Hollywood lofar Biden en Repúblikanar kalla eftir afsögn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. júlí 2024 06:40 Þau voru ólík viðbrögðin frá Repúblikönum og Hollywood. Getty Margar stórstjörnur í Hollywood hafa stigið fram og lofað Joe Biden Bandaríkjaforseta fyrir að hafa fallið frá því að sækjast eftir endurkjöri en á sama tíma kalla Repúblikanar eftir því að hann segi tafarlaust af sér. „Með virðingu, aðdáun og ást; þakka þér herra forseti,“ sagði Robert De Niro, ötull stuðningsmaður Biden og harður gagnrýnandi Donald Trump. De Niro sagði ekkert mikilvægara en að sigra Trump í kosningunum og Biden hefði stuðlað að því með því að stíga til hliðar. Barbra Streisand sagði á X að þjóðin ætti að vera þakklát Biden fyrir að gera sitt til að viðhalda lýðræðinu en spjallþáttastjórnandinn Jon Stewart átti aðeins eitt orð: „Goðsögn“. Margir sem tjáðu sig um ákvörðun Biden á samfélagsmiðlum þökkuðu forsetanum fyrir að hafa komið Bandaríkjunum á réttan kjöl eftir rússíbanareið Trump-áranna og lofuðu hann sem góðan, heiðarlegan og virðingaverðan föðurlandsvin. Þá virðist Kamala Harris varaforseti munu njóta góðs stuðnings er hún sækist eftir útnefningunni. „Henni er treyst og hún er reynd og hún er ötull talsmaður réttinda kvenna og fólks af ólíkum uppruna og skilaboð hennar eru skilaboð vonar og samstöðu fyrir Bandaríkin á tímum mikillar sundrungar,“ sagði Jamie Lee Curtis. My fellow Democrats, I have decided not to accept the nomination and to focus all my energies on my duties as President for the remainder of my term. My very first decision as the party nominee in 2020 was to pick Kamala Harris as my Vice President. And it’s been the best… pic.twitter.com/x8DnvuImJV— Joe Biden (@JoeBiden) July 21, 2024 Repúblikanar hrauna yfir Biden og kalla eftir afsögn Donald Trump og aðrir Repúblikanar voru hins vegar fljótir að ráðast á Biden eftir að hann gaf út að hann hefði ákveðið að draga sig í hlé. „Óheiðarlegi Joe Biden var ekki hæfur til að bjóða sig fram sem forseta og er sannarlega ekki hæfur til að sinna forsetaembættinu - og var það aldrei!“ sagði Trump á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Trump sagði Biden hafa orðið forseta með því að ljúga, með aðstoð falsfrétta og án þess að „yfirgefa kjallarann sinn“. „Allir í kringum hann, þar á meðal læknirinn hans og fjölmiðlar, vissu að hann væri ekki hæfur til að sinna forsetaembættinu og hann var það ekki.“ Bandaríkjamenn hefðu þjáðst sökum Biden í Hvíta húsinu en Trump myndi kippa því í liðinn. J.D. Vance, varaforsetaefni Trump, kallaði Biden versta forsetann á ævi sinni og sakaði Harris um að ljúga í fjögur ár um getu hans til að sinna embættinu. „Trump forseti og ég erum reiðubúnir til að bjarga Bandaríkjunum, hver svo sem fer fram fyrir Demókrata.“ Mike Johnson, forseti neðri deildar þingsins, gaf út yfirlýsingu þar sem hann kallaði eftir afsögn Biden. „Ef Joe Biden er ekki hæfur til að bjóða sig fram til forseta er hann ekki hæfur til að sinna forsetaembættinu. Hann verður að segja af sér tafarlaust,“ sagði Johnson. Þá sökuðu Johnson og fleiri Repúblikanar Demókrata á sama tíma um „valdarán“, með því að hafa neytt þann til hliðar sem kjósendur hefðu ákveðið að tilnefna sem forsetaefni flokksins. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
„Með virðingu, aðdáun og ást; þakka þér herra forseti,“ sagði Robert De Niro, ötull stuðningsmaður Biden og harður gagnrýnandi Donald Trump. De Niro sagði ekkert mikilvægara en að sigra Trump í kosningunum og Biden hefði stuðlað að því með því að stíga til hliðar. Barbra Streisand sagði á X að þjóðin ætti að vera þakklát Biden fyrir að gera sitt til að viðhalda lýðræðinu en spjallþáttastjórnandinn Jon Stewart átti aðeins eitt orð: „Goðsögn“. Margir sem tjáðu sig um ákvörðun Biden á samfélagsmiðlum þökkuðu forsetanum fyrir að hafa komið Bandaríkjunum á réttan kjöl eftir rússíbanareið Trump-áranna og lofuðu hann sem góðan, heiðarlegan og virðingaverðan föðurlandsvin. Þá virðist Kamala Harris varaforseti munu njóta góðs stuðnings er hún sækist eftir útnefningunni. „Henni er treyst og hún er reynd og hún er ötull talsmaður réttinda kvenna og fólks af ólíkum uppruna og skilaboð hennar eru skilaboð vonar og samstöðu fyrir Bandaríkin á tímum mikillar sundrungar,“ sagði Jamie Lee Curtis. My fellow Democrats, I have decided not to accept the nomination and to focus all my energies on my duties as President for the remainder of my term. My very first decision as the party nominee in 2020 was to pick Kamala Harris as my Vice President. And it’s been the best… pic.twitter.com/x8DnvuImJV— Joe Biden (@JoeBiden) July 21, 2024 Repúblikanar hrauna yfir Biden og kalla eftir afsögn Donald Trump og aðrir Repúblikanar voru hins vegar fljótir að ráðast á Biden eftir að hann gaf út að hann hefði ákveðið að draga sig í hlé. „Óheiðarlegi Joe Biden var ekki hæfur til að bjóða sig fram sem forseta og er sannarlega ekki hæfur til að sinna forsetaembættinu - og var það aldrei!“ sagði Trump á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Trump sagði Biden hafa orðið forseta með því að ljúga, með aðstoð falsfrétta og án þess að „yfirgefa kjallarann sinn“. „Allir í kringum hann, þar á meðal læknirinn hans og fjölmiðlar, vissu að hann væri ekki hæfur til að sinna forsetaembættinu og hann var það ekki.“ Bandaríkjamenn hefðu þjáðst sökum Biden í Hvíta húsinu en Trump myndi kippa því í liðinn. J.D. Vance, varaforsetaefni Trump, kallaði Biden versta forsetann á ævi sinni og sakaði Harris um að ljúga í fjögur ár um getu hans til að sinna embættinu. „Trump forseti og ég erum reiðubúnir til að bjarga Bandaríkjunum, hver svo sem fer fram fyrir Demókrata.“ Mike Johnson, forseti neðri deildar þingsins, gaf út yfirlýsingu þar sem hann kallaði eftir afsögn Biden. „Ef Joe Biden er ekki hæfur til að bjóða sig fram til forseta er hann ekki hæfur til að sinna forsetaembættinu. Hann verður að segja af sér tafarlaust,“ sagði Johnson. Þá sökuðu Johnson og fleiri Repúblikanar Demókrata á sama tíma um „valdarán“, með því að hafa neytt þann til hliðar sem kjósendur hefðu ákveðið að tilnefna sem forsetaefni flokksins.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira