Íslendingar tilnefndir til Emmy-verðlauna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. júlí 2024 18:50 Atli á BAFTA-veðlaununum í apríl. Skjáskot/Youtube Íslenska tónskáldið Atli Örvarsson er tilnefndur til Emmy-verðlauna í flokki framúrskarandi tónverka fyrir sjónvarpsþættina Silo. Tilnefningar til verðlaunanna voru tilkynntar síðdegis. Atli er tilnefndur fyrir tónlist sína í sjónvarpsþáttunum Silo, sem sýndir eru á streymisveitunni Apple TV+. Tónskáld fimm annarra tónverka eru tilnefnd í sama flokki. Þar á meðal fyrir tónlistina í The Crown, Mr. & Mrs. Smith og Shōgun. Í apríl hlaut Atli BAFTA-verðlaunin fyrir tónlist sína í sömu þáttum. Nokkrir í hópi tilnefndra vegna True Detective Fréttastofu barst ábending um að fleiri Íslendingar hafi hlotið tilnefningu, fyrir þættina True Detective: Night Country. Þættirnir voru teknir upp á Íslandi og eru meðal annars sýndir á Stöð 2+. Íslendingarnir eru í hópi fólks sem hljóta sömu tilnefninguna í viðkomandi flokki. Skúli Helgi Sigurgíslason er tilnefndur í flokki framúrskarandi hljóðblöndunar, Alda B. Gudjónsdóttir í flokki leikaravals, Rebekka Jónsdóttir í flokki búninga, Flóra Karítas Buenaño og Hafdís Pálsdóttir í flokki förðunar og Eggert „Eddi“ Ketilsson í flokki tæknibrella. Emmy-sjónvarpsverðlaunin fara fram þann 15. september í Los Angeles. Sjónvarpsþættirnir Shōgun hlutu flestar tilnefningar að þessu sinni, eða 25 tilnefningar. The Bear hlaut næstflestar tilnefningar, 23 talsins. Lista yfir tilnefningar til Emmy-verðlaunanna má nálgast hér. Fréttin hefur verið uppfærð. Emmy-verðlaunin Tónlist Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Samsláttur skapandi greina öflugur á Íslandi Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Tilnefningar til verðlaunanna voru tilkynntar síðdegis. Atli er tilnefndur fyrir tónlist sína í sjónvarpsþáttunum Silo, sem sýndir eru á streymisveitunni Apple TV+. Tónskáld fimm annarra tónverka eru tilnefnd í sama flokki. Þar á meðal fyrir tónlistina í The Crown, Mr. & Mrs. Smith og Shōgun. Í apríl hlaut Atli BAFTA-verðlaunin fyrir tónlist sína í sömu þáttum. Nokkrir í hópi tilnefndra vegna True Detective Fréttastofu barst ábending um að fleiri Íslendingar hafi hlotið tilnefningu, fyrir þættina True Detective: Night Country. Þættirnir voru teknir upp á Íslandi og eru meðal annars sýndir á Stöð 2+. Íslendingarnir eru í hópi fólks sem hljóta sömu tilnefninguna í viðkomandi flokki. Skúli Helgi Sigurgíslason er tilnefndur í flokki framúrskarandi hljóðblöndunar, Alda B. Gudjónsdóttir í flokki leikaravals, Rebekka Jónsdóttir í flokki búninga, Flóra Karítas Buenaño og Hafdís Pálsdóttir í flokki förðunar og Eggert „Eddi“ Ketilsson í flokki tæknibrella. Emmy-sjónvarpsverðlaunin fara fram þann 15. september í Los Angeles. Sjónvarpsþættirnir Shōgun hlutu flestar tilnefningar að þessu sinni, eða 25 tilnefningar. The Bear hlaut næstflestar tilnefningar, 23 talsins. Lista yfir tilnefningar til Emmy-verðlaunanna má nálgast hér. Fréttin hefur verið uppfærð.
Emmy-verðlaunin Tónlist Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Samsláttur skapandi greina öflugur á Íslandi Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira