E.coli baktería greindist í einu sýni Heilbrigðiseftirlitsins á neysluvatni sem tekið var í íbúðarhúsi á Siglufirði í gær. Í kjölfarið voru fjögur sýni tekin til viðbótar, og er niðurstaðna að vænta úr þeim á morgun. Íbúar eru hvattir til að sjóða vatn fyrir neyslu.
Landhelgisgæslan og slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu leituðu í nótt að einum sem talinn var hafa farið út í sjó við Granda í Reykjavík. Ákvörðun verður tekin um áframhaldandi leit í dag.
Þá höldum við áfram umfjöllun um ólöglega veðmálastarfsemi og kynnum okkur bæinn Burstarfell þar sem sama ættin hefur búið frá árinu 1532.
Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.