Veggmynd Guðsteins fer ekki fet Jón Ísak Ragnarsson skrifar 15. júlí 2024 13:58 Veggmyndin gefur skýrar og góðar leiðbeiningar um það, hvernig hnýta skuli bindishnút. Vísir/Tómas Byrjað er að mála yfir veggmynd sem staðið hefur við gömlu verslun Guðsteins Eyjólfssonar í miðbæ Reykjavíkur í áratugi. Mynd af málara við störf hefur strokið íbúum í miðbænum öfugt, sem mótmæltu gjörningnum á Facebook. Verslunareigandi segir að verið sé að sinna viðhaldi, og myndin verði máluð á nýjan leik. Hin rúmlega hundrað ára gamla herrafataverslun Guðsteins Eyjólfssonar, lokaði dyrum sínum á Laugavegi í hinsta sinn í mars á þessu ári. Verslunin hafði verið til húsa á Laugavegi 34 í nánast hundrað ár. Húsið var teiknað fyrir sjálfan Guðstein og hafði allt frá upphafi verið starfrækt herrafataverslun á jarðhæð hússins. Guðsteinn bjó með fjölskyldu sinni á þriðju hæðinni. Húsið var friðað af menntamálaráðherra 19. maí 2011. Sjá nánar á vef Minjastofnunar. Mikillar óánægju gætir með þessa þróun mála á Facebook-síðunni Íbúar í Miðborg. Íbúi vakti þar athygli á því að byrjað væri að mála yfir myndina, og þegar þetta er skrifað hafa um 98 manns brugðist við færslunni á þeim fimmtíu mínútum síðan hún fór inn á síðuna. Flestir hafa brugðist við með grátbroskallinum, 61, en þar á eftir fylgir þessi sem er hissa, wow-broskallinn með 25. Búið að gera ráðstafnir til að setja aftur upp myndina Sigríður Jónsdóttir, sem rekur verslunina Aff Concept store og leigir Laugaveg 34, segir að verið sé að sinna viðhaldi, og búið sé að gera ráðstafanir til að setja veggmyndina aftur upp. Æsingurinn sé því byggður á misskilningi. „Það þarf að fara í viðhald á veggnum, þess vegna þarf að mála hann og fara yfir þetta. Síðan verður hún sett aftur upp.“ Eigendur verslunarinnar neyddust til að loka útibúinu við Laugaveg í mars síðastliðnum. Þau kenndu slæmum aðstæðum um, þeim að Laugavegurinn væri lokaður fyrir bílaumferð að stórum hluta. Reykjavík Styttur og útilistaverk Myndlist Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Hin rúmlega hundrað ára gamla herrafataverslun Guðsteins Eyjólfssonar, lokaði dyrum sínum á Laugavegi í hinsta sinn í mars á þessu ári. Verslunin hafði verið til húsa á Laugavegi 34 í nánast hundrað ár. Húsið var teiknað fyrir sjálfan Guðstein og hafði allt frá upphafi verið starfrækt herrafataverslun á jarðhæð hússins. Guðsteinn bjó með fjölskyldu sinni á þriðju hæðinni. Húsið var friðað af menntamálaráðherra 19. maí 2011. Sjá nánar á vef Minjastofnunar. Mikillar óánægju gætir með þessa þróun mála á Facebook-síðunni Íbúar í Miðborg. Íbúi vakti þar athygli á því að byrjað væri að mála yfir myndina, og þegar þetta er skrifað hafa um 98 manns brugðist við færslunni á þeim fimmtíu mínútum síðan hún fór inn á síðuna. Flestir hafa brugðist við með grátbroskallinum, 61, en þar á eftir fylgir þessi sem er hissa, wow-broskallinn með 25. Búið að gera ráðstafnir til að setja aftur upp myndina Sigríður Jónsdóttir, sem rekur verslunina Aff Concept store og leigir Laugaveg 34, segir að verið sé að sinna viðhaldi, og búið sé að gera ráðstafanir til að setja veggmyndina aftur upp. Æsingurinn sé því byggður á misskilningi. „Það þarf að fara í viðhald á veggnum, þess vegna þarf að mála hann og fara yfir þetta. Síðan verður hún sett aftur upp.“ Eigendur verslunarinnar neyddust til að loka útibúinu við Laugaveg í mars síðastliðnum. Þau kenndu slæmum aðstæðum um, þeim að Laugavegurinn væri lokaður fyrir bílaumferð að stórum hluta.
Reykjavík Styttur og útilistaverk Myndlist Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira