„Búið að leggja upp dauðafæri fyrir Donald Trump“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. júlí 2024 23:58 Eiríkur Bergmann ræddi sigurhorfur Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum eftir skotárásina á laugardag í Kvöldfréttum. Vísir/Arnar Stjórnmálafræðiprófessor segir fátt hafa getað verið Donald Trump hagfelldara en atburðarásin á kosningafundi hans á laugardag. Hann sé kominn í dauðafæri í baráttunni um forsetaembættið og hann þurfi að geiga verulega til að klúðra því. „Það fellur einhvern veginn allt með honum þessa dagana, þetta var náttúrlega alveg ótrúleg atburðarás og spilaðist vel upp í hendurnar á honum þrátt fyrir að þetta hafi auðvitað verið hræðilegur verknaður,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Í ofanálag hafi Joe Biden mótframbjóðanda hans verið að fatast flugið og ítrekað gert meiri háttar mistök upp á síðkastið. „Þannig að staða hans er bara orðin allt önnur. Hann er ekki lengur einhver áskorandi utan af jaðri heldur getur hann stillt sér núna fram eins og aðalgaurinn.“ Aðspurður segir Eiríkur líklegt að Trump komi til með að breytast í fasi eftir atvik helgarinnar. „Hann skilur stjórnmálin sem leiksvið og setur á svið flotta sýningu og skynjar að það er önnur stemning í salnum heldur en var þegar hann þurfti að hafa fyrir því að komast að með sín skilaboð. Þannig að núna getur hann nokkuð auðveldlega ýtt Joe Biden til hliðar og tekið sér stöðu á miðju sviðinu,“ segir Eiríkur. Samsæriskenningar á lofti um aðild Biden Hann segir atburði af þessum toga kalla strax á samsæriskenningar, þær séu þegar komnar á fleygiferð. Einhverjir haldi að Trump hafi sjálfur sviðsett atburðarásina en þó ekki margir. „Enda þyrfti meiri færni en helstu framleiðendur í Hollywood hafa yfir að ráða til þess að hanna aðra eins atburðarás. En það er líklega ekkert getað verið eins hagfellt honum og akkúrat það sem gerðist,“ segir Eiríkur. Þá saki einhverjir djúpríki um að hafa staðið að tilræðinu, jafnvel með vitund og vilja Biden. Það sé viðbúið að flökkusagna og samsæriskenninga verði vart, sérstaklega í því skautaða stjórnmálaástandi sem ríkt hefur í Bandaríkjunum að undanförnu. „Þar sem ekkert traust er til staðar og andstæðir hópar eru tilbúnir til að trúa andstæðingum sínum um hvað sem er.“ Hvernig heldurðu að kosningarnar fari? „Það er búið að leggja upp dauðafæri fyrir Donald Trump. Hann er bara með opið mark og þarf að geiga allverulega sjálfur til þess að klúðra þessari stöðu sem upp er núna.“ Honum hafi verið hugsað til kosningastrategista Demókrataflokksins þegar þeir komu saman í morgun. „Þeir hafa nú klórað sér heldur betur í kollinum hvernig eigi að vinna sig úr þessari stöðu. Þeir eiga mjög erfitt verk fyrir höndum og næstum ómögulegt.“ Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
„Það fellur einhvern veginn allt með honum þessa dagana, þetta var náttúrlega alveg ótrúleg atburðarás og spilaðist vel upp í hendurnar á honum þrátt fyrir að þetta hafi auðvitað verið hræðilegur verknaður,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Í ofanálag hafi Joe Biden mótframbjóðanda hans verið að fatast flugið og ítrekað gert meiri háttar mistök upp á síðkastið. „Þannig að staða hans er bara orðin allt önnur. Hann er ekki lengur einhver áskorandi utan af jaðri heldur getur hann stillt sér núna fram eins og aðalgaurinn.“ Aðspurður segir Eiríkur líklegt að Trump komi til með að breytast í fasi eftir atvik helgarinnar. „Hann skilur stjórnmálin sem leiksvið og setur á svið flotta sýningu og skynjar að það er önnur stemning í salnum heldur en var þegar hann þurfti að hafa fyrir því að komast að með sín skilaboð. Þannig að núna getur hann nokkuð auðveldlega ýtt Joe Biden til hliðar og tekið sér stöðu á miðju sviðinu,“ segir Eiríkur. Samsæriskenningar á lofti um aðild Biden Hann segir atburði af þessum toga kalla strax á samsæriskenningar, þær séu þegar komnar á fleygiferð. Einhverjir haldi að Trump hafi sjálfur sviðsett atburðarásina en þó ekki margir. „Enda þyrfti meiri færni en helstu framleiðendur í Hollywood hafa yfir að ráða til þess að hanna aðra eins atburðarás. En það er líklega ekkert getað verið eins hagfellt honum og akkúrat það sem gerðist,“ segir Eiríkur. Þá saki einhverjir djúpríki um að hafa staðið að tilræðinu, jafnvel með vitund og vilja Biden. Það sé viðbúið að flökkusagna og samsæriskenninga verði vart, sérstaklega í því skautaða stjórnmálaástandi sem ríkt hefur í Bandaríkjunum að undanförnu. „Þar sem ekkert traust er til staðar og andstæðir hópar eru tilbúnir til að trúa andstæðingum sínum um hvað sem er.“ Hvernig heldurðu að kosningarnar fari? „Það er búið að leggja upp dauðafæri fyrir Donald Trump. Hann er bara með opið mark og þarf að geiga allverulega sjálfur til þess að klúðra þessari stöðu sem upp er núna.“ Honum hafi verið hugsað til kosningastrategista Demókrataflokksins þegar þeir komu saman í morgun. „Þeir hafa nú klórað sér heldur betur í kollinum hvernig eigi að vinna sig úr þessari stöðu. Þeir eiga mjög erfitt verk fyrir höndum og næstum ómögulegt.“
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira