Mahomes með skýr skilaboð: „Tími til að spila betur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. júlí 2024 07:01 Mahomes hefur fjórum sinnum spilað til úrslita í NFL og þrívegis farið með sigur af hólmi. Jamie Squire/Getty Images Patrick Mahomes, leikstjórnandi NFL-meistara Kansas City Chiefs hefur sent liðsfélögum sínum í sóknarlínu Chiefs skýr skilaboð fyrir komandi tímabil. Kansas City Chiefs hefur undanfarið tvö ár staðið uppi sem sigurvegari NFL-deildarinnar eftir frækna sigra í Ofurskálinni, úrslitaleik deildarinnar. Í sumar snerist allt um Travis Kelce, og kærustu hans Taylor Swift. Kelce var samningslaus en ákvað á endanum að framlengja við Chiefs og setja stefnuna á þriðja meistaratitilinn í röð. Kelce og Mahomes eru reynsluboltar liðsins, því má áætla að pressan sé mest á þeirra herðum á komandi tímabili. Mahomes ákvað því að tvínóna ekki við hlutina og koma sér beint að efninu þegar leikmenn liðsins sneru aftur til æfinga. „Tími til kominn til að verða betri. Þó svo við höfum sigrað í Ofurskálinni á síðustu leiktíð þá leið mér aldrei eins og við höfum spilað okkar besta leik, sérstaklega sóknarlega,“ sagði Mahomes sem er á leið inn í sitt áttunda tímabil í deildinni, öll í búningi Chiefs. It's time for Patrick Mahomes and the Chiefs to begin the trek up the NFL mountain again in a quest for an historic three-peat.Kansas City's star QB has thrown down the proverbial gauntlet to himself — and his teammates.✍️ @ByNateTaylorhttps://t.co/XmYihlgAOi pic.twitter.com/lYcgvlyXh5— The Athletic (@TheAthletic) July 17, 2024 Mahomes vill að Chiefs verði það lið sem fái áhorfendur á fæti og eigi hverja stórbrotnu sóknina á fætur annarri. „Auðvitað var endir síðasta tímabils magnaður en ég held að mörgum okkar hafi fundist eins og við höfum ekki spilað fótboltann sem við viljum spila. Sóknarleikurinn var ekki nægilega skemmtilegur. Við erum að mestu með sama kjarna og ég veit hvernig þeim líður,“ sagði Mahomes að endingu. Ladies & gentlemen, WE’RE SO BACK. pic.twitter.com/V9CGKe1O0i— Kansas City Chiefs (@Chiefs) July 16, 2024 Það fer ekki á milli mála að vörn Chiefs vann titilinn á síðustu leiktíð en það er erfitt að kenna Mahomes um það. Hlauparar liðsins hlupu annað hvort rangar leiðir eða misstu sendingarnar frá Mahomes. Alls misstu hlauparar liðsins 25 sendingar sem þeir hefðu að öllum líkindum átt að grípa, fara þarf aftur til ársins 2012 til að finna lið sem missti fleiri bolta. Fari svo að Chiefs takist að laga sóknarleikinn hjá sér má reikna með að Mahomes, Kelce og félagar fari langt ef ekki alla leið í vetur. NFL Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Sjá meira
Kansas City Chiefs hefur undanfarið tvö ár staðið uppi sem sigurvegari NFL-deildarinnar eftir frækna sigra í Ofurskálinni, úrslitaleik deildarinnar. Í sumar snerist allt um Travis Kelce, og kærustu hans Taylor Swift. Kelce var samningslaus en ákvað á endanum að framlengja við Chiefs og setja stefnuna á þriðja meistaratitilinn í röð. Kelce og Mahomes eru reynsluboltar liðsins, því má áætla að pressan sé mest á þeirra herðum á komandi tímabili. Mahomes ákvað því að tvínóna ekki við hlutina og koma sér beint að efninu þegar leikmenn liðsins sneru aftur til æfinga. „Tími til kominn til að verða betri. Þó svo við höfum sigrað í Ofurskálinni á síðustu leiktíð þá leið mér aldrei eins og við höfum spilað okkar besta leik, sérstaklega sóknarlega,“ sagði Mahomes sem er á leið inn í sitt áttunda tímabil í deildinni, öll í búningi Chiefs. It's time for Patrick Mahomes and the Chiefs to begin the trek up the NFL mountain again in a quest for an historic three-peat.Kansas City's star QB has thrown down the proverbial gauntlet to himself — and his teammates.✍️ @ByNateTaylorhttps://t.co/XmYihlgAOi pic.twitter.com/lYcgvlyXh5— The Athletic (@TheAthletic) July 17, 2024 Mahomes vill að Chiefs verði það lið sem fái áhorfendur á fæti og eigi hverja stórbrotnu sóknina á fætur annarri. „Auðvitað var endir síðasta tímabils magnaður en ég held að mörgum okkar hafi fundist eins og við höfum ekki spilað fótboltann sem við viljum spila. Sóknarleikurinn var ekki nægilega skemmtilegur. Við erum að mestu með sama kjarna og ég veit hvernig þeim líður,“ sagði Mahomes að endingu. Ladies & gentlemen, WE’RE SO BACK. pic.twitter.com/V9CGKe1O0i— Kansas City Chiefs (@Chiefs) July 16, 2024 Það fer ekki á milli mála að vörn Chiefs vann titilinn á síðustu leiktíð en það er erfitt að kenna Mahomes um það. Hlauparar liðsins hlupu annað hvort rangar leiðir eða misstu sendingarnar frá Mahomes. Alls misstu hlauparar liðsins 25 sendingar sem þeir hefðu að öllum líkindum átt að grípa, fara þarf aftur til ársins 2012 til að finna lið sem missti fleiri bolta. Fari svo að Chiefs takist að laga sóknarleikinn hjá sér má reikna með að Mahomes, Kelce og félagar fari langt ef ekki alla leið í vetur.
NFL Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn