Wiegman gaf lítið fyrir það að hún gæti tekið við enska karlalandsliðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júlí 2024 11:30 Sarina Wiegman ræðir við leikmenn enska landsliðsins eftir leikinn gegn Svíþjóð í gær. Hann endaði með markalausu jafntefli sem dugði Englandi til að komast á EM 2025. getty/Naomi Baker Sarina Wiegman, þjálfari enska kvennalandsliðsins, gaf lítið fyrir orðróm þess efnis að hún gæti tekið við karlalandsliðinu af Gareth Southgate. Enska karlalandsliðið er þjálfaralaust eftir að Southgate sagði upp í gær. Hann stýrði Englandi í átta ár og á þeim tíma komst liðið tvisvar í úrslit EM. Ýmsir hafa verið orðaðir við þjálfarastarf enska landsliðsins síðasta sólarhringinn, meðal annars Wiegman sem hefur gert frábæra hluti með enska kvennalandsliðið. Undir hennar stjórn urðu Englendingar Evrópumeistarar 2022 og komust í úrslit á HM 2023. England tryggði sér sæti á EM 2025 með því að gera markalaust jafntefli við Svíþjóð í gær. Eftir leikinn var Wiegman spurð út í orðróminn um að hún gæti tekið við karlalandsliðinu. Hún gaf lítið fyrir þær sögusagnir. „Mér finnst mjög óviðeigandi að tala um þetta. Ég er með Ljónynjunum og er mjög ánægð,“ sagði Wiegman sem er samningsbundin enska knattspyrnusambandinu til 2027. Wiegman hrósaði Southgate fyrir starfið sem hann vann með enska landsliðið. „Ég er leið yfir því að hann sé að hætta. Ég kann mjög vel við Gareth sem manneskju og þjálfara. Það sem hann gerði með enska liðið á löngum tíma er mjög hvetjandi. Það er eitthvað til að vera mjög, mjög stoltur af og gerir Englendinga mjög stolta,“ sagði Wiegman. „Hann er svo indæll náungi og frábær þjálfari. Við hittumst ekki oft en þegar það gerðist var það mjög indælt. Það sem hann gerði fyrir enskan fótbolta var ótrúlegt.“ Næsti leikur enska karlalandsliðsins er gegn írsku strákunum hans Heimis Hallgrímssonar í Þjóðadeildinni 7. september. Enski boltinn EM 2024 í Þýskalandi EM í Sviss 2025 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sjá meira
Enska karlalandsliðið er þjálfaralaust eftir að Southgate sagði upp í gær. Hann stýrði Englandi í átta ár og á þeim tíma komst liðið tvisvar í úrslit EM. Ýmsir hafa verið orðaðir við þjálfarastarf enska landsliðsins síðasta sólarhringinn, meðal annars Wiegman sem hefur gert frábæra hluti með enska kvennalandsliðið. Undir hennar stjórn urðu Englendingar Evrópumeistarar 2022 og komust í úrslit á HM 2023. England tryggði sér sæti á EM 2025 með því að gera markalaust jafntefli við Svíþjóð í gær. Eftir leikinn var Wiegman spurð út í orðróminn um að hún gæti tekið við karlalandsliðinu. Hún gaf lítið fyrir þær sögusagnir. „Mér finnst mjög óviðeigandi að tala um þetta. Ég er með Ljónynjunum og er mjög ánægð,“ sagði Wiegman sem er samningsbundin enska knattspyrnusambandinu til 2027. Wiegman hrósaði Southgate fyrir starfið sem hann vann með enska landsliðið. „Ég er leið yfir því að hann sé að hætta. Ég kann mjög vel við Gareth sem manneskju og þjálfara. Það sem hann gerði með enska liðið á löngum tíma er mjög hvetjandi. Það er eitthvað til að vera mjög, mjög stoltur af og gerir Englendinga mjög stolta,“ sagði Wiegman. „Hann er svo indæll náungi og frábær þjálfari. Við hittumst ekki oft en þegar það gerðist var það mjög indælt. Það sem hann gerði fyrir enskan fótbolta var ótrúlegt.“ Næsti leikur enska karlalandsliðsins er gegn írsku strákunum hans Heimis Hallgrímssonar í Þjóðadeildinni 7. september.
Enski boltinn EM 2024 í Þýskalandi EM í Sviss 2025 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sjá meira