK-liðið sem háir harða botnbaráttu í Bestu deildinni um þessar mundir. Þrátt fyrir allt er Arnar Freyr furðubratturVísir/Arnar „Eins og staðan er akkúrat núna er ég furðu brattur. Ég veit svo sem ekki hvernig þetta verður þegar að maður hefur ekki mætt á fótboltaæfingu í einhvern tíma. Þetta er bara eitthvað sem maður verður að sætta sig við. Ég fæ engu breytt úr þessu . Við reynum bara að taka þetta á kassann og koma sterkari til baka. Það lengsta sem maður hefur verið frá vegna meiðsla eru einhverjar fimm til átta vikur. Þetta er alveg glænýtt fyrir mér. Svo verður bara að koma í ljós hvernig maður tæklar það þegar að líður á. Það er erfitt að skilja við liðið á þessum stað þrátt fyrir að ég treysti þeim fullkomlega fyrir því að klára þetta verkefni. Maður reynir bara að vera til staðar fyrir þá utan vallar. Hjálpa til eins mikið og maður getur.“ Besta deild karla HK Vestri Íslenski boltinn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Sjá meira
„Það kemur bolti inn fyrir sem ég ætla að reyna hlaupa að og sópa upp. Þegar að ég er að spyrna mér af stað þá smellur eitthvað í hásininni,“ segir Arnar Freyr. „Eins og staðan er núna er ég bara með slitna hásin. Þarf að fara í aðgerð að láta laga það og svo er það að reyna koma sér aftur til baka í þetta.“ Arnar var viss um leið og atvikið á sér stað að hásinin væri slitin. „Miðað við lýsingar sem maður hafði heyrt áður frá fólki sem hafði lent í því að slíta hásin, hvernig það væri, þá var ég eiginlega alveg viss um að þetta væri hásinin sem væri farin.“ Þó svo að Arnar hefði verið viss frá fyrstu stundu að hásinin væri slitin var sóknarmaður Vestra ekki alveg með á nótunum og taldi hann vera með krampa og gerði tilraun til þess að teygja á fæti Arnars. „Það var einhver smá misskilningur í gangi þarna en hann áttaði sig á aðstæðum áður en hann fór að teygja á mér. Að þetta væri ekki krampi. Við náðum að stoppa hann af áður en hann fór að teygja á kálfanum á mér. Ljós að tímabilinu er lokið fyrir Arnar Frey sem er með reynslumestu leikmönnum HK og mikill leiðtogi. Framundan hátt upp í ár fjarri knattspyrnuvellinum. Ljóst er að um mikið áfall er að ræða fyrir Arnar en ekki síður HK-liðið sem háir harða botnbaráttu í Bestu deildinni um þessar mundir. Þrátt fyrir allt er Arnar Freyr furðubratturVísir/Arnar „Eins og staðan er akkúrat núna er ég furðu brattur. Ég veit svo sem ekki hvernig þetta verður þegar að maður hefur ekki mætt á fótboltaæfingu í einhvern tíma. Þetta er bara eitthvað sem maður verður að sætta sig við. Ég fæ engu breytt úr þessu . Við reynum bara að taka þetta á kassann og koma sterkari til baka. Það lengsta sem maður hefur verið frá vegna meiðsla eru einhverjar fimm til átta vikur. Þetta er alveg glænýtt fyrir mér. Svo verður bara að koma í ljós hvernig maður tæklar það þegar að líður á. Það er erfitt að skilja við liðið á þessum stað þrátt fyrir að ég treysti þeim fullkomlega fyrir því að klára þetta verkefni. Maður reynir bara að vera til staðar fyrir þá utan vallar. Hjálpa til eins mikið og maður getur.“
Besta deild karla HK Vestri Íslenski boltinn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Sjá meira