Óhemju öflugur Trump hafi sigurinn í hendi sér Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júlí 2024 12:20 Donald Trump gengur hér inn á svið stuðningsmannafundar síns í gær. AP/Evan Vucci Eins og sakir standa á Joe Biden ekki möguleika á að sigra Donald Trump í bandarísku forsetakosningunum, að mati stjórnmálafræðings. Trump hélt sinn fyrsta kosningafund frá banatilræðinu við hann í gær, og þakkaði guðlegri forsjá fyrir að vera á lífi. Í gær var rétt vika síðan byssumaður reyndi að ráða Trump af dögum á stuðningsmannafundi í Pennsylvaníu. Hann hélt sinn fyrsta stuðningsmannafund frá tilræðinu í gær. Forsetinn fyrrverandi ræddi töluvert um tilræðið við stuðningsmenn sína í Michigan. „Þvílíkur dagur sem þetta var. Eins og ég sagði fyrr í vikunni, þá stend ég aðeins hér fyrir náð Guðs almáttugs. Ég ætti ekki að vera hérna, ég ætti ekki að vera hérna,“ sagði Trump á fundinum í Grand Rapids í Michigan í gær. Hagfelldara handrit varla til Stjórnmálafræðingur segir vatnaskil hafa orðið í forsetakapphlaupinu á síðustu tveimur vikum. „Fyrst auðvitað með afleitri frammistöðu Joes Biden í kappræðunum, og svo auðvitað í kjölfar tilræðisins við Donald Trump. Hann hefur komið út úr því alveg óhemju öflugur. Það hefði varla verið hægt að skrifa þetta handrit hagfelldara honum,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Eiríkur Bergmann segir Biden í gríðarlega erfiðri stöðu. Vísir/Vilhelm Eins og sakir standa hafi Trump sigurinn algerlega í hendi sér. „Til þess að hann verði ekki næsti forseti Bandaríkjanna þá þarf hann eiginlega að klúðra málunum sjálfur.“ Þó séu enn þrír og hálfur mánuður til kosninga, og því geti margt breyst. Hægt að skipta fram í ágúst Á sama tíma og repúblikanar fylkja sér bak við Trump sé allt í hönk hjá Demókrötum, en Joe Biden forseti er undir síauknum þrýstingi um að hætta við framboð sitt og hleypa öðrum Demókrata í slaginn gegn Trump. Hvenær væri orðið of seint fyrir Biden að stíga til hliðar og hleypa einhverjum öðrum að? „Auðvitað gengur klukkan ansi hratt á hann og Demókrataflokkinn í þeim efnum, þannig að því fyrr því betra fyrir þá,“ segir Eiríkur. Landsfundur Demókrataflokksins hefst 19. ágúst næstkomandi, en þá verður frambjóðandi flokksins í forsetakosningunum í nóvember staðfestur formlega. „Hins vegar skilst mér að það sé nú hægt að gera þetta alveg fram að landsfundinum, og það sé lokadagsetningin til þess að skipta um frambjóðanda. Til þess að það sé nú sæmilegur bragur að því, þá þarf að vera drjúgur aðdragandi.“ Þrýstingur framámanna í flokki forsetans muni ekki reynast sérlega dýrkeyptur, þó Biden endi á að fara fram. „Eins og staðan er núna, þá á hann bara einfaldlega ekki séns.“ Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Sendir Biden háðsglósur á fyrsta kosningafundi eftir banatilræðið Í gær hélt Donald Trump fyrsta kosningafund sinn eftir að honum var ráðið banatilræði á kosningafundi í Pennsylvaníuríki á laugardaginn síðasta. Einn lést og tveir særðust ásamt því að eitt skotið hæfði Trump í hægra eyrað og særði hann lítillega. Fundurinn var haldinn í Michiganríki. 21. júlí 2024 10:41 Horfir nýjum augum á frambjóðendur eftir eigið framboð Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að framboð sitt til forseta hafi breytt sýn hans á alla frambjóðendur. Hann telji sig skilja betur það sem þeir gangi í gegnum. 20. júlí 2024 15:29 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Í gær var rétt vika síðan byssumaður reyndi að ráða Trump af dögum á stuðningsmannafundi í Pennsylvaníu. Hann hélt sinn fyrsta stuðningsmannafund frá tilræðinu í gær. Forsetinn fyrrverandi ræddi töluvert um tilræðið við stuðningsmenn sína í Michigan. „Þvílíkur dagur sem þetta var. Eins og ég sagði fyrr í vikunni, þá stend ég aðeins hér fyrir náð Guðs almáttugs. Ég ætti ekki að vera hérna, ég ætti ekki að vera hérna,“ sagði Trump á fundinum í Grand Rapids í Michigan í gær. Hagfelldara handrit varla til Stjórnmálafræðingur segir vatnaskil hafa orðið í forsetakapphlaupinu á síðustu tveimur vikum. „Fyrst auðvitað með afleitri frammistöðu Joes Biden í kappræðunum, og svo auðvitað í kjölfar tilræðisins við Donald Trump. Hann hefur komið út úr því alveg óhemju öflugur. Það hefði varla verið hægt að skrifa þetta handrit hagfelldara honum,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Eiríkur Bergmann segir Biden í gríðarlega erfiðri stöðu. Vísir/Vilhelm Eins og sakir standa hafi Trump sigurinn algerlega í hendi sér. „Til þess að hann verði ekki næsti forseti Bandaríkjanna þá þarf hann eiginlega að klúðra málunum sjálfur.“ Þó séu enn þrír og hálfur mánuður til kosninga, og því geti margt breyst. Hægt að skipta fram í ágúst Á sama tíma og repúblikanar fylkja sér bak við Trump sé allt í hönk hjá Demókrötum, en Joe Biden forseti er undir síauknum þrýstingi um að hætta við framboð sitt og hleypa öðrum Demókrata í slaginn gegn Trump. Hvenær væri orðið of seint fyrir Biden að stíga til hliðar og hleypa einhverjum öðrum að? „Auðvitað gengur klukkan ansi hratt á hann og Demókrataflokkinn í þeim efnum, þannig að því fyrr því betra fyrir þá,“ segir Eiríkur. Landsfundur Demókrataflokksins hefst 19. ágúst næstkomandi, en þá verður frambjóðandi flokksins í forsetakosningunum í nóvember staðfestur formlega. „Hins vegar skilst mér að það sé nú hægt að gera þetta alveg fram að landsfundinum, og það sé lokadagsetningin til þess að skipta um frambjóðanda. Til þess að það sé nú sæmilegur bragur að því, þá þarf að vera drjúgur aðdragandi.“ Þrýstingur framámanna í flokki forsetans muni ekki reynast sérlega dýrkeyptur, þó Biden endi á að fara fram. „Eins og staðan er núna, þá á hann bara einfaldlega ekki séns.“
Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Sendir Biden háðsglósur á fyrsta kosningafundi eftir banatilræðið Í gær hélt Donald Trump fyrsta kosningafund sinn eftir að honum var ráðið banatilræði á kosningafundi í Pennsylvaníuríki á laugardaginn síðasta. Einn lést og tveir særðust ásamt því að eitt skotið hæfði Trump í hægra eyrað og særði hann lítillega. Fundurinn var haldinn í Michiganríki. 21. júlí 2024 10:41 Horfir nýjum augum á frambjóðendur eftir eigið framboð Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að framboð sitt til forseta hafi breytt sýn hans á alla frambjóðendur. Hann telji sig skilja betur það sem þeir gangi í gegnum. 20. júlí 2024 15:29 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Sendir Biden háðsglósur á fyrsta kosningafundi eftir banatilræðið Í gær hélt Donald Trump fyrsta kosningafund sinn eftir að honum var ráðið banatilræði á kosningafundi í Pennsylvaníuríki á laugardaginn síðasta. Einn lést og tveir særðust ásamt því að eitt skotið hæfði Trump í hægra eyrað og særði hann lítillega. Fundurinn var haldinn í Michiganríki. 21. júlí 2024 10:41
Horfir nýjum augum á frambjóðendur eftir eigið framboð Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að framboð sitt til forseta hafi breytt sýn hans á alla frambjóðendur. Hann telji sig skilja betur það sem þeir gangi í gegnum. 20. júlí 2024 15:29