Stórkostlegt svar hjá íslensku strákunum eftir skellinn í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2024 12:51 Daníel Ágúst Halldórsson stýrði leik íslenska liðsins með glæsibrag í dag og gaf alls níu stoðsendingar. FIBA.basketball Íslenska tuttugu ára landslið karla í körfubolta fór á kostum í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta i Póllandi. Íslenska liðið spilaði þá aftur innan við sólarhring eftir þrjátíu stiga tap á móti gríðarsterku liði Litháen í gær. Strákarnir sýndu styrk sinn í frábærum sigri á Svartfellingum í dag. Leikurinn vannst á endanum með átján stigum, 71-53. Íslenska liðið lenti reyndar langt undir í erfiðum fyrsta leikhluta en þegar strákarnir fundu taktinn þá áttu Svartfellingar fá svör á móti Norðurlandsmeisturunum. Íslenska liðið er í A-deildinni og er því að spila við sterkustu þjóðir álfunnar. Almari Orri öflugur Almar Orri Atlason átti skelfilegan leik í gær en hann sýndi í dag hversu öflugur leikmaður hann er. Almar Orri var stigahæstur með 23 stig auk þess að taka 5 fráköst og gefa 3 stoðsendingar. Tómas Valur Þrastarson skoraði 14 stig og tók 7 fráköst, Elías Bjarki Pálsson var með 10 stig á 18 mínútum og þá var leikstjórnandinn Daníel Ágúst Halldórsson með 6 stig, 6 fráköst, 9 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Ísland vann með 18 stigum þegar Elías Bjarki var inn á gólfinu og með 16 stigum þær mínútur sem Daníel Ágúst spilaði. Lentu þrettán stigum undir 9-2 byrjun íslenska liðsins lofaði góðu en þremur mínútum síðar var staðan orðin 15-9 fyrir Svartfjallaland eftir þrettán stig þeirra í röð. Almar Orri setti niður þrjá þrista í fyrsta leikhlutanum og var því búin að margfalda stigaskor sitt frá því kvöldið áður þegar hann var ískaldur í skotum sínum. Það dugði þó skammt því Svartfellingar voru þrettán stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 27-14. Íslenska liðið byrjaði annan leikhlutann aftur á móti með 10-2 spretti og kom sér aftur inn í leikinn. Liðið komst yfir undir lok leikhlutans en missti forystuna aftur frá sér. Almar Orri var kominn með 20 stig í hálfleik og munurinn var aðeins þrjú stig í hálfleik, 41-38 fyrir Svartfjallaland. Frábær seinni hálfleikur Íslensku strákarnir voru hins vegar komnir í stuð og léku mjög vel í þriðja leikhlutanum sem þeir unnu 21-8 og voru því tíu stigum yfir fyrir lokaleikhlutann. Tveir leikhlutar í röð sem strákarnir unnu með tíu stigum eða meira. Vörnin var í aðalhlutverki hjá íslenska liðinu í lokaleikhlutanum og þar náði Tómas Valur meðal annars að verja skot, stela boltanum og fiska ruðning á stuttum kafla. Alvöru varnarmaður þar á ferðinni. Íslenska liðið vann fjórða leikhlutann 12-4 og þar með leikinn örugglega með átján stigum. Landslið karla í körfubolta Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Sjá meira
Íslenska liðið spilaði þá aftur innan við sólarhring eftir þrjátíu stiga tap á móti gríðarsterku liði Litháen í gær. Strákarnir sýndu styrk sinn í frábærum sigri á Svartfellingum í dag. Leikurinn vannst á endanum með átján stigum, 71-53. Íslenska liðið lenti reyndar langt undir í erfiðum fyrsta leikhluta en þegar strákarnir fundu taktinn þá áttu Svartfellingar fá svör á móti Norðurlandsmeisturunum. Íslenska liðið er í A-deildinni og er því að spila við sterkustu þjóðir álfunnar. Almari Orri öflugur Almar Orri Atlason átti skelfilegan leik í gær en hann sýndi í dag hversu öflugur leikmaður hann er. Almar Orri var stigahæstur með 23 stig auk þess að taka 5 fráköst og gefa 3 stoðsendingar. Tómas Valur Þrastarson skoraði 14 stig og tók 7 fráköst, Elías Bjarki Pálsson var með 10 stig á 18 mínútum og þá var leikstjórnandinn Daníel Ágúst Halldórsson með 6 stig, 6 fráköst, 9 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Ísland vann með 18 stigum þegar Elías Bjarki var inn á gólfinu og með 16 stigum þær mínútur sem Daníel Ágúst spilaði. Lentu þrettán stigum undir 9-2 byrjun íslenska liðsins lofaði góðu en þremur mínútum síðar var staðan orðin 15-9 fyrir Svartfjallaland eftir þrettán stig þeirra í röð. Almar Orri setti niður þrjá þrista í fyrsta leikhlutanum og var því búin að margfalda stigaskor sitt frá því kvöldið áður þegar hann var ískaldur í skotum sínum. Það dugði þó skammt því Svartfellingar voru þrettán stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 27-14. Íslenska liðið byrjaði annan leikhlutann aftur á móti með 10-2 spretti og kom sér aftur inn í leikinn. Liðið komst yfir undir lok leikhlutans en missti forystuna aftur frá sér. Almar Orri var kominn með 20 stig í hálfleik og munurinn var aðeins þrjú stig í hálfleik, 41-38 fyrir Svartfjallaland. Frábær seinni hálfleikur Íslensku strákarnir voru hins vegar komnir í stuð og léku mjög vel í þriðja leikhlutanum sem þeir unnu 21-8 og voru því tíu stigum yfir fyrir lokaleikhlutann. Tveir leikhlutar í röð sem strákarnir unnu með tíu stigum eða meira. Vörnin var í aðalhlutverki hjá íslenska liðinu í lokaleikhlutanum og þar náði Tómas Valur meðal annars að verja skot, stela boltanum og fiska ruðning á stuttum kafla. Alvöru varnarmaður þar á ferðinni. Íslenska liðið vann fjórða leikhlutann 12-4 og þar með leikinn örugglega með átján stigum.
Landslið karla í körfubolta Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Sjá meira