„Ekki vera þessi heimski náungi“ Smári Jökull Jónsson skrifar 14. júlí 2024 07:01 Mikil stemmning er í kringum Frakklandshjólreiðarnar á hverju ári. Vísir/Getty Ansi sérstakt atvik átti sér stað í Tour de France hjólreiðakeppninni í dag þegar áhorfandi hljóp inn á brautina og truflaði forystusauð keppninnar á nokkuð frumlegan hátt. Frakklandshjólreiðarnar eru stærsti viðburður ársins í hjólaheiminum á ári hverju en keppnin fór fyrst fram árið 1903. Hjólaleiðin breytist örlítið á milli ára en á hverju ári er meðal annars hjólað í Alpafjöllunum og Pýreneafjöllunum. Mótið í ár er í fullum gangi og í dag hjóluðu keppendur frá Pau til Saint-Lary í Frakklandi en ótrúlegt atvik átti sér stað á sérleið dagsins. Hinn 25 ára gamli Tadej Pogacar frá Slóveníu átti tvo kílómetra eftir á þessari fjórtándu sérleið og var á fullri ferð í brautinni með áhorfendur allt í kring. Skyndilega hljóp einn áhorfandanna inn á brautina og tæmdi úr snakkpoka framan í Pogacar sem vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. 😡 In a world where you can be anything, don't be this stupid guy.😡 Dans un monde où vous pouvez être qui vous voulez, ne soyez pas cet idiot. pic.twitter.com/oLTkNsXlNK— Tour de France™ (@LeTour) July 13, 2024 „Í veröld þar sem þú getur verið hvað sem er, ekki vera þessi heimski náungi,“ var skrifað á opinberan X-aðgang Frakklandshjólreiðanna. Atvikið vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum og fékk áhorfandinn mikla gagnrýni fyrir uppátækið. Pogacar fór með sigur af hólmi á sérleiðinni með töluverðum yfirburðum þrátt fyrir atvikið. Pogacar hefur tvisvar farið með sigur af hólmi í Frakklandshjólreiðunum og er á höttunum á eftir sínum þriðja sigri. Hann er með 39 sekúndna forystu í keppninni en henni lýkur í Nice þann 21. júlí. Hjólreiðar Frakklandshjólreiðarnar Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Sjá meira
Frakklandshjólreiðarnar eru stærsti viðburður ársins í hjólaheiminum á ári hverju en keppnin fór fyrst fram árið 1903. Hjólaleiðin breytist örlítið á milli ára en á hverju ári er meðal annars hjólað í Alpafjöllunum og Pýreneafjöllunum. Mótið í ár er í fullum gangi og í dag hjóluðu keppendur frá Pau til Saint-Lary í Frakklandi en ótrúlegt atvik átti sér stað á sérleið dagsins. Hinn 25 ára gamli Tadej Pogacar frá Slóveníu átti tvo kílómetra eftir á þessari fjórtándu sérleið og var á fullri ferð í brautinni með áhorfendur allt í kring. Skyndilega hljóp einn áhorfandanna inn á brautina og tæmdi úr snakkpoka framan í Pogacar sem vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. 😡 In a world where you can be anything, don't be this stupid guy.😡 Dans un monde où vous pouvez être qui vous voulez, ne soyez pas cet idiot. pic.twitter.com/oLTkNsXlNK— Tour de France™ (@LeTour) July 13, 2024 „Í veröld þar sem þú getur verið hvað sem er, ekki vera þessi heimski náungi,“ var skrifað á opinberan X-aðgang Frakklandshjólreiðanna. Atvikið vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum og fékk áhorfandinn mikla gagnrýni fyrir uppátækið. Pogacar fór með sigur af hólmi á sérleiðinni með töluverðum yfirburðum þrátt fyrir atvikið. Pogacar hefur tvisvar farið með sigur af hólmi í Frakklandshjólreiðunum og er á höttunum á eftir sínum þriðja sigri. Hann er með 39 sekúndna forystu í keppninni en henni lýkur í Nice þann 21. júlí.
Hjólreiðar Frakklandshjólreiðarnar Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Sjá meira