Gleði og sorg í bland á síðasta LungA Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. júlí 2024 12:39 Þau Helena og Þórhildur Tinna fyrir utan Herðubreið, menningar- og félagsheimili Seyðisfjarðarbæjar. Aðsend Lista- og tónlistarhátíðin LungA fer fram um helgina á Seyðisfirði í síðasta sinn eftir 25 ár. Veðrið leikur við gesti og spennandi kveðjudagskrá er í vændum. Skipuleggjendur hátíðarinnar segja það tregafullt en fallegt að kveðja. Þórhildur Tinna Sigurðardóttir og Helena Solveigar Aðalsteinsbur framkvæmdastjórar segja gleði í bland við sorg einkenna kvöldið í kvöld en þá verða haldnir stórtónleikar í tilefni af lokum hátíðarinnar. Blíðviðri og sköpunargleði Dagskráin hefur verið þétt alla vikuna en frá því á mánudaginn hafa verið listasmiðjur undir stjórn ólíkra listamanna þar sem gestir fengu að spreyta sig á dansi, myndbandagerð, hugleiðslu, keramík og mörgu fleiru. Um sextíu þátttakendur hafa dvalið á Seyðisfirði í blíðviðri og sköpunargleði. Helena segir að þau hafi ákveðið að einblína á listasmiðjurnar sem kjarna LungA en að sjálfsögðu hafi ekki verið hægt að komast hjá því að halda stórtónleika. Hán segir þó hátíðina vera fyrst og fremst fjölskylduvæna. Þétt kveðjudagskrá Hán segir tregablandina gleði munu einkenna kvöldið. „Þrátt fyrir að þetta sé tilfinningaþrungið þá er þetta búið að vera mjög skemmtilegt allt saman í vikunni og það eru allir spenntir og við fengum alveg æðislegt veður. Nú er sólin byrjuð aftur að skína. Þetta er gleði í bland við sorg sem við erum að undirbúa okkur fyrir í kvöld,“ segir hán. Dagskrá kvöldsins er spennandi blanda af þekktum stærðum og grasrótarböndum. Meðal þeirra sem koma fram er austfirska þungarokkshljómsveitin Chögma, Kristín Sesselja, Hjaltalín, Bashar Murad og fleiri. Í kvöld verður svo haldin kveðjuathöfn sem Ívar Pétur Kjartansson tónlistarmaður leiðir. Fögnuðurinn heldur svo áfram inn í nóttina á öldurhúsum bæjarins, Lárunni og Öldunni. Ástríðan haldi þessu á floti Þórhildur Tinna og Helena að LungA eigi eftir að vera frjósamur jarðvegur fyrir komandi kynslóðir og hvetja fólk til að taka við keflinu. „Við skorum á fólk að kýla á hlutina. Það þarf að gera hlutina sem maður dreymir um að gera. Það er svo mikið af yndislegu fólki sem við höfum kynnst hér sem er svo tilbúið til að hjálpa. LungA hefur núna starfað í 25 ár og er langmest sjálfboðaliðastarf. Það hefur engin verið í fullu starfi við að sinna hátíðinni þótt við vinnum í heilt ár við að undirbúa. Þetta er bara ástríðan sem heldur þessu á floti. Okkur langar að styðja við það ef fólk vill taka við keflinu,“ segir Helena. Andinn er enn í loftinu Þórhildur Tinna segir endalok LungA vera áskorun sem einhver muni grípa. „Þetta er bara áskorun sem er í loftinu og einhver mun grípa hana. ég held að það sé náttúruleg hringrás allra hluta að vera með upphaf og enda og þá opnast nýjar gáttir fyrir komandi kynslóðir. LungA hefur verið vettvangur sem fangar einhvern anda og þó að LungA-hátíðin sé að klárast þá er andinn enn þá í loftinu sem er grasrótin og komandi kynslóðir,“ segir hún. LungA Múlaþing Tengdar fréttir Síðasta LungA-hátíðin haldin í sumar Listahátíðin LungA, sem haldin hefur verið á Seyðisfirði um árabil, mun fara fram í síðasta skiptið í sumar en 24 ár eru síðan hún var haldin í fyrsta skipti. 11. febrúar 2024 21:43 Bashar Murad kemur fram á endalokum LungA Listahátíðin LungA verður haldin í síðasta sinn í sumar, 15. - 21. júlí, á Seyðisfirði en 24 ár eru liðin frá því að hún var fyrst haldin. Hátíðin hefur tilkynnt flesta tónlistarmenn sem fram koma í ár en þar á meðal verður palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad sem vakti mikla athygli í Söngvakeppninni í ár. 28. maí 2024 14:20 Fleiri og fleiri bæjarhátíðir kveðja sjónarsviðið Fleiri og fleiri stórar bæjar- og tónlistarhátíðir hafa kvatt sjónarsviðið síðustu misseri. Framkvæmdastjóri Lunga telur að álag á skipuleggjendur og takmarkað fjármagn spili þar stórt hlutverk. 19. febrúar 2024 10:05 Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Sjá meira
Þórhildur Tinna Sigurðardóttir og Helena Solveigar Aðalsteinsbur framkvæmdastjórar segja gleði í bland við sorg einkenna kvöldið í kvöld en þá verða haldnir stórtónleikar í tilefni af lokum hátíðarinnar. Blíðviðri og sköpunargleði Dagskráin hefur verið þétt alla vikuna en frá því á mánudaginn hafa verið listasmiðjur undir stjórn ólíkra listamanna þar sem gestir fengu að spreyta sig á dansi, myndbandagerð, hugleiðslu, keramík og mörgu fleiru. Um sextíu þátttakendur hafa dvalið á Seyðisfirði í blíðviðri og sköpunargleði. Helena segir að þau hafi ákveðið að einblína á listasmiðjurnar sem kjarna LungA en að sjálfsögðu hafi ekki verið hægt að komast hjá því að halda stórtónleika. Hán segir þó hátíðina vera fyrst og fremst fjölskylduvæna. Þétt kveðjudagskrá Hán segir tregablandina gleði munu einkenna kvöldið. „Þrátt fyrir að þetta sé tilfinningaþrungið þá er þetta búið að vera mjög skemmtilegt allt saman í vikunni og það eru allir spenntir og við fengum alveg æðislegt veður. Nú er sólin byrjuð aftur að skína. Þetta er gleði í bland við sorg sem við erum að undirbúa okkur fyrir í kvöld,“ segir hán. Dagskrá kvöldsins er spennandi blanda af þekktum stærðum og grasrótarböndum. Meðal þeirra sem koma fram er austfirska þungarokkshljómsveitin Chögma, Kristín Sesselja, Hjaltalín, Bashar Murad og fleiri. Í kvöld verður svo haldin kveðjuathöfn sem Ívar Pétur Kjartansson tónlistarmaður leiðir. Fögnuðurinn heldur svo áfram inn í nóttina á öldurhúsum bæjarins, Lárunni og Öldunni. Ástríðan haldi þessu á floti Þórhildur Tinna og Helena að LungA eigi eftir að vera frjósamur jarðvegur fyrir komandi kynslóðir og hvetja fólk til að taka við keflinu. „Við skorum á fólk að kýla á hlutina. Það þarf að gera hlutina sem maður dreymir um að gera. Það er svo mikið af yndislegu fólki sem við höfum kynnst hér sem er svo tilbúið til að hjálpa. LungA hefur núna starfað í 25 ár og er langmest sjálfboðaliðastarf. Það hefur engin verið í fullu starfi við að sinna hátíðinni þótt við vinnum í heilt ár við að undirbúa. Þetta er bara ástríðan sem heldur þessu á floti. Okkur langar að styðja við það ef fólk vill taka við keflinu,“ segir Helena. Andinn er enn í loftinu Þórhildur Tinna segir endalok LungA vera áskorun sem einhver muni grípa. „Þetta er bara áskorun sem er í loftinu og einhver mun grípa hana. ég held að það sé náttúruleg hringrás allra hluta að vera með upphaf og enda og þá opnast nýjar gáttir fyrir komandi kynslóðir. LungA hefur verið vettvangur sem fangar einhvern anda og þó að LungA-hátíðin sé að klárast þá er andinn enn þá í loftinu sem er grasrótin og komandi kynslóðir,“ segir hún.
LungA Múlaþing Tengdar fréttir Síðasta LungA-hátíðin haldin í sumar Listahátíðin LungA, sem haldin hefur verið á Seyðisfirði um árabil, mun fara fram í síðasta skiptið í sumar en 24 ár eru síðan hún var haldin í fyrsta skipti. 11. febrúar 2024 21:43 Bashar Murad kemur fram á endalokum LungA Listahátíðin LungA verður haldin í síðasta sinn í sumar, 15. - 21. júlí, á Seyðisfirði en 24 ár eru liðin frá því að hún var fyrst haldin. Hátíðin hefur tilkynnt flesta tónlistarmenn sem fram koma í ár en þar á meðal verður palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad sem vakti mikla athygli í Söngvakeppninni í ár. 28. maí 2024 14:20 Fleiri og fleiri bæjarhátíðir kveðja sjónarsviðið Fleiri og fleiri stórar bæjar- og tónlistarhátíðir hafa kvatt sjónarsviðið síðustu misseri. Framkvæmdastjóri Lunga telur að álag á skipuleggjendur og takmarkað fjármagn spili þar stórt hlutverk. 19. febrúar 2024 10:05 Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Sjá meira
Síðasta LungA-hátíðin haldin í sumar Listahátíðin LungA, sem haldin hefur verið á Seyðisfirði um árabil, mun fara fram í síðasta skiptið í sumar en 24 ár eru síðan hún var haldin í fyrsta skipti. 11. febrúar 2024 21:43
Bashar Murad kemur fram á endalokum LungA Listahátíðin LungA verður haldin í síðasta sinn í sumar, 15. - 21. júlí, á Seyðisfirði en 24 ár eru liðin frá því að hún var fyrst haldin. Hátíðin hefur tilkynnt flesta tónlistarmenn sem fram koma í ár en þar á meðal verður palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad sem vakti mikla athygli í Söngvakeppninni í ár. 28. maí 2024 14:20
Fleiri og fleiri bæjarhátíðir kveðja sjónarsviðið Fleiri og fleiri stórar bæjar- og tónlistarhátíðir hafa kvatt sjónarsviðið síðustu misseri. Framkvæmdastjóri Lunga telur að álag á skipuleggjendur og takmarkað fjármagn spili þar stórt hlutverk. 19. febrúar 2024 10:05