Munaði engu að ökumaður straujaði niður nítján hjólreiðamenn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. júlí 2024 16:37 Skjáskot úr myndbandinu þar sem ökumaður bílsins tekur glæfralega fram úr hjólreiðamönnum. Litlu mátti muna að illa færi þegar ökumaður jeppa, með kerru í afturdragi, tók fram úr nítján hjólreiðamönnum á leið til Þingvalla. Ökumaðurinn verður kærður fyrir aksturinn, sem náðist á myndband. Hjólreiðafélagið Tindur fer reglulega í hjólreiðatúra frá Reykjavík til Þingvalla. Í það skipti sem umrætt atvik átti sér stað var annar hjólreiðahópur Tinds, sem telur nítján hjólreiðamenn, á leið til Þingvalla á Mosfellsheiði. Um tvo kílómetra vestan við Skálafellsafleggjara. Birgir Birgisson formaður Reiðhjólabænda var með í för, en þó ekki í þeim hópi sem lenti í atvikinu. Hann ræddi atvikið í samtali við Vísi, sem sjá má í spilaranum hér að neðan. „Það vildi svo til að þjóðvegur eitt á Kjalarnesi var lokaður. Umferð sem fer venjulega þar um var því beint upp á Mosfellsheiði og síðan um Hvalfjörð. Það var því óvenjumikil umferð um heiðina og þá eru ansi margir óþolinmóðir bílstjórar og meðal annars þessi sem sést á myndbandinu. Hann liggur á flautunni á meðan hann tekur fram úr hópnum, og er allt of nálægt,“ segir Birgir. „Hann flautar ekki til þess að gefa merki um að hann ætli fram úr, heldur liggur hann á flautunni allan tímann. Og fer mun nær en hinir bílarnir á undan.“ Birgir Birgisson er formaður Reiðhjólabænda. Birgir vísar til þeirrar lagagreinar umferðarlaga sem mælir fyrir um ákveðið lágmarksbil þegar bíl er ekið fram úr hjólandi umferð. „Og bara til að taka af allan vafa, hjólreiðafólki er leyfilegt að hjóla samhliða, samkvæmt 2. málsgrein 42. greinar umferðarlaga, jafnvel þó það sé mjög útbreiddur misskilningur að það sé ekki leyfilegt. Að hjóla samhliða styttir mikið þá vegalengd sem ökumenn þurfa til framúraksturs og liðkar þannig fyrir flæði umferðar.“ Tilgangslaus lagagrein „Þessi sker sig alveg augljóslega úr, en þetta er langt frá því að vera eitthvað einstakt tilvik. Þarna næst þetta á myndband og það er auðvelt að sjá bílnúmer. Ef þetta dugar ekki sem sönnunargagn, þá veit ég ekki hvað sönnunargagnið á að vera.“ Birgir kveðst hafa kært um tuttugu sambærileg atvik, sem öll hafa verið felld niður af lögreglunni. „Það er mismunandi hvort það tekur tvær vikur eða tvö ár. Frægasta tilvikið er frá ágústmánuði 2022, þar sem einn bílstjóri tók fram úr þrettán hjólreiðamönnum á sömu mínútunni. Og tók það upp með mælaborðsmyndavél. Hann setur það sjálfur á samfélagsmiðla klukkutíma síðar. Það var kært en fellt niður innan tveggja vikna. Þetta er alltaf svona, þessi lagagrein er tilgangslaus ef enginn ætlar að fylgja henni.“ „Það sést á þessu myndskeiði að það mátti ekki miklu skeika að þessi bílstjóri straujaði niður nítján manns.“ Umferð Umferðarátak 2024 Umferðaröryggi Samgöngur Hjólreiðar Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Sjá meira
Hjólreiðafélagið Tindur fer reglulega í hjólreiðatúra frá Reykjavík til Þingvalla. Í það skipti sem umrætt atvik átti sér stað var annar hjólreiðahópur Tinds, sem telur nítján hjólreiðamenn, á leið til Þingvalla á Mosfellsheiði. Um tvo kílómetra vestan við Skálafellsafleggjara. Birgir Birgisson formaður Reiðhjólabænda var með í för, en þó ekki í þeim hópi sem lenti í atvikinu. Hann ræddi atvikið í samtali við Vísi, sem sjá má í spilaranum hér að neðan. „Það vildi svo til að þjóðvegur eitt á Kjalarnesi var lokaður. Umferð sem fer venjulega þar um var því beint upp á Mosfellsheiði og síðan um Hvalfjörð. Það var því óvenjumikil umferð um heiðina og þá eru ansi margir óþolinmóðir bílstjórar og meðal annars þessi sem sést á myndbandinu. Hann liggur á flautunni á meðan hann tekur fram úr hópnum, og er allt of nálægt,“ segir Birgir. „Hann flautar ekki til þess að gefa merki um að hann ætli fram úr, heldur liggur hann á flautunni allan tímann. Og fer mun nær en hinir bílarnir á undan.“ Birgir Birgisson er formaður Reiðhjólabænda. Birgir vísar til þeirrar lagagreinar umferðarlaga sem mælir fyrir um ákveðið lágmarksbil þegar bíl er ekið fram úr hjólandi umferð. „Og bara til að taka af allan vafa, hjólreiðafólki er leyfilegt að hjóla samhliða, samkvæmt 2. málsgrein 42. greinar umferðarlaga, jafnvel þó það sé mjög útbreiddur misskilningur að það sé ekki leyfilegt. Að hjóla samhliða styttir mikið þá vegalengd sem ökumenn þurfa til framúraksturs og liðkar þannig fyrir flæði umferðar.“ Tilgangslaus lagagrein „Þessi sker sig alveg augljóslega úr, en þetta er langt frá því að vera eitthvað einstakt tilvik. Þarna næst þetta á myndband og það er auðvelt að sjá bílnúmer. Ef þetta dugar ekki sem sönnunargagn, þá veit ég ekki hvað sönnunargagnið á að vera.“ Birgir kveðst hafa kært um tuttugu sambærileg atvik, sem öll hafa verið felld niður af lögreglunni. „Það er mismunandi hvort það tekur tvær vikur eða tvö ár. Frægasta tilvikið er frá ágústmánuði 2022, þar sem einn bílstjóri tók fram úr þrettán hjólreiðamönnum á sömu mínútunni. Og tók það upp með mælaborðsmyndavél. Hann setur það sjálfur á samfélagsmiðla klukkutíma síðar. Það var kært en fellt niður innan tveggja vikna. Þetta er alltaf svona, þessi lagagrein er tilgangslaus ef enginn ætlar að fylgja henni.“ „Það sést á þessu myndskeiði að það mátti ekki miklu skeika að þessi bílstjóri straujaði niður nítján manns.“
Umferð Umferðarátak 2024 Umferðaröryggi Samgöngur Hjólreiðar Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Sjá meira