„Vissi að þegar myndi líða á myndu þeir opna sig“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júlí 2024 20:30 Hallgrímur var sáttur að leik loknum. Vísir/Anton Brink „Þetta var góður sigur, ótrúlega gaman að halda hreinu og fullt af fólki mætt. Smá dramatískt, skorum seint í leiknum. Er virkilega ánægður,“ sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir 1-0 sigur sinna manna á Íslands- og bikarmeisturum Víkings í 15. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Víkingar hófu leikinn af miklum krafti enda pirraðir eftir að falla úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í vikunni. Inn vildi boltinn þó ekki, staðan markalaus í hálfleik og í þeim síðari tryggði Sveinn Margeir Hauksson heimaliðinu sigurinn í sínum síðasta leik fyrir KA í bili. „Fyrri hálfleikurinn er erfiður fyrir okkur, sérstaklega út af vellinum. Fannst þeir ekki fá nein dauðafæri en þeir stjórnuðu leiknum og við áttum aðeins erfitt, vorum of passífir. Ræddum það í hálfleik, breyttum aðeins til og þá gekk líka betur að halda í boltann.“ „Sterkt að koma til baka í seinni og gera svona vel eftir erfiðan fyrri hálfleik. Þegar hlutirnir eru ekki ganga ertu bara duglegur, hlaupa og berjast. Það tókst og í seinni hálfleik vorum það við sem sköpuðum dauðafærin. Seinni hálfleikur mjög sterkur og mjög sætt að klára þetta.“ „Mér fannst seinni mjög betri. Var ekkert sérlega ánægður með fyrri hálfleikinn, var bara ánægður með vinnusemina hjá okkur. Við breyttum aðeins i hálfleik og fannst við mun betri í seinni hálfleik. Vissi að þegar myndi líða á myndu þeir opna sig og þeir opnuðu sig svo sannarlega, við setjum inn smá hraða og mér fannst það skila sér í að ef annað liðið myndi skora þá værum það við.“ Um Svein Margeir sem er á leið í nám í Bandaríkjunum „Sveinn Margeir er bara frábær leikmaður, mjög fjölhæfur og gerir mikið fyrir okkur. Því miður er hann að fara frá okkur núna í skóla til Bandaríkjanna. Það er eins og það er, það kemur maður í mann stað. Við vonum virkilega að þegar hann er búinn með sitt nám þá komi hann og spili fyrir okkur aftur,“ sagði Hallgrímur að lokum. Eftir sigur dagsins situr KA í 7. sæti með 18 stig, einu stigi á eftir Fram sem á leik til góða. Sex efstu liðin fara í umspil um Íslandsmeistaratitilinn að loknum 22 umferðum á meðan neðstu sex berjast um hvaða lið falla. KA mætir Víkingum aftur í næsta mánuði þegar liðin mætast í úrslitum Mjólkurbikarsins. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
Víkingar hófu leikinn af miklum krafti enda pirraðir eftir að falla úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í vikunni. Inn vildi boltinn þó ekki, staðan markalaus í hálfleik og í þeim síðari tryggði Sveinn Margeir Hauksson heimaliðinu sigurinn í sínum síðasta leik fyrir KA í bili. „Fyrri hálfleikurinn er erfiður fyrir okkur, sérstaklega út af vellinum. Fannst þeir ekki fá nein dauðafæri en þeir stjórnuðu leiknum og við áttum aðeins erfitt, vorum of passífir. Ræddum það í hálfleik, breyttum aðeins til og þá gekk líka betur að halda í boltann.“ „Sterkt að koma til baka í seinni og gera svona vel eftir erfiðan fyrri hálfleik. Þegar hlutirnir eru ekki ganga ertu bara duglegur, hlaupa og berjast. Það tókst og í seinni hálfleik vorum það við sem sköpuðum dauðafærin. Seinni hálfleikur mjög sterkur og mjög sætt að klára þetta.“ „Mér fannst seinni mjög betri. Var ekkert sérlega ánægður með fyrri hálfleikinn, var bara ánægður með vinnusemina hjá okkur. Við breyttum aðeins i hálfleik og fannst við mun betri í seinni hálfleik. Vissi að þegar myndi líða á myndu þeir opna sig og þeir opnuðu sig svo sannarlega, við setjum inn smá hraða og mér fannst það skila sér í að ef annað liðið myndi skora þá værum það við.“ Um Svein Margeir sem er á leið í nám í Bandaríkjunum „Sveinn Margeir er bara frábær leikmaður, mjög fjölhæfur og gerir mikið fyrir okkur. Því miður er hann að fara frá okkur núna í skóla til Bandaríkjanna. Það er eins og það er, það kemur maður í mann stað. Við vonum virkilega að þegar hann er búinn með sitt nám þá komi hann og spili fyrir okkur aftur,“ sagði Hallgrímur að lokum. Eftir sigur dagsins situr KA í 7. sæti með 18 stig, einu stigi á eftir Fram sem á leik til góða. Sex efstu liðin fara í umspil um Íslandsmeistaratitilinn að loknum 22 umferðum á meðan neðstu sex berjast um hvaða lið falla. KA mætir Víkingum aftur í næsta mánuði þegar liðin mætast í úrslitum Mjólkurbikarsins.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira