Reglurnar eru óumsemjanlegar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 14. júlí 2024 11:10 Til þess að útskýra fyrir almenningi ferlið sem sem fer í gang þegar ríki sækja um inngöngu í Evrópusambandið hefur framkvæmdastjórn sambandsins gefið út sérstakan bækling sem ber heitið „Understanding enlargement“. Þar er meðal annars útskýrt með ágætlega skilmerkilegum hætti hvers eðlis þær viðræður eru sem fram fara á milli Evrópusambandsins og umsóknarríkja í ferlinu. Óhætt er að segja að sú lýsing rími ekki beinlínis vel við fullyrðingar sumra um að hægt sé nánast að semja um hvað sem er við sambandið. „Viðfangsefni samningaviðræðna um inngöngu [í Evrópusambandið] er geta umsóknarríkis til þess að standa undir þeim skuldbindingum sem fylgja veru í sambandinu. Hugtakið „samningaviðræður“ getur verið villandi. Viðræðurnar snúast um skilyrði og tímasetningar upptöku, innleiðingar og framkvæmdar umsóknarríkis á reglum Evrópusambandsins – um 100.000 blaðsíður af þeim. Og þessar reglur (einnig þekktar undir heitinu acquis, franska fyrir „það sem hefur verið samþykkt“) eru ekki umsemjanlegar.“ Fram kemur enn fremur í bæklingnum að hvað varði umsóknarríki að Evrópusambandinu snúizt viðræðurnar fyrst og fremst um það að komast að samkomulagi við sambandið um það með hvaða hætti og hvenær reglur þess séu teknar upp og innleiddar sem og verklagsreglur í því sambandi. Fyrir Evrópusambandið sé hins vegar mikilvægt að tryggt sé að umsóknarríkið standi við umsamdar tímasetningar þegar komi að innleiðingu á reglum sambandsins og að ríkið nái sömuleiðis tilskyldum árangri í innleiðingu þeirra. Hvernig og hvenær en ekki hvort Viðræðurnar snúast þannig einungis um það hvernig og hvenær umsóknarríkið undirgengst regluverk Evrópusambandsins en ekki hvort það geri það. Hægt er þannig að semja um tímabundna aðlögun að eintökum reglum og hið sama á við um svonefndar sérlausnir sem heita raunar gjarnan sérstakar aðlaganir (e. specific adaptations) í gögnum sambandsins, fela aðeins í sér tæknilega útfærslu á upptöku tiltekinna reglna innan ramma þeirra og breyta því ekki að ríkið fer undir vald sambandsins í þeim efnum. Texti bæklingsins er í góðu samræmi við önnur gögn frá Evrópusambandinu í þessum efnum sem og reynslu annarra ríkja af umsóknarferlinu að sambandinu. Til dæmis Noregs þegar landið sótti síðast um inngöngu í Evrópusambandið á tíunda áratug síðustu aldar. Þannig var Norðmönnum einungis boðin tímabundin aðlögun í sjávarútvegsmálum í tæp fimm ár áður en norskur sjávarútvegur færi undir stjórn sambandsins en þeir höfðu farið fram á það að fara að mestu leyti áfram með stjórn sjávarútvegsmála sinna. Varla þarf að koma á óvart að Norðmenn hafi afþakkað inngöngu í Evrópusambandið. Þar spilaði þó mun fleira inn í en einungis sjávarútvegsmálin. Fyrst og fremst vald Norðmanna yfir sínum eigin málum. Þess má einnig geta að niðurstöður allra skoðanakannana sem birtar hafa verið í Noregi undanfarin 19 ár hafa sýnt meirihluta landsmanna andvígan því að gengið verði í sambandið. Þá hafa kannanir einnig sýnt fleiri Norðmenn hlynnta því en andvíga að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning. Vart meðmæli með inngöngu í ESB Fram kom til að mynda í viðræðuramma Evrópusambandsins vegna umsóknar þáverandi vinstristjórnar um inngöngu í sambandið á sínum tíma að Ísland yrði að taka upp allt regluverk þess og innleiða það í tæka tíð. Við upptöku regluverks Evrópusambandsins gæti verið nauðsynlegt að grípa til sérstakra aðlagana að því sem yrðu þó að rúmast innan ramma regluverksins eins og áður er komið inn á og enn fremur að vera í samræmi við það með hvaða hætti reglurnar hefðu áður verið innleiddar af ríkjum sambandsins. Hvað tímabundna aðlögun að regluverki Evrópusambandsins varðar kom fram að Ísland gæti farið fram á slíkt að því gefnu að um væri að ræða ráðstafanir sem væru „takmarkaðar að tíma og umfangi“ og að þeim fylgdi áætlun með skýrt skilgreindum skrefum að upptöku á viðkomandi regluverki. Tekið var fram að slík aðlögunartímabil væru þó einungis í boði í undantekningartilfellum. Þá sagði að í öllum tilfellum mætti slík tímabundin aðlögun hvorki fela í sér breytingar á regluverki sambandsins né stefnumörkun þess. Fram kom að sama skapi ítrekað í málflutningi forystumanna Evrópusambandsins í tengslum við umsókn vinstristjórnarinnar að allt sem samið væri um þyrfti að rúmast innan regluverks þess. Enn fremur, líkt og raunar margoft áratugina á undan, að engar varanlegar undanþágur væru í boði frá regluverkinu. Telji talsmenn inngöngu Íslands í Evrópusambandið hins vegar að ekkert sé að marka gögn sambandsins og orð forystumanna þess geta það ofan á annað vart talizt meðmæli með inngöngu í sambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Til þess að útskýra fyrir almenningi ferlið sem sem fer í gang þegar ríki sækja um inngöngu í Evrópusambandið hefur framkvæmdastjórn sambandsins gefið út sérstakan bækling sem ber heitið „Understanding enlargement“. Þar er meðal annars útskýrt með ágætlega skilmerkilegum hætti hvers eðlis þær viðræður eru sem fram fara á milli Evrópusambandsins og umsóknarríkja í ferlinu. Óhætt er að segja að sú lýsing rími ekki beinlínis vel við fullyrðingar sumra um að hægt sé nánast að semja um hvað sem er við sambandið. „Viðfangsefni samningaviðræðna um inngöngu [í Evrópusambandið] er geta umsóknarríkis til þess að standa undir þeim skuldbindingum sem fylgja veru í sambandinu. Hugtakið „samningaviðræður“ getur verið villandi. Viðræðurnar snúast um skilyrði og tímasetningar upptöku, innleiðingar og framkvæmdar umsóknarríkis á reglum Evrópusambandsins – um 100.000 blaðsíður af þeim. Og þessar reglur (einnig þekktar undir heitinu acquis, franska fyrir „það sem hefur verið samþykkt“) eru ekki umsemjanlegar.“ Fram kemur enn fremur í bæklingnum að hvað varði umsóknarríki að Evrópusambandinu snúizt viðræðurnar fyrst og fremst um það að komast að samkomulagi við sambandið um það með hvaða hætti og hvenær reglur þess séu teknar upp og innleiddar sem og verklagsreglur í því sambandi. Fyrir Evrópusambandið sé hins vegar mikilvægt að tryggt sé að umsóknarríkið standi við umsamdar tímasetningar þegar komi að innleiðingu á reglum sambandsins og að ríkið nái sömuleiðis tilskyldum árangri í innleiðingu þeirra. Hvernig og hvenær en ekki hvort Viðræðurnar snúast þannig einungis um það hvernig og hvenær umsóknarríkið undirgengst regluverk Evrópusambandsins en ekki hvort það geri það. Hægt er þannig að semja um tímabundna aðlögun að eintökum reglum og hið sama á við um svonefndar sérlausnir sem heita raunar gjarnan sérstakar aðlaganir (e. specific adaptations) í gögnum sambandsins, fela aðeins í sér tæknilega útfærslu á upptöku tiltekinna reglna innan ramma þeirra og breyta því ekki að ríkið fer undir vald sambandsins í þeim efnum. Texti bæklingsins er í góðu samræmi við önnur gögn frá Evrópusambandinu í þessum efnum sem og reynslu annarra ríkja af umsóknarferlinu að sambandinu. Til dæmis Noregs þegar landið sótti síðast um inngöngu í Evrópusambandið á tíunda áratug síðustu aldar. Þannig var Norðmönnum einungis boðin tímabundin aðlögun í sjávarútvegsmálum í tæp fimm ár áður en norskur sjávarútvegur færi undir stjórn sambandsins en þeir höfðu farið fram á það að fara að mestu leyti áfram með stjórn sjávarútvegsmála sinna. Varla þarf að koma á óvart að Norðmenn hafi afþakkað inngöngu í Evrópusambandið. Þar spilaði þó mun fleira inn í en einungis sjávarútvegsmálin. Fyrst og fremst vald Norðmanna yfir sínum eigin málum. Þess má einnig geta að niðurstöður allra skoðanakannana sem birtar hafa verið í Noregi undanfarin 19 ár hafa sýnt meirihluta landsmanna andvígan því að gengið verði í sambandið. Þá hafa kannanir einnig sýnt fleiri Norðmenn hlynnta því en andvíga að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning. Vart meðmæli með inngöngu í ESB Fram kom til að mynda í viðræðuramma Evrópusambandsins vegna umsóknar þáverandi vinstristjórnar um inngöngu í sambandið á sínum tíma að Ísland yrði að taka upp allt regluverk þess og innleiða það í tæka tíð. Við upptöku regluverks Evrópusambandsins gæti verið nauðsynlegt að grípa til sérstakra aðlagana að því sem yrðu þó að rúmast innan ramma regluverksins eins og áður er komið inn á og enn fremur að vera í samræmi við það með hvaða hætti reglurnar hefðu áður verið innleiddar af ríkjum sambandsins. Hvað tímabundna aðlögun að regluverki Evrópusambandsins varðar kom fram að Ísland gæti farið fram á slíkt að því gefnu að um væri að ræða ráðstafanir sem væru „takmarkaðar að tíma og umfangi“ og að þeim fylgdi áætlun með skýrt skilgreindum skrefum að upptöku á viðkomandi regluverki. Tekið var fram að slík aðlögunartímabil væru þó einungis í boði í undantekningartilfellum. Þá sagði að í öllum tilfellum mætti slík tímabundin aðlögun hvorki fela í sér breytingar á regluverki sambandsins né stefnumörkun þess. Fram kom að sama skapi ítrekað í málflutningi forystumanna Evrópusambandsins í tengslum við umsókn vinstristjórnarinnar að allt sem samið væri um þyrfti að rúmast innan regluverks þess. Enn fremur, líkt og raunar margoft áratugina á undan, að engar varanlegar undanþágur væru í boði frá regluverkinu. Telji talsmenn inngöngu Íslands í Evrópusambandið hins vegar að ekkert sé að marka gögn sambandsins og orð forystumanna þess geta það ofan á annað vart talizt meðmæli með inngöngu í sambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun