Víkingar á leið til Albaníu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júlí 2024 22:15 Víkingar fara til Albaníu. Vísir/Diego Víkingar munu mæta Egnatia frá Albaníu í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Bæði lið féllu úr leik í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Víkingar fóru til Írlands í gær og töpuðu þar 2-1 fyrir Shamrock Rovers eftir að gera markalaust jafntefli í Víkinni. Egnatia tók á móti Borac Banja Luka í kvöld og var 1-0 undir eftir dramatískt sigurmark gestanna í fyrri leik liðanna. Leikur kvöldsins var engu minna dramatískur en heimamenn í Egnatia unnu á endanum 2-1 sigur og því þurfti að framlengja. Þar sem ekkert var skorað í framlengingunni þurfti að útkljá einvígið í vítaspyrnukeppni. Þar reyndust gestirnir frá Bosníu sterkari og fara því áfram í næstu umferð Meistaradeildar Evrópu. Á sama tíma er Egnatia úr leik og fellur niður í Sambandsdeildina þar sem þeir mæta Íslands- og bikarmeisturum Víkings. KF Egnatia varð albanskur meistari á síðustu leiktíð en það var í fyrsta sinn sem félagið vinnur þann titil. Liðið datt úr á móti armenska félaginu Ararat-Armenia í fyrstu umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar í fyrra. Það verður annað einvígi liða frá Íslandi og Albaníu en annað kvöld mætast Valur og Vllaznia Shkodër í annað sinn eftir að gera 2-2 jafntefli á Hlíðarenda í leik þar sem allt sauð upp úr. Leikirnir í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu fara fram 25. júlí og 1. ágúst. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Valur mun spila seinni leikinn í Albaníu: „Verðum að trúa því og treysta að þetta verði í lagi“ Þrátt fyrir ofbeldisfulla hegðun fær albanska liðið Vllaznia að halda heimaleik fyrir opnum dyrum gegn Val næsta fimmtudag í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þetta staðfestir Jörundur Áki Sveinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Vísi. 15. júlí 2024 11:27 Valsmenn senda frá sér yfirlýsingu: UEFA lítur málið alvarlegum augum Valur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna óláta áhorfenda á leik karlaliðs félagsins í fótbolta við Vllaznia frá Albaníu í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld. Hegðun stuðningsmanna er fordæmd en öll einbeiting sögð á síðari leiknum eftir viku. 12. júlí 2024 11:47 UEFA á viðvörunarstigi, Interpol í málinu og Albaníuferðin í hættu Hegðun stuðningsmanna og starfsfólks albanska félagsins Vllaznia í kringum leik liðsins við Val að Hlíðarenda í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld gæti dregið dilk á eftir sér. Málið er á borði KSÍ og UEFA auk lögreglunnar og Interpol. 12. júlí 2024 11:10 Öryggisvörður laminn eftir leik og lögregla kölluð til Stuðningsmenn albanska liðsins Vllaznia réðust á öryggisverði eftir leik á Hlíðarenda. Svo virtist sem tekist hefði að leysa úr málunum en lögregla var kölluð til þegar múgurinn espaðist aftur. 11. júlí 2024 22:27 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Sjá meira
Víkingar fóru til Írlands í gær og töpuðu þar 2-1 fyrir Shamrock Rovers eftir að gera markalaust jafntefli í Víkinni. Egnatia tók á móti Borac Banja Luka í kvöld og var 1-0 undir eftir dramatískt sigurmark gestanna í fyrri leik liðanna. Leikur kvöldsins var engu minna dramatískur en heimamenn í Egnatia unnu á endanum 2-1 sigur og því þurfti að framlengja. Þar sem ekkert var skorað í framlengingunni þurfti að útkljá einvígið í vítaspyrnukeppni. Þar reyndust gestirnir frá Bosníu sterkari og fara því áfram í næstu umferð Meistaradeildar Evrópu. Á sama tíma er Egnatia úr leik og fellur niður í Sambandsdeildina þar sem þeir mæta Íslands- og bikarmeisturum Víkings. KF Egnatia varð albanskur meistari á síðustu leiktíð en það var í fyrsta sinn sem félagið vinnur þann titil. Liðið datt úr á móti armenska félaginu Ararat-Armenia í fyrstu umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar í fyrra. Það verður annað einvígi liða frá Íslandi og Albaníu en annað kvöld mætast Valur og Vllaznia Shkodër í annað sinn eftir að gera 2-2 jafntefli á Hlíðarenda í leik þar sem allt sauð upp úr. Leikirnir í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu fara fram 25. júlí og 1. ágúst.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Valur mun spila seinni leikinn í Albaníu: „Verðum að trúa því og treysta að þetta verði í lagi“ Þrátt fyrir ofbeldisfulla hegðun fær albanska liðið Vllaznia að halda heimaleik fyrir opnum dyrum gegn Val næsta fimmtudag í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þetta staðfestir Jörundur Áki Sveinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Vísi. 15. júlí 2024 11:27 Valsmenn senda frá sér yfirlýsingu: UEFA lítur málið alvarlegum augum Valur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna óláta áhorfenda á leik karlaliðs félagsins í fótbolta við Vllaznia frá Albaníu í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld. Hegðun stuðningsmanna er fordæmd en öll einbeiting sögð á síðari leiknum eftir viku. 12. júlí 2024 11:47 UEFA á viðvörunarstigi, Interpol í málinu og Albaníuferðin í hættu Hegðun stuðningsmanna og starfsfólks albanska félagsins Vllaznia í kringum leik liðsins við Val að Hlíðarenda í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld gæti dregið dilk á eftir sér. Málið er á borði KSÍ og UEFA auk lögreglunnar og Interpol. 12. júlí 2024 11:10 Öryggisvörður laminn eftir leik og lögregla kölluð til Stuðningsmenn albanska liðsins Vllaznia réðust á öryggisverði eftir leik á Hlíðarenda. Svo virtist sem tekist hefði að leysa úr málunum en lögregla var kölluð til þegar múgurinn espaðist aftur. 11. júlí 2024 22:27 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Sjá meira
Valur mun spila seinni leikinn í Albaníu: „Verðum að trúa því og treysta að þetta verði í lagi“ Þrátt fyrir ofbeldisfulla hegðun fær albanska liðið Vllaznia að halda heimaleik fyrir opnum dyrum gegn Val næsta fimmtudag í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þetta staðfestir Jörundur Áki Sveinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Vísi. 15. júlí 2024 11:27
Valsmenn senda frá sér yfirlýsingu: UEFA lítur málið alvarlegum augum Valur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna óláta áhorfenda á leik karlaliðs félagsins í fótbolta við Vllaznia frá Albaníu í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld. Hegðun stuðningsmanna er fordæmd en öll einbeiting sögð á síðari leiknum eftir viku. 12. júlí 2024 11:47
UEFA á viðvörunarstigi, Interpol í málinu og Albaníuferðin í hættu Hegðun stuðningsmanna og starfsfólks albanska félagsins Vllaznia í kringum leik liðsins við Val að Hlíðarenda í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld gæti dregið dilk á eftir sér. Málið er á borði KSÍ og UEFA auk lögreglunnar og Interpol. 12. júlí 2024 11:10
Öryggisvörður laminn eftir leik og lögregla kölluð til Stuðningsmenn albanska liðsins Vllaznia réðust á öryggisverði eftir leik á Hlíðarenda. Svo virtist sem tekist hefði að leysa úr málunum en lögregla var kölluð til þegar múgurinn espaðist aftur. 11. júlí 2024 22:27