Erlent

„Banda­ríkja­menn krefjast svara um morðtilræðið“

Jón Þór Stefánsson skrifar
Kimberly Cheatle, yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar, þarf að svara eftirlitsnefnd Bandaríkjaþings vegna árásarinnar
Kimberly Cheatle, yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar, þarf að svara eftirlitsnefnd Bandaríkjaþings vegna árásarinnar EPA

Bandaríska leyniþjónustan er í brennidepli í kjölfar skotárásar sem beindist að Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í gærkvöldi. 

Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur boðað Kimberly Cheatle, yfirmann leyniþjónustunnar, til skýrslutöku.

„Bandaríkjamenn krefjast svara um morðtilræðið að Trump forseta,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar.

Á blaðamannafundi sem var haldinn í kjölfar árásarinnar sagði Kevin Rojek, talsmaður alríkislögreglunnar FBI að það kæmi á óvart að árásarmanninum hafi tekist að hleypa af jafn mörgum skotum og raun ber vitni áður en skytta leyniþjónustunnar drap hann.

Aðspurður um hvort um öryggisbrest hafi verið að ræða sagði Rojak að ekki yrði fullyrt um það á meðan rannsókn málsins er enn í gangi.

Enginn fulltrúi frá leyniþjónustunni var viðstaddur blaðamannafundinn.Grunaður árásarmaður hét Thomas Matthew CrooksSegir Guð hafa bjargað sérBjarni segir atburði gærkvöldsins átakanlega




Fleiri fréttir

Sjá meira


×